Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Page 51
18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? heitir bók með safni spurninga af Vís- indavefnum um jökla og loftslagsmál. Helgi Björnsson tók bókina saman og Þór- arinn Már Baldursson mynd- skreytti hana. Í bókinni er rifjað upp að eitt sinn sinni huldi jökull allt Ísland og náði langt út í sjó en núna minnka jöklarnir hratt, svo hratt að sumir þeirra verða jafnvel alveg horfnir á næstu áratugum. Í Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? eru 45 spurn- ingar og svör um jökla og loftslagsmál, en bókin er ætl- uð fróðleiksfúsum lesendum frá átta ára aldri. Bókinni fylgja orðskýringar. Jöklar og ís á jörðinni Úrval ljóða Gyrðis Elíassonar er komið út, en í því eru ljóð allt frá fyrstu ljóðabók Gyrðis, Svarthvít axlabönd, sem kom út árið 1983. Síðan hafa kom- ið þrettán ljóðabækur eftir Gyrði, auk þess sem hann hefur gefið út fjórar bækur með ljóðaþýðingum og einnig smásagnasöfn og skáldsögur. Ljóðaúrvalið heitir einfaldlega Gyrðir Elíasson - Ljóðaúrval 1983-2012. Ljóðin í það völdu Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Magnús Sigurðsson. Dimma gefur bókina út. Gyrðir Elíasson hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir smásagna- safnið Milli trjánna og Íslensku þýðing- arverðlaunin 2014 fyrir ljóðaúrvalið Listin að vera einn eftir japanska skáldið Shuntaro Tanikawa. ÚRVAL LJÓÐA GYRÐIS ELÍASSONAR Stuttlisti bandarísku bókmenntaverðlaunanna, Nat- ional Book Awards, var kynntur í vikunni, en þau verðlaun verða veitt 18. nóvember næstkomandi. Á stuttlistanum er smásagnasafnið Refund eftir Karen E. Bender, The Turner House eftir Angela Flo- urnoy, Fates and Furies eftir Lauren Groff, smá- sagnasafnið Fortune Smiles eftir Adam Johnson og A Little Life eftir Hanya Yanagihara, en þess má geta að sú bók var talin líklegust til að hljóta Booker- verðlaunin, en þau hreppti A Brief History of Seven Killings eftir Marlon James. Tilnefndar til verðlauna í flokki fræðibóka voru Between the World and Me eftir Ta-Nehisi Coates, Hold Still eftir Sally Mann, The Soul of an Octopus eftir Sy Montgomery, If the Oceans Were Ink eftir Carla Power og Ordinary Light eftir Tracy K. Smith. Í flokki barnabóka eru tilnefndar The Thing About Jellyfish eftir Ali Benjamin, Bone Gap eftir Laura Ruby, Most Dangerous eftir Steve Sheinkin, Chal- lenger Deep eftir Neal Shusterman og Nimona eftir Noelle Stevenson. Hanya Yanagihara þótti líkleg til að hljóta Booker. Nú spá margir að hún fái Banda- rísku bókmenntaverðlaunin. STUTTLISTI NATIONAL BOOK AWARDS Skuggasaga – Arftakinn eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur hlaut í vikunni Íslensku barna- bókaverðlaunin. Í bókinni er sagt frá Sögu, tólf ára gamalli stúlku sem býr með kaupahéðninum Guð- mundi föður sínum og Geira bróður sínum. Þeir feðgar eiga það reynd- ar til að gleyma henni, enda hefur það einhvernveginn allt- af verið þannig að enginn tek- ur eftir Sögu. Hún sér þó hluti sem enginn annar sér og þegar húshjálpin hverfur spor- laust og í hennar stað birtist skuggaleg skepna byrjar upp- hafið að ótrúlegu ævintýri Sögu. Þetta er fyrsta bók Ragn- heiðar, sem starfar sem arki- tekt og er búsett erlendis, en hún er komin vel á veg með næstu sögu um Sögu og Bald- ur. Saga af Sögu og Baldri Skuggabaldri Ragnheiður Eyjólfsdóttir Íslensk ljóð og frumsamdar barnabækur LJÓÐ OG SÖGUR EKKI ER BARA AÐ ÞAÐ STEFNI Í EITT BESTA LJÓÐAÁR Í MANNA MINNUM, HELDUR KOMA LÍKA ÚT MARGAR FRUMSAMDAR BARNABÆKUR SEM SJÁ MÁ HÉR Á SÍÐUNNI MEÐAL ANNARS. SVO ER SKAMMT Í SKÁLDSÖGUFLÓÐIÐ EF AÐ LÍKUM LÆTUR, JÁ OG ÆVISÖGURNAR, ÞÆR KOMA LÍKA ÚT FJÖLMARGAR. Bókin Ótrúleg ævintýri afa – Leit- in að Blóðey eftir Guðna Líndal Benediktsson vakti mikla athygli á síðasta ári og nú er komið fram- hald hennar, Ótrúleg ævintýri afa: Leyndardómur erfingjans. Í bókinni segir frá því er Kristján litli er á sjúkrahúsi og afi birtist með æsispennandi sögu þar sem fjörulallar, sjóræningjar og alls kyns hræðilegar óvættir koma við sögu. Leyndardómur erfingjans Vinur minn missti vitið nefnist ný ljóða- bók eftir Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu á Skarðsströnd. Björn starfaði við kennslu í hartnær hálfa öld, lengstum í Búðardal. Á bókarkápu segir að yrkisefni hans séu „sótt til æskuslóðanna á Skarðs- strönd og heimaslóðanna í Búðardal, nátt- úrunnar og þess samfélags í Dölum, sem Björn hefur lifað og hrærst í“. Víðar er þó komið við eins og í Útför Bakkusar: Lífsins þrautir þagnaðar, þér vil kveðju bera. Fannst mér þú til fagnaðar, frekar lítið vera. Björn gaf út bókina Sæll dagur 2013. Vinur minn missti vitið BÓKSALA 08.-14. OKTÓBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Þarmar með sjarmaGiulia Enders 2 HrellirinnLars Kepler 3 Íslensk litadýrð-Colorful IcelandElsa Nielsen 4 HundadagarEinar Már Guðmundsson 5 Dagar handan við dægrinSölvi Sveinsson 6 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 7 Atvinnumaðurinn Gylfi SigurðssonÓlafur Þór Jóelsson /Viðar Brink 8 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams 9 NicelandKristján Ingi Einarsson 10 Café SigrúnSigrún Þorsteinsdóttir Barnabækur 1 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams 2 DúkkaGerður Kristný 3 VinabókinJónaValborg Árnadóttir/Elsa Nielsen 4 Strákurinn í kjólnumDavid Walliams 5 MómóMichael Ende 6 Mói hrekkjusvín-landsmóthrekkjusvína Kristín Helga Gunnarsdóttir 7 Goðheimar 6–GulleplinPeter Madsen 8 Skúli skelfir og múmíanFrancesca Simon 9 Kvöldsögur fyrir Krakka 10 Hrollur 3-sá hlær best semsíðast hlær R. L. Stine

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.