Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Forvitnilegt að taka þátt í slags- málasenum Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Mér finnst að hann ætti bara að vera við Hringbraut. Einar Hafliðason Ég ætla bara að svara út úr kassanum og segi á Akureyri. Ester Lára Magnúsdóttir Bara á svipuðum stað og hann er, miðsvæðis. En byggja samt nýjan. Sigríður Kristín Kristjánsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég hefði fundið annan góðan stað en við Hringbrautina og frekar byggt frá grunni en að lappa upp á gamlar byggingar. Borgin er að þenja sig austur og það myndi henta, held ég, betur að vera miðsvæðis miðað við borgina. Jón H. Magnússon Morgunblaðið/Eggert SPURNING VIKUNNAR HVAR FINNST ÞÉR AÐ ÆTTI AÐ BYGGJA NÝJAN LANDSPÍTALA? Fyrir 20 árum átti Egill Heiðar Anton Pálsson sér þann draum að búa í Berlín. Nú býr hann þar og starfar sem prófessor í leik- stjórn samhliða því sem hann flýgur landa á milli til að leikstýra. Nýjustu upp- færslu hans í Kaupmanna- höfn hefur verið vel tekið. Menning 46-47 Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Ponsjó og slár eru gríð- arlega vinsæl um þessar mundir. Þessa notalegu haustflík má para saman við flest enda útfærslurnar margar og ólíkar. Full- komin flík sem hentar jafn vel spari og heima á kósí- kvöldum. Tíska 36 Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari lenti í alvarlegu slysi og getur ekki staðið og eldað. Hann vantaði verkefni og hefur nú opnað tvo veitingastaði við Ráðhústorg á Akureyri. Sá þriðji bætist við fljót- lega! Matur 28 Vala Védís Guð- mundsdóttir, ljós- móðir og menntaður þjálfari í núvitund, stendur fyrir námskeiði um núvitund á með- göngu. Núvitundaræf- ingar hafa gefið góða raun fyrir ófrískar konur. Fjölskyldan 30 Um helgina er spennumyndin The Last Witch Hunter fumsýnd en þar fer stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson með eitt af aðalhlutverkunum. Hvernig var að vinna með Vin Diesel? Að vinna með Vin Diesel var einstaklega ánægju- legt enda mikill ljúflingur þar á ferð. Það var líka sérlega gaman að kynnast og vinna með Elijah Wood og Rose Leslie. Nú er talsvert af slagsmálaatriðum í The Last Witch Hunter. Hvernig er þín upplifun af slíku? Mér finnst alltaf mjög forvitnilegt að taka þátt í slags- málasenum. Við leikararnir tökum hluta, svo koma fagmenn- irnir og taka næsta hluta og þannig stig af stigi. Ég held að það myndi koma fólki á óvart hve langan tíma það tekur að skjóta góða slagsmálasenu. Nú býrð þú yfir áralangri reynslu í þínu fagi og hefur tekið að þér mörg ólík hlutverk. Áttu eitthvert draumahlutverk? Nei, ég get ekki sagt að það sé eitthvert eitt hlutverk sem ég er að bíða eftir að fá á þessari stundu en í mér blundar alltaf draumur um að fá að leika Lé konung eftir Shakespeare ein- hvern tíma. Nú ert þú í fæðingarorlofi, hvernig fer það hlutverk með þig? Það er alltaf yndislegt að fá að vera með fjölskyldunni sinni og sérstaklega að fá að fylgjast með litlum snill- ingum vaxa úr grasi. Hvað er framundan? Ég er að fara að byrja á nýrri sjónvarpsseríu, banda- rískri, sem ég má náttúrlega ekki segja hver er. Hún verður tekin á Spáni, í Króatíu og í Ungverjalandi næstu mánuðina og ég mun koma og fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.