Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 4
Þolinmæðin brast. Eiginmaður minnvar nánast hættur að heyra manns-ins mál. Við fórum því og keyptum þessi nýju tæki og sjáum ekki eftir því. Hann heyrir mun betur eftir að hann fékk þau. Þetta er allt annað líf,“ segir eigin- kona manns með vaxandi heyrnarskerðingu sem nýverið greiddi hálfa milljón króna fyrir ný heyrnartæki alfarið úr eigin vasa. Þau vilja ekki koma fram undir nafni. Samkvæmt reglum Tryggingastofnunar fær fólk ekki styrk til kaupa á heyrnar- tækjum nema á fjögurra ára fresti og mað- urinn á ekki rétt á téðum styrk fyrr en næsta vor. Lífsgæði hans höfðu skerst mik- ið á skömmum tíma og hann orðinn vansæll og einangraður. Hann gat ekki tekið þátt í samræðum í fjölskylduboðum eða heyrt hvað barnabörnin voru að segja við hann og konan hans þurfti að túlka allt fyrir hann sem annað fólk sagði. Þess vegna þoldu kaup á nýjum tækjum enga bið. Styrkurinn að hækka Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ), segir greiðsluþátttöku ríkisins miðast við hversu alvarleg heyrnarskerðing viðkomandi ein- staklings er. Til þess að eiga rétt á fastri niðurgreiðslu ríkisins að upphæð kr. 30.800 á eyra þarf fólk að vera komið upp í vissa heyrnarskerðingu á betra eyranu. Miðað er við 30 desibel í því sambandi. Maðurinn sem hér um ræðir hefur glímt við heyrnarskerðingu í um þrjá áratugi og segir eiginkona hans styrkinn lítið hafa hækkað á þessum tíma. Kristján staðfestir að þessi upphæð hafi ekki hækkað í nærri áratug en það stendur til bóta, sennilega strax í næstu viku, en heilbrigðisráðherra hefur skrifað undir reglugerð þess efnis að styrkurinn hækki upp í kr. 50.000 á eyra. Reglugerð tekur á hinn bóginn ekki gildi fyrr en hún birtist í Stjórnartíðindum. „Við höfum barist fyrir þessari hækkun í tvö ár enda var löngu tímabært að styrkurinn hækkaði. Krónan féll um 50% í hruninu, auk þess sem tækin hafa hækkað hægt og bítandi í verði með aukinni tækni. Þessar þrjátíu þúsund krónur voru orðnar til skammar. Þessi hækkun er mjög ánægju- leg. Það munar strax um þetta,“ segir Kristján. Leitaði til einkastöðvar Við mælingu kom í ljós að heyrn mannsins hafði versnað til muna frá því síðustu tæki voru keypt og fyrir vikið dugðu þau ekki lengur. Hann leitaði til einkastöðvarinnar Heyrnar í Kópavogi og fékk að prófa heyrnartæki sem eru mjög vönduð, með lausum hljóðnema sem konan hans getur haft í ól um hálsinn eða hann getur lagt á borðið, til dæmis þegar hann fer í reglu- legt kaffi með fyrrverandi vinnufélögum sínum. Þannig getur hann fylgst með sam- ræðunum við borðið, nokkuð sem hann var hættur að geta og hafði því enga ánægju af slíkum samverustundum lengur. Konan viðurkennir að kaupin hafi sett strik í heimilisbókhaldið en ekki hafi verið um annað að ræða. „Við erum bara oftar með afganga í matinn,“ segir hún. Konan er ósátt við fjögurra ára regluna en Kristján bendir á að hægt sé að fá undanþágu frá henni, að því gefnu að ein- staklingurinn komi í greiningu hjá HTÍ og læknar meti þörf hans fyrir ný tæki mjög brýna. „Í þessu sambandi er mikilvægt að fólk kanni rétt sinn nægilega. Við neitum fólki auðvitað ekki um endurnýjun ef lækn- isfræðileg rök liggja að baki.“ Hann segir þetta ekki algengt enda versni heyrn fólks alla jafna hægt. „Fjög- urra ára reglan á að gagnast 95% fólks al- veg þokkalega. Auðvitað eru alltaf undan- tekningar en þá verður fólk að koma til okkar og fá greiningu.“ Konan segir ekki hafa tekið því að bíða fram á næsta vor eftir styrknum, þar sem nýju tækin voru keypt hjá einkastöð en ekki hjá HTÍ, sem er ríkisstofnun. Hjónin hafa verið ánægðari með þjónustuna hjá Heyrn en hjá HTÍ og leituðu fyrir vikið fyrst þangað. Konan veit ekki hvort HTÍ býður upp á samskonar tæki og þau keyptu. „Maðurinn minn er kominn yfir 70 desi- bel sem þýðir að hann á ekki rétt á styrk nema skipt sé við HTÍ. Ég furða mig á þessum reglum. Þetta er eins og að segja við lamaðan mann að hann sé svo mikið lamaður að hann hafi ekkert við hjólastól að gera og geti bara lagst í rúmið,“ segir konan. Fólk getur leitað annað Þegar fólk er komið yfir 70 desibel og verulega illa heyrandi greiðir ríkið 80% í heyrnartækjunum, samkvæmt gildandi reglum. „Þá er reiknað með að fólk komi til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands til að fá greiningu en einkastöðvarnar hafa ekki lækna eða sérfræðinga til að meta heyrnarskerðinguna. Það er hins vegar misskilningur að kaupa þurfi tækin hjá okkur, fólk getur leitað annað ef það vill. Að fenginni staðfestingu hjá okkur,“ segir Kristján Þrjár einkastöðvar hafa leyfi til að selja heyrnartæki. Heyrn í Kópavogi, Heyrnar- tækni í Glæsibæ og Heyrnarstöðin í Kringlunni. Kristján lítur ekki á þessar stöðvar sem samkeppni. Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands beri skylda til að þjón- usta heyrnarskerta og heyrnarlausa í land- inu og vera annarra aðila á markaði trufli ekki það hlutverk. Þá bjóði einkastöðvarnar upp á fyllilega sambærileg tæki, gæðavörur frá leiðandi framleiðendum í heiminum. ELDRI BORGARI, SEM ÞJÁIST AF VAXANDI HEYRNARSKERÐINGU, FESTI FYRIR SKEMMSTU KAUP Á NÝJUM HEYRNARTÆKJUM FYRIR RÍFLEGA HÁLFA MILLJ- ÓN KRÓNA. HANN ÞURFTI AÐ GREIÐA ALLA UPPHÆÐINA ÚR EIGIN VASA EN SAMKVÆMT REGLUM TRYGGINGASTOFNUNAR FÆR FÓLK HEYRN- ARTÆKI EKKI NIÐURGREIDD NEMA Á FJÖGURRA ÁRA FRESTI. FORSTJÓRI HEYRNAR- OG TALMEINASTÖÐVAR ÍSLANDS (HTÍ) SEGIR HÆGT AÐ FÁ UND- ANÞÁGU FRÁ FJÖGURRA ÁRA REGLUNNI AÐ UNDANGENGINNI GREININGU OG LÆKNISFRÆÐILEGUM RÖKSTUÐNINGI HJÁ HTÍ. Ekki synjað um endurnýjun ef læknisfræðileg rök liggja að baki * Það var mikið hagsmunamál að fá niðurgreiðslu ríkisinshækkaða enda agalegt að þurfa að vísa frá fólki sem hefurekki efni á að leysa út heyrnartæki. Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ Þjóðmál ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Kristján Sverrisson tók við starfi for- stjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Ís- lands fyrir tveimur árum og fannst strax að stofnunin gæti gert betur. „Stofnunin hafði verið fjársvelt frá því fyrir hrun og nú hefur aðeins rofað til í fjármálum rík- isins, þannig að við höfum fengið eilitla aukningu á fjárveitingu. Það var mikið hagsmunamál að fá niðurgreiðslu ríkisins hækkaða enda agalegt að þurfa að vísa frá fólki sem hefur ekki efni á að leysa út heyrnartæki. Töluvert hefur verið um það. Vonandi stendur það nú til bóta.“ Þess má geta að HTÍ hefur nýhafið þjónustu við landsbyggðina en skortur hefur verið á henni til þessa. „Það eiga ekki allir auðvelt með að koma um lang- an veg til að sækja okkar þjónustu og þetta er gert til að koma til móts við það fólk. Það var tími til kominn að stofnunin færði sig aðeins betur inn í nútímann og hækkaði þjónustustigið. Ekki veitir af, það sjáum við mjög víða, ekki síst meðal eldri borgara um allt land.“ FANNST STOFNUNIN GETA GERT BETUR Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.