Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 16
* Fyrstu merki um aldurstengda fjarsýni, eðaellifjarsýni eins og hún er stundum kölluð, eruþegar fólk byrjar að halda bókum, blöðum og farsím- um lengra frá sér en venjulega. Með tímanum nægir þetta ráð ekki og fá þá flestir sér lesgleraugu. T íminn fer ekki vel með líkamann en þeir sem eru það heppnir að ná fimmtugsaldri fara óhjákvæmilega að finna fyrir hrörnuninni sem aldrinum fylgir. Gráu hárin fara að skjóta upp kollinum, hrukkunum fjölgar og þyngd- araflið fer að toga vissa líkamsparta suður á bóginn. Annað sem fylgir er að sjónin breytist, og ekki til batnaðar. Fáir sleppa Aldursbundin fjarsýni nefnist sú fjarsýni sem flestir upplifa um eða eftir fertugt. Ekki skal rugla því saman við venjulega fjarsýni en í því tilfelli er augað of stutt. Enginn sleppur við ellifjarsýnina frekar en aðra hrörnun í líkamanum sem fylgir aldri og er algengasti aldur þegar fólk finnur fyrir þessari fjarsýni 43 ára. Augasteinninn harðnar með árunum Venjulegt auga er eins og borðtenniskúla og inni í því er augasteinninn í upphafi eins og hlaup. Hann á auðvelt með að breyta um lögun og getur orðið þykkari í miðjunni þegar hann þarf að fókusera á það sem er nálægt auganu. Það sem gerist í auganu með aldrinum er að augasteinninn harðnar og verður loks að alvöru steini. Þegar augað harðnar svona minnkar geta þess til að dragast saman. Þá þurfum við linsu fyrir framan augað sem er þykk í miðjunni, eins og lesgleraugu eða marg- skiptar linsur. Margir gallar við lesgleraugu Augasteininum má líkja við ljósmyndalinsu sem nær að aðlaga sig, eða fókusera en með aldrinum missir augasteinninn þessa getu. Þá minnkar geta augans til að fók- usera á það sem er nálægt og fólki gengur illa að lesa smátt letur og sjá vel á tölvu- skjái. Fyrstu merki um aldurstengda fjar- sýni, eða ellifjarsýni eins og hún er stund- um kölluð, eru þegar fólk byrjar að halda bókum, blöðum og farsímum lengra frá sér en venjulega. Með tímanum nægir þetta ráð ekki og fá þá flestir sér lesgleraugu. Gallarnir við lesgleraugun eru margir. Þar sem þú sérð ekki frá þér með þeim þarftu sífellt að vera að setja þau upp og taka þau niður og þekkja margir að vera stöð- ugt með gleraugun á hausnum. Auk þess eiga þau það til að týnast um allt hús. Hver kannast ekki við spurninguna, „hvar eru gleraugun mín?“ á heimili þeirra fjar- sýnu. Ef þú lendir í þeirri aðstöðu að vera á fundi og finnur ekki gleraugun ertu í vondum málum. Þeir sem eru nærsýnir fyr- ir hafa fengið sér tvískipt gleraugu en í dag fá sér flestir margskipt gleraugu. Þá nær fólk að sjá frá sér, á tölvuskjá og á bók. Hægt að fá linsur við ellifjarsýni En það eru til önnur ráð til að bregðast við þessum hvimleiða fylgikvilla hækkandi aldurs. Annars vegar er hægt að fá sér linsur og hins vegar fara í leysiaðgerð. Flestir eru ánægðir eftir aðgerð og sleppur fólk þá við allt umstang sem fylgir gler- augum og linsum. Margir virðast ekki vita af þeim möguleika að fá sér fjarsýnislinsur. Linsur fyrir nærsýna hafa lengi verið til en nú er einnig hægt að fá góðar fjarsýnis- linsur sem henta mörgum mjög vel. Hægt er að láta mæla augun hjá augnlækni eða í gleraugnabúðum og sérpanta linsur sem henta þér. Þær eru hannaðar þannig að þú sérð vel bæði það sem er nálægt og einnig það sem er í fjarlægð. Þetta eru svokall- aðar margskiptar snertilinsur. Umstangið sem fylgir linsum er mun minna en gleraugnavesenið. Setja þarf þær í að morgni og eru þær teknar úr að kvöldi. Smátíma tekur að venjast handtök- unum en þegar það er komið er mikill létt- ir að losna við gleraugun. ENGINN SLEPPUR VIÐ FJARSÝNI Hvar eru gleraugun mín? Getty Images/iStockphoto ALDURSBUNDIN FJARSÝNI HENDIR ALLA SEM ERU SVO HEPPNIR AÐ NÁ YFIR FERTUGT OG SLEPPA FÆSTIR. FLESTIR KAUPA SÉR LESGLER- AUGU SEM FÁST VÍÐA OG ERU SÍFELLT MEÐ ÞAU Á HAUSNUM. AÐRIR LEGGJAST UNDIR LEYSIGEISLANN OG LÁTA LAGA SJÓNINA. EN ÞAÐ SEM FÆRRI VITA ER AÐ EINNIG ER HÆGT AÐ FÁ LINSUR VIÐ ELLIFJARSÝNI OG HENTAR ÞAÐ MÖRGUM VEL. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Lesgleraugu verða nauðsynlegur fylgihlutur hjá fólki yfir fertugt en til eru önnur ráð. Linsur fyrir ellifjarsýni henta vel þeim sem kjósa ekki aðgerð en vilja losna við gleraugun. Getty Images/iStockphoto 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Heilsa og hreyfing Súpur eru tilvalin haust- og vetrarfæða. Matarmikil súpa er ómótstæðileg á köldu kvöldi. Ekki spillir fyrir að með því að sjóða grænmeti í súpu í stað þess að bjóða upp á það sem meðlæti haldast öll næringarefnin betur í matnum. Sama á við um kjötið; með því að sjóða kjöt í súpu fáum við soðið af því með í matinn í stað þess að það fari til spillis. Haldið í næringarefnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.