Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 20
Borgin Saint-Étienne er aðeins um 50 km vestan við stórborgina Lyon. Huggulegur staður í fögru um- hverfi. Íbúar eru um 200 þúsund. Mikil námavinnsla var á svæðinu fyrir margt löngu eftir að kol fund- ust í jörðu. Það er löngu liðin tíð en eitt margra merkilegra safna borgarinnar rifjar upp þá tíma og er sagt afar áhugavert. Hönnun af ýmsu tagi skipar stór- an sess í borginni og er hönn- unartvíæringur fastur liður þar á bæ. Menningarlíf er í blóma og í Sa- int-Etienne og næsta nágrenni eru hvorki fleiri né færri en 40 listahá- tíðir sem draga að þúsundir gesta árlega. Íþróttaáhugi er mikill. Einn þeirra sem lék með liði borgar- innar á sínum tíma var Michel Plat- ini, besti knattspyrnumaður Frakka á seinni hluta síðustu aldar. Saint-Etienne Ljósmynd/Cristophe Roy Kastali skammt utan við Saint-Etienne. Víða er fallegt í sveitunum í kring. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Ferðalög og flakk F rakkland er fjölsóttasta ferðamannaland heims og hefur verið um nokkurra ára skeið. Fyrir þremur ár- um komu alls 83 milljónir ferða- manna til landsins og vert að geta þess að þarna ræðir um fólk sem „dvelur“ í landinu; ekki eru taldir með íbúar annarra landa í álfunni sem aka eða sitja í lest í gegnum Frakkland á leið sinni. Til samanburðar má geta þess að sama ár komu 67 milljónir ferðamanna til Bandaríkjanna og 58 milljónir ferðuðust til Kína. En hvers vegna skyldi Frakk- land vera svona vinsælt meðal ferðamanna? Fyrir því er ugglaust margar ástæðar. Ein ástæða er gott veður: gríð- arlegur fjöldi fólks kemur til þess að njóta lífsins á ströndinni, að- allega suður við Miðharðarhaf, á Ríveríunni sem Fransmenn kalla Cote d’Azur. Íslendingar hafa fæst- ir uppgötvað það svæði ennþá, fara frekar til Spánar, Ítalíu og landa austar í álfunni. Ekki er gott að segja hvers vegna en aðallega er þó líklega um að kenna tungu- málaerfiðleikum. Frakkar voru ekki sérlega viljugir til þess að tala ensku á árum áður en það er reyndar mikið breytt og sú kynslóð þjóna og annarra sem sinna ferða- fólki dagsins í dag eru alla jafna prýðilega mæltir á enska tungu. Matur, vín og menning er einnig mikið aðdráttarafl enda óvíða meira og betra í boði en einmitt í Frakklandi. Þar er hvert vínrækt- arhéraðið öðru betra að finna, mjög góð skíðasvæði og fleira mætti tína til. Í stuttu máli: Í Frakklandi er fjölbreytnin í fyrirrúmi og óhætt að segja að þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. EM Í FÓTBOLTA Í FRAKKLANDI Hvergi fleiri ferðamenn ÚRSLITAKEPPNI EVRÓPUMÓTS KARLALANDSLIÐA Í FÓTBOLTA FER FRAM Í FRAKKLANDI NÆSTA SUMAR. KEPPT ER Í 10 BORGUM, FJÓRAR VORU KYNNTAR UM SÍÐUSTU HELGI EN HÉR SEGIR AF HINUM SEX, Í SUÐURHLUTA LANDSINS. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is LILLE LENS PARÍS SAINT-DENIS SAINT-ÉTIENNEBORDEAUX LYON TOULOUSE NICE MARSEILLE Borgin Toulouse við Garonne-ána í suðvesturhluta Frakklands er sú fjórða stærsta í Frakklandi. Íbúar innan borgarmarkanna eru tæplega hálf milljón en á stórborgarsvæðinu öllu býr liðlega milljón manna. Toulouse er helsta miðstöð flug- vélaiðnaðarins í Evrópu. Þar eru m.a. höfuðstöðvar flugvélafram- leiðandans Airbus, stærsti gervi- hnattaframleiðandi álfunnar er þar og aðalgeimferðamiðstöð Evrópu. Í Toulouse er mikils virtur há- skóli og einn sá elsti í Evrópu, stofnaður árið 1229. Nemendur þar eru ríflega 100.000. Ekki er vandamál að komast til og frá borginni; á milli Toulouse og Parísar fljúga fleiri farþegar en á milli flestra annarra borga Evrópu. Toulouse Ljósmynd/Manuel Huyn Gengið á tunglinu! Geimskemmtigarður er í flugborginni miklu, Toulouse. Bordeaux er hafnarborg við Atlantshafið. Þar búa um 250.000 manns en séu nærliggjandi byggðir taldar með eru íbúar um milljón. Í borginni er þekktur háskóli þar sem um 100.000 manns stunda nám, þar er einnig mikil starfsemi í tengslum við flug og geimvísindi en borgin og raunar svæðið allt er langþekktast fyrir vínframleiðslu. Bordeaux stendur fyllilega undir því að vera nefnd vínhöfuðborg heimsins þótt önnur svæði státi vissu- lega af frábærum vínum. Í Bordeaux er árlega haldin mikil hátíð, Vinexpo, og umsvif í kringum vínræktina skipta sköpum. Vín hefur verið framleitt á svæðinu síðan á áttundu öld og veltan í þeim bransa er stjarnfræðileg. Vín er ræktað á tæplega 120.000 hekturum lands og talið að árlega sé léttvínum tappað á um það bil 960 milljón flöskur. Mikið er framleitt af „venjulegum“ vín- um sem almenningur gæðir sér á daglega með matnum en frá Bordeaux svæðinu er líka margt af því sem þykir best í heiminum af rauðvíni og þar af leiðandi það dýr- asta. Hvítvín þaðan eru líka talin afbragð, mörg hver. Aðeins um fótbolta í lokin: landsliðskempan fyrrver- andi, Arnór Guðjohnsen, lék með liði Girondins de Bordeaux 1990 til 1992. Höfuðborg frægasta vínræktarhéraðsins Ljósmynd/Thomas Sanson. Sólríkt er að sumarlagi í Bordeaux og borgin falleg og snyrtileg eins og myndin úr miðbænum ber með sér. Býsna öruggt er að veðrið verður gott í Nice við Miðjarðarhafs- ströndina þegar EM fer fram næsta sumar og upplagt að skella sér á ströndina á milli leikja. Hitinn var hátt í 30 stig hvern einasta dag í júní í sumar og regn- dropar sýna sig ógjarnan á svæð- inu, nema hressilega einstaka kvöld til að hreinsa loftið! Borgin er kunn fyrir mikla strandlengju þar sem heimamenn og gestir hafa það notalegt alla daga. Í nágrenninu eru margir litlar bæir sem gaman er að skoða, bæði meðfram ströndinni og uppi í hlíð- unum og alla jafna hagstæðara að gista þar en í borginni. Þá er stutt til Cannes og Mónakó. Gott er að fljúga til Nice að því leyti að ferðalangurinn getur verið kominn á gististaðinn fljótlega eftir lendingu. Flugvöllurinn er nefnilega á uppfyllingu steinsnar frá mið- borginni og engum hefur nokkurn tíma flogið í hug að færa hann … Huggulegt við Miðjarðarhafið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýlegt almenningssvæði í miðborg Nice. Þarna var áður rútubílamiðstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.