Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 25
Steyptur arinn er í miðju hússins. Við hann eru stórir þakgluggar sem skapa ómót- stæðilega birtu. „Högna hringdi í mig á sínum tíma og spurði hvernig mér litist á að hafa bara loftglugga í eldhúsinu, því konur vilja nú oft hafa glugga í eldhúsinu til að sjá út. Ég sagðist nú vera alveg til í það og frá þess- um loftglugga er alveg yndisleg birta. Það er svo gott að vinna í eldhúsinu að það get- ur varla betra verið og mikil birta frá loft- gluggunum.“ Ragnheiður segir heimilið ávallt hafa ver- ið afskaplega fjölskylduvænt. „Krökkum finnst svo gaman hérna. Þeim finnst svo skemmtilegt að hlaupa upp og niður tröpp- urnar og niður hallabrautina,“ útskýrir Ragnheiður. „Högna sagði: ég ætla að byggja hreiður handa ykkur, þegar hún var að byrja og það finnst mér hún sannarlega hafa gert því þegar fjölskyldan hittist er segin saga að litlu börnin sækja alltaf í eitt hornið, táningarnir fara alltaf upp í litla hornið en fullorðna fólkið er alltaf hérna við arininn. Þetta gerist bara án þess að við höfum verið að skipta okkur af því,“ segir Ragnheiður brosandi. Myndlist á púðum Vinnuaðstaða Ragnheiðar er í skúrnum þar sem sjö manna fjölskyldan bjó á árum áður. „Fyrstu 30 árin var ég með grafík- aðstöðu og ýmislegt hér sem tilheyrði grafíkinni eins og pressuna sem ég keypti frá Bretlandi. Ég hef þrykkt hverja einustu mynd sjálf svo verkin eru öll mín handa- verk,“ segir Ragnheiður en árið 1989 ákvað hún að fara í stærri verk enda farin að finna fyrir því hversu óheilsusamlegt það var að vinna í grafíkinni með öll þessi sterku eiturefni. Það var þá sem hún hóf að vinna að mun stærri verkum, það er að segja kolateikningum. „Eftir að ég meiddist á öxl var mér til- kynnt að ég þyrfti að gæta mín og mætti ekki vera að teygja mig svona mikið og reyna á handlegginn. Þá fékk ég þá hug- mynd að nýta gömlu myndirnar mínar, því af nógu er að taka,“ útskýrir Ragnheiður sem hafið hefur framleiðslu á púðum með myndum sem spanna myndlistarferil henn- ar, allt frá fyrstu sýningunni og svo fjölda verka sem hún hefur unnið í gegnum tíðina. Arkitektúrinn er einstakur. Hér gefur að líta samliggjandi eldhúsið og borðstofu. Herbergi drengjanna er hægt að opna alveg. Stórir gluggar gefa heimilinu ómótstæðilega birtu. Horft inn í stofu. Myndarlegi arinninn er í miðju rýmisins en þaðan er líka útgengt í stóran garð. Í tilefni af kvennafrídeginum hefur Ragnheiður end- urprentað eitt af sínum frægustu verkum í bleikum ramma. „Rauðsokkurnar voru með þætti í útvarpinu og ég var að vinna hér á vinnustofunni og náttúrlega að passa börnin og ég var afskaplega ánægð með mitt hlutskipti. Ég var komin inn á mitt framtíð- arheimili og meira að segja komin með vinnustofu. Svo voru þær að tala um að konur ættu endilega að mennta sig betur og þyrftu að láta til sín taka á vinnumarkaðinum en það sem mér fannst skrýtið var að mér fannst þær tala svo niður til heimavinn- andi húsmæðra og mér þótti það svolítið særandi. En ég fór á Lækjartorg þennan dag, og þessi uppá- koma hafði alveg óskaplega sterk áhrif á mig. Það sem á eftir kom er náttúrlega ótrúlegt. Konur hafa svo sannarlega látið til sín taka síðan þá,“ segir hún og bætir við; „Rauðsokkurnar voru konurnar sem þorðu.“ 24. október ’75 SEATTLE Borðstofustóll. Svartur, grár og hvítur með krómlöppum. 6.990 kr. 8.990 kr. PARIS Borðstofustóll. Svartur, grár, hvítur, rauður og orange með sterkbyggðum viðarlöppum. 9.990 kr. 14.990 kr. STÓLAR EIFFEL Borðstofustóll. Svartur, grár og hvítur með svörtum löppum. Með krómlöppum. 8.990 kr. 11.990 kr. 9.990 kr. 13.990 kr. 25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.