Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Matur og drykkir E ftir að hafa slasast illa á vélsleða fyrir tveimur árum hefur Hallgrímur Sigurðarson ekki getað staðið í eld- húsinu og matreitt ofan í gesti 1862 Nordic Bistro í Hofi. Á þó enn hlut í staðnum en síðasta vetur, þeg- ar hann vantaði verkefni, ákvað Hallgrímur að láta gamlan draum rætast og hefur opnað tvo nýja veitingastaði við Ráð- hústorgið á Akureyri. Sá þriðji verður að veruleika innan tíð- ar. „Þótt ég geti ekki staðið í eldhúsinu er ég fínn við tölv- una,“ segir framkvæmdastjóri staðanna þriggja glaðbeittur. Hallgrímur stofnaði fyrirtæki um reksturinn og inn í það rann veitingastaðurinn Kung Fu við torgið. Hann var færður um set og heitir nú Kung Fu Express, þar sem sushi-réttir eru í boði, einkum og sér í lagi til að grípa með sér þó einnig sé hægt að tylla sér niður og borða á staðnum. T-bone steik- hús var opnað þar sem Kung Fu var áður í Brekkugötu 3, djásnið í krúnu þeirra Hallgríms. Þriðji staðurinn verður Kráin R5 microbar, við Ráðhústorg 5. „Ég hef lengi gengið það með í maganum að opna alvöru steikhús; þar sem steikurnar eru aðalatriði en ekki bara í boði með einhverju öðru. Hér er steikin númer eitt, tvö og þrjú. Við erum með grís, kúkling, lamb, hrefnu, lax og hum- ar en nautið er vissulega í aðalhlutverki. Við keyptum okkur kolaofn og ég segi stundum að á honum sé bara einn takki: kokkurinn! Þar er allt grillað á viðarkolum og við notum bara kjöt sem hefur þegar meyrnað mjög vel.“ Staðurinn tekur um 50 manns í sæti og segir Hallgrímur það lúxusvandamál hve mikið hefur verið að gera. „Við völdum rólega daga til að opna staðina,“ segir hann og hlær. „Kung Fu Express 17. júní þegar voru sex þúsund manns hér fyrir utan gluggann og steikhúsið um verslunar- mannahelgina þegar voru líklega 16 þúsund á torginu.“ Mikill fjöldi veitingastaða hefur sprottið upp á Akureyri á síðustu árum. „Ég held að fá 20 þúsund manna samfélög í heiminum geti státað af jafn frábærri flóru veitingastaða og Akureyri. Ég hef flakkað um allan heim og í bæjum af þess- ari stærð er oft bókasafn og bensínsjoppa en þá er það jafn- vel upptalið í aðalgötunni!“ En er þá markaður fyrir alla þessa staði nyrðra? „Nei, varla,“ segir Hallgrímur hreinskilinn. „Eitthvað verð- ur örugglega undan að láta yfir mögrustu mánuðina þegar lítið sem ekkert er að gera í bænum. Það er erfitt að halda skipinu á floti þegar staðirnir eru fullir af starfsfólki en nán- ast engir gestir. Þeir túristar sem eru á ferðinni á rólegasta tímanum vilja þrátt fyrir allt fá fulla þjónustu og þar stang- ast á hagsmunir gesta og eigenda.“ Gesturinn verði hins veg- ar alltaf að njóta vafans, segir hann. Hallgrímur segist ekki vera í samkeppni við sjálfan sig á torginu, staðirnar þrír séu það ólíkir. „Fyrir mér er þetta al- veg svart og hvítt; annaðhvort fær maður sér sushi eða góða steik. Þar verða því ekki árekstrar, að minnsta kosti ekki á kvöldin. Og ef maður ætlar sér út í þetta brjálæði er eins gott að gera það á þessum stað. Hér í kring er fullt af hót- elum og gistiheimilum, mikil fjölgun ferðamanna kallar á auka þjónustu í mat og drykk og ef maður ætlar að vera í þessum bisness er best að vera þar sem fólkið er.“ Hann hefur unnið mikið sjálfur við að innrétta staðina ásamt fjölskyldu og vinum. „Mér mun þykja vænt um marg- ar spýturnar, sérstaklega barborðið á R5. Það var ekkert grín að saga þann bút,“ segir Hallgrímur, en timbrið þar inni er allt rekaviður frá Birni bónda á Valþjófsstöðum á Mel- rakkasléttu. Upphaflega hugmyndin með R5 microbar var að þar yrðu til 100 bjórtegundir og „af því ég hef lengi haft gaman af því að dreypa á viskíi, 100 viskítegundir og 100 tegundir af léttvíni. Semsagt, 300 titlar. Það er enn bara draumur en þó takmark! Rosalega dýrt en sjálfsagt ekki vit- lausari hugmynd en hver önnur …,“ segir Hallgrímur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ÓTRÚLEG FLÓRA VEITINGASTAÐA Í 20 ÞÚSUND MANNA BÆ Ræður ríkjum við Ráðhústorgið HALLGRÍMUR SIGURÐARSON, MATREIÐSLUMEISTARI Á AKUREYRI, KVEÐST EFAST UM AÐ Í NOKKRU ÖÐRU 20 ÞÚSUND MANNA SAMFÉLAGI Í VERÖLDINNI SÉ ÖNNUR EINS FLÓRA VEITINGASTAÐA OG ÞAR Í BÆ. HANN LEGGUR SIG FRAM Í ÞEIM EFNUM; Á NÚ ÞRJÁ VEITINGASTAÐI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Lax, lax og aftur lax Hallgrímur gefur hér góð ráð varðandi réttinn á mynd- inni af Kung Fu Express: „Hvernig sjóðum við sushigrjón? Veljið stutt og feit sushigrjón í næstu búð. Skolið grjónin mjög vel þar til öll sterkja er runnin af þeim, getur tekið a.m.k. 5 mínútur, og leggið í pott. Látið vatn fljóta u.þ.b. þumlung yfir, fáið upp suðu og lækkið síðan í minnsta hita í u.þ.b. 5 mín- útur. Hellið soðnum grjónunum í plast eða viðarfat og notið aðeins trésleif við að marinera grjónin með 1 hluta sushiediki, ½ hluta sykri og ¼ hluta salti, öllu blandað saman áður en hellt er yfir grjónin og þau látin ná stofuhita. Setjið grjónin ekki í kæli. Makirúllur eru með noriblaðið utan um, nigiri eru grjónakoddar og úthverfar rúllur eru oft kallaðar calif- orniarúllur. Hér lékum við okkur að þessum þremur tegundum með laxi. Gaman getur verið að leika sér ör- lítið með chili í stað wasabi til að fá „hitann“. Ein leið til að leika sér með sósu er að blanda vandaðri chilisósu í japanskt majónes. Um að gera að gera nokkur „mistök“ í rúllunum til að geta prófað aftur og aftur!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.