Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 34
H vað heillar þig við tísku? Bara allt. Nýtt, gamalt, sagan, litir, snið, form og mynstur. Mér finnst svo gaman að sjá vel klætt fólk, hvort sem það eru konur, menn eða börn. Vel klædd börn eru svona kon- fekt fyrir augun. Svo er gaman að sjá mismunandi stíla hjá fólki og hvaða töffarar eru óhræddir við að vera aðeins öðruvísi og taka svona fyrstu bylgjuna. Svo eru allir komnir í það sama sex mánuðum seinna. Þá finnur þetta fólk sér eitthvað nýtt til að vera í. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Strákalegur … Einfaldur og þægi- legur. Ég elska yfirhafnir og fæ ekki nóg af leðurbuxum og einföldum bolum. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Chloé-skóna sem ég keypti mér í sumar. Bilast yfir þeim! Þeir eru bara svo ótrú- lega fallegir og passa við allt. Gaman að blanda saman ein- hverju aðeins fínna við svo eitthvað afslappaðra. Áttu þér tískufyrirmynd? Æ, enga sérstaka. Mér finnst alltaf gaman að sjá flott klæddar og tignarlegar konur, oftast bara vinkonur mínar frekar en eitthvert „celeb“ úti í heimi. Hvaða vetrartrend ætlar þú að tileinka þér? Ahh … Stórar peysur, djúsí trefla og ullarkápur. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Ég skal hætta að ganga í svörtu þegar þeir framleiða dekkri lit. Ég elska svart- an enda klassískur litur sem passar við allt. Áttu þér einhvern uppáhalds- fatahönnuð? Alexander Wang er í smá uppáhaldi en svo bara þessi og hinn sem gerir eitthvað fallegt hverju sinni. Nike, Adidas, Zara o.fl. verður oftast fyrir val- inu. Hvar kaupir þú helst föt? Zara er búin að vera eitthvað ótrúlega falleg upp á síðkastið. Og ekki skemmir hvað allt er á góðu verði þar! Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Eyeliner, Mademoiselle-ilmurinn frá Chanel, beautyblender, meik frá mac og kinnalitur, Dior-maskari og moroccan-olía í hárið. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Úff … Bestu eru örugglega svört síð bein kápa úr Zöru sem ég keypti fyrir tveimur árum, nota við allt og fæ bara ekki nóg af og Nike tech-flísfötin mín … Alltof kósí! Banana Republic- úlpan mín með loðkraga verður svo alltaf uppáhalds svona þegar maður þarf að fara að skafa á morgnana. VEL KLÆDD BÖRN ERU KONFEKT FYRIR AUGUN Morgunblaðið/Eggert Gaman að blanda fínu við hversdagslegt BRYNJA DAN GUNNARSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI HJÁ S4S HEFUR MIKINN ÁHUGA Á TÍSKU. BRYNJA HEFUR VAKIÐ EFTIRTEKT AÐ UNDANFÖRNU FYRIR ÓAÐFINNANLEGAN OG FALLEGAN FATASTÍL EN HÚN SEGIR FATASTÍLINN EINKENNAST AÐ HLUTA TIL AF KLASSÍSKUM FLÍKUM OG ÞÆGINDUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Stórar peysur og kósí treflar eru á óskalist- anum fyrir veturinn. Brynja segist ekki fá nóg af leðurbuxum. Þessar fínu leðurbuxur eru frá Isabel Marant. Hönnun Alex- anders Wang er í uppáhaldi. Coco Mademoiselle er dásamlegur ilmur. Maskari frá Dior er nauðsynlegur í snyrti- töskuna. Brynja Dan elskar að klæðast svörtu enda segir hún hann klassískan lit sem passar við allt. Tíska *Frægasta tískutímartit heims, Vogue, gaf í vikunni út litabókmeð línuteikningum eftir frægum tískuljósmyndum sem hafabirst í blaðinu en höfundur og teiknari bókarinnar er IainR.Webb. Gríðarleg áhersla er lögð á smáatriði í fatnaði semer meðal annars frá Christian Dior, Balenciaga, Givenchy ogChanel. Undanfarið hafa litabækur fyrir fullorðna verið ákaf-lega vinsælar en að lita í litabækur er meðal annars talið hafa róandi áhrif og þá ætti ekki að vera verra að njóta þess að lita fallegan fatnað. Litabók frá Vogue fyrir tískuunnendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.