Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 35
25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Þ að er sko aldeilis ekki á hverjum degi sem smáhesturinn hnýtur um eitthvað sem hann verður að eignast. Eftir mikla sparnaðar- tíð þar sem ekkert hefur verið keypt í fataskápinn nema flíkin sanni að hún geri raunverulega eitthvað fyrir smáhestinn (láti hann virka hærri og grennri og allt það) virðist fjandinn vera við það að verða laus. Þetta er allt sænska móðurskipinu H&M að kenna. Árlega fá þeir hönnuði til liðs við sig til að hanna sérstaka línu sem kemur í takmörkuðu upplagi. Í svo takmörkuðu upplagi kemur dýrðin að um leið og dyrnar á H&M opnast þennan tiltekna dag verður allt kreisí. Spariguggurnar, sem flestar hafa beðið í röð í marga klukkutíma, missa það í orðsins fyllstu. Í ár er það franska tískuhúsið Balmain sem hannar þessar línu fyrir H&M. Við fyrstu sýn virtist þetta ekki vera neitt sérstaklega spennandi en annað átti eftir að koma á daginn. Smáhesturinn var í sakleysi sínu við dagleg störf, að keyra upp lest- urinn á mbl.is, þegar hann rakst á Balmain H&M-línuna í heild sinni. Hjartað tók nokkur aukaslög og þegar hann skrollaði í gegnum hverja myndina á fætur annarri fann hann hvernig blóðið fór að streyma hraðar um æðarnar. Það sem heill- aði mest við línuna fyrir utan klofstígvélin, pallíetturnar, glansefnin og gullhnappana var hvað mikil áhersla er lögð á mittislínuna. Í tísku dagsins í dag þar sem allt er vítt og sítt var þetta kærkomin tilbreyting. Næst reif hann dagatalið upp af skrifborð- inu með miklum tilþrifum, skoðaði dag- skrána á dagatalinu og líka í Calendernum í símanum, og velti því fyrir sér hvort það væri einhver smuga að stinga af í einn sólarhring eða svo. Línan kemur í H&M 6. nóvember og þenn- an dag er dagskrá smáhestsins þéttbókuð – svo þéttbókuð að hann gæti ekki einu sinni notað skítatrix á borð við „því miður er ég tvíbókaður á fund“ eins og feðraveldið notar svo gjarnan og heldur ekki sett jakkann sinn á stólbakið í vinnunni eins og einu sinni tíðk- aðist hjá ríkisstarfsmönnum. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir fór smáhesturinn að velta fyrir sér hvar í heim- inum væri líklegast að spariguggur hefðu ekki smekk fyrir Balmain. Það er nefni- lega alltaf séns að komast í svona hönnunargóss í borgum þar sem snobbað er fyrir einhverju öðru. Smáhesturinn þekkir það. Hann komst yfir Versace H&M-góss í Berlín mánuði eftir að línan kom í verslanir 2011. En það er bara vegna þess að í Berlín eru hipsterarnir ekki með gullkeðjur eða í rauðum buxum með gull- rennilás og pálmatrjám. Ljósið í myrkrinu er að þær séu allar orðn- ar mittislausar þarna í Stokkhólmi en þangað á smáhesturinn erindi á næstunni. Eða þá að vönduðu Stokkhólms- beibin hafi bara ekkert að gera við gullhnappa, pallíettur og buxur með 100% glans. Þótt smáhesturinn hafi fengið hland fyrir hjartað yfir þessari línu áttar hann sig líka á því að það er auðvelt að líta út eins og „listdansari“ í þessum fötum (en auðvitað er það smekksatriði). martamaria@mbl.is Þessar víðu glansbuxur eru truflaðar. Hér eru Kendall Jenner og Gigi Hadid. Hland fyrir hjartað Kendall Jenner og Oli- vier Rousteing í teiti. Hún klæðist fötunum úr Balmain H&M línunni. Rosie Hunt- ington-Whiteley í Balmain. Ofuráhersla er lögð á mittislínuna eins og sést hér. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdómslögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttarlögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt Jólablað fimmtudaginn 19. nóvember PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 12 mánudaginn 16. nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fjallað verður uppáhalds jólauppskriftirnar að veislumatnum, grænmetisrétti, jólasiði og jólamat í útlöndum, gjafapakkningar, viðburði í kringum jólahátíðina, jólabækur, jólatónlist og margt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.