Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 39
Ísland. Svo eru þeir, sem fylgjast grannt með þróun á sínu sviði, hvar sem hún er eftirtektarverðust, frá sínu borði. Þess háttar fólk fækkar þeim annmörkum sem kunna að fylgja fámenni. En kostir þess eru einnig miklir og þeir nýtast sífellt betur. Komst í fréttir Ísland fékk vissulega fleiri fréttatíma en vant er þegar að fólk sýndi vonbrigði sín og örvæntingu við mótmæli á Austurvelli eftir að bankarnir féllu. En því miður tókst hlutfallslega fáum en vel skipulögðum hópum að breyta mótmælunum í óeirðir, með eggja- og grjót- kasti (og er þá ekki allt nefnt) og beinni tilraun til að leggja undir sig löggjafarsamkunduna og fleiri stofn- anir. Lýðveldið unga hékk á bláþræði. Fámennt lög- regluliðið hélt höfði. Samfylkingin missti hjartað ofan í buxurnar, hljóp út úr ríkisstjórninni og hefur látið síðan eins og þar hafi hún aldrei verið. Og auðvitað vill hún að það gleymist líka, hvaða stjórnmálaflokkur á þeirri tíð var mesta undirlægja „útrásarvíkinga“ eða klappstýra, eftir því sem við átti. Ríkisstjórnin sem komst til valda í þessu andrúms- lofti þóttist ætla að „moka skítinn“ eftir fyrri ríkis- stjórn sem Samfylkingin vissi ekki til að hún hefði set- ið í þegar þarna var komið. Staðreyndin er sú að allar meginákvarðanir um endurreisn efnahagslífsins höfðu þá verið teknar. Endurreisnin hefði verið fljótvirkari, markvissari og miklu ódýrari ef stjórn Jóhönnu og Steingríms hefði ekki skolað í valdastóla. Ekkert samhengi Enda sést að stærstu mál „skítmokstursmanna“ voru ekki í neinum tengslum við efnahagslega áfallið. Þeir ákváðu að keyra þjóðina í losti inn í ESB. En það voru einmitt gallaðar fjármálaeftirlitsreglur frá ESB sem ýttu undir heimskreppuna, þótt undirmálslán í Banda- ríkjunum legðu grunninn. Fram til kjördags ítrekuðu Vinstri grænir heilaga andstöðu sína við inngöngu í ESB. Nú er vitað að þá hafði vikum saman legið fyrir handsalað samkomulag um þau svik. Ákveðið var að draga Geir H. Haarde einan fyrir Landsdóm, fyrir „glæpi“ á borð við þann að geta ekki framvísað fundargerð sem sýndi að bankamálin hefðu verið rædd í ríkisstjórn. Næst kom dilla allrar dillu um að breyta þyrfti sjálfri stjórnarskrá íslenska lýðveld- isins. Ekki var hægt að benda á neitt sem kallaði á það! Keyrt var af stað í stýrislausu fari með ónýtar bremsur. Flogið var út af í fyrstu beygju. Samt var haldið áfram. Engu var líkara en forsendan fyrir því að klára mætti nýja stjórnarskrá væri sú að stofna sirkus og fela honum verkefnið. Og auðvitað var ekki hægt að hafa færri trúða í sirkusnum en tíðkast í slíkum stofn- unum. Þetta endaði allt með ósköpum. Stjórn beið afhroð Skömmu síðar hentu kjósendur ríkisstjórninni út með sveiflu svo sá undir sólana. En þá bar svo við að ný rík- isstjórn beit í sig að ekki mætti sjást að stjórnarskipti hefðu orðið. Ríkisstjórnin er meira að segja enn að bjástra við að breyta stjórnarskránni, þótt enginn hafi beðið hana um það nema kannski „aðalsamninga- maðurinn“ sem var settur yfir Utanríkisráðuneytið. Allt annað er á sömu bók lært. Og samt eru þeir til sem skilja ekki hvers vegna ríkisstjórnin nær ekki flugi. Kjósendur héldu að þeir hefðu hent út ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms og skilja ekki hvers vegna þess sjái ekki stað. Nú er sagt að of seint sé orðið að búa til einhver skil við fyrri stjórn. Það má vel vera. En er þá ekki viðbúið að kjósendur geri aðra tilraun, vorið 2017, til að binda enda á ömurlegan stjórnarferil, fyrst jafnvel skýrustu skilaboð sem send hafa verið í íslenskum kosningum fram til þessa fóru svo gersamlega fram hjá þeim sem tóku við. Við með sama og er í fréttum En aftur að því sem fyrr var nefnt, minnimáttar- kenndinni yfir því að Íslendingar séu ekki oft í erlendum fréttum. Minnipokamenn geta nú huggað sig með því, að ein- mitt nú eru óvænt sömu fréttir á ferð hér og í Banda- ríkjunum. Hillary Clinton situr daginn langan í yfirheyrslum fyrir bandarískri rannsóknarnefnd vegna morðárásar sem gerð var á sendiherra landsins í Líbíu. Nefndin hnaut fljótlega um það, að Hillary ráðherra hefði ekki aðeins haft sitt persónulega tölvunetfang heldur hefði hún algjörlega sniðgengið ráðuneytið og rekið sjálft tölvukerfið heima hjá þeim hjónum. Tilhögunin er ein- stök og gengur þvert á skráðar reglur og fyrirmæli Hvíta hússins undir stjórn Obama. Þegar upp komst ákvað frú Clinton að senda ráðu- neytinu þær þúsundir tölvupósta sem tilheyrðu því að hennar eigin mati, en ekki þá pósta sem hún ákvað að væru einkapóstar. Þetta hljómar ekki endilega mjög illa. En málið varð erfiðara þegar á daginn kom að Hillary hafði ekki aðeins haldið eftir sínum einka- póstum. Hún hafði gefið tölvusérfræðingum fyrirmæli um að eyða þessum tölvupóstum þannig að þeir fynd- ust ekki. Enginn annar, t.d. óháður sérfræðingur frá ráðuneytinu eða leyniþjónustu, getur því yfirfarið mat Hillary á því hvað var prívat og hvað ekki. Hillary hafði sem bráðungur lögfræðingur aðstoðað rannsóknarnefnd þingsins í Watergate-máli Nixons forseta. Hún og aðrir telja sig vita að hefði Nixon eytt segulbandsspólunum frægu hefði hann getað setið sem fastast. Segulböndum var auðvelt að eyða. Tölvu- póstar eru flóknari. Nú er staðan sú að FBI, bandaríska alríkislög- reglan, er sögð með 25 manna sveit í því að rannsaka mál Hillary Clinton. Orðrómur er um að FBI hafi þeg- ar náð til pósta sem sérfræðingar Hillary töldu sig hafa eytt. Það er mjög óþægilegt fyrir forseta- frambjóðandann. Fréttaskýrendur, hallir undir repúblikana, trúa því þó margir illa að FBI muni skila óþægilegri skýrslu um Clinton. Þeir vísa til framgöngu lögreglunnar og Dómsmálaráðuneytisins varðandi meinta misnotkun á Ríkisskatti Bandaríkjanna gagnvart Repúblikana- flokknum í aðdraganda kosninga. Þar á bæ hefur tölvupóstum embættismanna verið eytt í stórum stíl. (Þeir eru allir sagðir hafa horfið vegna margvíslegra bilana í tölvukerfum.) Aðrir segja að Holder dóms- málaráðherra og Obama hafi verið samlokur og eftir mannaskipti í ráðuneytinu sé ekki víst að það verði misnotað pólitískt með sama hætti og áður. Við líka Og á meðan þetta gerist í hinum stóra heimi eru fréttir um það að Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafi ósk- að eftir því að tölvupóstar embættismanna, þar með talið ráðneytisstjóra, m.a. frá viðkvæmu árunum 2007- 2009 yrði eytt og við því hafi verið orðið. Afritum póst- anna hafi sömuleiðis verið eytt. Hvers vegna? Varla vegna plássleysis. Vissi Rannsóknarnefnd Alþingis þetta? Eða rann- sóknarnefnd Alþingis, sem rannsakaði skýrslu Rann- sóknarefndar Alþingis og komst samhljóða að þeirri niðurstöðu að þingannanefndin, þ.e. hún sjálf, hefði unnið mikið og ótrúlega gott starf. Það hefur enginn annar sagt. Þegar að störfum seðlabankastjóra hafði verið létt af bréfritara birtist skömmu síðar kurteis ungur mað- ur við útidyr og bað um samþykki fyrir því að Rann- sóknarnefnd Alþingis mætti gera tölvu hans í Seðla- bankanum upptæka. Það samþykki var auðfengið. Og það var ekki bara vegna þess að sá sem í hlut átti hafði aldrei á ævi sinni sent tölvupóst þegar þarna var kom- ið. Það kom svo í hlut starfsmanna í Hádegismóum að sýna hvernig það væri gert. En vonandi hefur Rann- sóknarnefnd Alþingis getað notað tiltölulega nýja og algjörlega ónotaða tölvu. Loks tæknivæddur Eftir 6 ára tölvunotkun í Hádegismóum skal upplýst, í þágu gagnsæis í fjölmiðlum, að í undirbúningi er að kenna bréfritara með vorinu hvernig SMS eru send. Nemandinn tilvonandi hafði sagt helstu trúnaðar- mönnum sínum á blaðinu frá þessum áfanga í tölvu- pósti, en þá tókst ekki betur til en svo, að sagt var, að frá og með vorinu myndi ritstjórinn geta sent og tekið á móti GSM. Gæti ekki verið æskilegt, til að líta skár út í sögunni, að biðja einhvern um að eyða þessum tölvupósti? En hvern? Forðum tíð þótti nauðsynlegt að fá eingöngu strang- heiðarlega menn til að kveikja fyrir sig í húsi. Varla þarf síðri menn til að eyða fyrir sig tölvupósti. Morgunblaðið/Eggert 25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.