Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 41
send til Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur inn- kirtlasérfræðings sem sá að þetta var ekki eðlilegt og hafði fljótt samband við Björn Loga sem greindi þetta á örstuttum tíma. Það breytti lífi mínu. Oft er búið til lækna- teymi hjá fólki en ég fór frá einum til annars og þeir misstu vonina eða áhugann á að geta greint mig. Þetta var svolítið mikið sem ég gekk í gegnum fyrir ekkert,“ segir Hildur en varð í kjölfarið félagsfælin og kvíðin. Hún segist fá innilokunarkennd, svitna og fá öran hjartslátt ef hún er innan um marga og verði að komast út og það hefur haft þau áhrif að hún hefur forðast að mæta á viðburði þar sem fólk kemur saman. Hún telur að veik- indin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu sína. „Ég er búin að missa svo mikið úr líf- inu. Ég mætti oft ekki í skólann en tók stundum fjarnám. Ég er í raun komin langt með að klára stúdentsprófið miðað við hvað ég hef misst mikið úr. En það hefur verið mjög erfitt,“ segir hún. Meðferðin hjálpar mikið Ég spyr hvenær hafi liðið yfir hana síðast. „Það var bara í síðustu viku, en það gerist miklu sjaldnar en það gerði,“ segir hún og segist hafa haft mjög gott af dvölinni á Reykjalundi þar sem hún var í endurhæf- ingu en fólki með starfræn einkenni batnar oft við að vita hvað er að segir hún. Þar áð- ur hafði hún sótt tíma hjá sálfræðingum. „Ég fattaði ekki fyrst að það voru veikindin sem gerðu mig svona leiða en svo fór ég á kvíðameðferðarstöðina í fyrra og viðurkenndi að það væru veikindin. Þá leið mér strax miklu betur. En núna er komið smá bakslag og ég er hjá sálfræðingi á Reykjalundi og svo er ég á félagsfælninámskeiði og það hjálpar rosalega mikið. Svo fæ ég líka lyf við kvíðanum,“ segir Hildur. Hún segist þrátt fyrir allt eiga nokkrar góðar vinkonur og kærasta og eru þau farin að skilja betur veikindin eftir að greiningin kom. Sjálf með fordóma Hildur segir að yfirliðsköstum fari fækkandi og þakkar það auknum skilningi á sjúkdómn- um og meðferðinni. „Það er númer eitt að sætta sig við sjúkdóminn og skilja hann, eins og kannski með öll veikindi. Til dæmis þung- lyndið og kvíðann. Maður verður að skilja sjúkdóminn sjálfan. Ég var á tímabili með svo mikla fordóma fyrir þessu að ég var far- in að ímynda mér að ég væri að ímynda mér að ég væri veik, kannski væri ég bara að gera mér þetta upp. Það sögðu margir við mig: Hættu þessu. Ef ég væri að feika það myndi líkaminn ósjálfrátt láta mig bera hendurnar fyrir mig þegar ég væri að detta,“ segir hún alvarleg. Hún segist þurfa að halda áfram að vinna í þessu jafnt og þétt og passa vel upp á sig, halda allri rútínu, lifa heilsusamlegu lífi, sofa nóg og hreyfa sig. Tvær kynferðislegar árásir Fleiri áföll hafa dunið yfir Hildi en henni hefur tvisvar sinnum verið nauðgað. Í fyrra skiptið á útihátíð þegar hún var fimmtán ára en þá þekkti hún gerandann. Hún lagði fram kæru sem var látin falla niður því það stóð orð á móti orði. Í seinna skiptið var hún sautján ára í Spánarferð með vinkonum sín- um og var sú árás ekki kærð. Hún segist vera búin að vinna sig frá þessu og hún skammist sín ekki lengur fyrir það. Lyfin gerðu ekki gott Læknar settu Hildi á lyf við þunglyndinu og kvíðanum. „Ég fæ alveg daga sem það hang- ir bara svart ský yfir mér og ég hugsa nei- kvæðar hugsanir. En ég er kannski með meiri kvíða, ég þarf að manna mig upp í að fara út í búð eða í skólann og þarf að hafa dálítið fyrir því. Ég mælist samt jafnhátt með þunglyndið og kvíðann,“ segir hún. „Ég fékk eitt sinn lyf hjá læknunum, beta- blokker. Ég hafði alltaf verið í djassballett og þegar ég var á þessu lyfi gat ég ekki labbað upp stiga án þess að stoppa. Og á al- veg rosalega stuttum tíma þyngdist ég um 25 kíló. Og þá leið mér ekki heldur vel með það, skiljanlega,“ segir hún en enginn vill þyngjast svona, síst ef þunglyndi er til stað- ar fyrir. Opin umræða hjálpar Hún horfir nú bjartari augum til framtíðar og hyggst klára stúdentspróf sem fyrst og fara svo jafnvel í þroskaþjálfun. „Ég sé allt í allt öðru ljósi núna, þótt ég sé með allar þessar greiningar,“ segir hún. Það hjálpaði líka þegar herferðin undir myllumerkinu égerekkitabú birtist á netinu. Hildur hefur sjálf skráð sig þar. „Þá komu svo margir fram og það hjálpaði mér svakalega mikið. Þá sá ég hvað það voru margir með einhver andleg vandamál. Ég held að flestum líði þannig þegar þeir verða þunglyndir að þeir séu bara einir í þessu. Þarna sér maður hvað það eru brjálæðislega margir með eitthvað. Svo eru bara allir að segja sínar reynslusög- ur og það hjálpar rosalega mikið,“ segir Hildur og finnst umræðan um þessi mál mikið vera að opnast hjá ungu fólki. „Um leið og maður getur sagt að maður hafi lent í nauðgun eða í andlegum veikindum batnar manni mest. Þá fyrst var mér alveg sama þótt ég væri með þetta allt, og að vera með starfrænu einkennin. Núna loksins skamm- ast ég mín ekki fyrir að vera með þau. Það er rosalega stórt skref að skammast sín ekki fyrir neitt sem maður lendir í. Núna er ég sátt við þetta allt.“ Hildur hefur gengið á milli lækna í fimm ár vegna óútskýranlegra yfirliðskasta. Hún var nýlega greind með starfræn einkenni, þunglyndi og kvíða en tekst nú á við lífið með bros á vör. Morgunblaðið/Ásdís 25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Í grein Læknablaðsins sem birtist árið 2009 er útskýrt hvað þýðir að vera með starfræn einkenni en talað er um að vera með starfræn einkenni þegar ekki finnst vefræn skýring á einkennum, þ.e.a.s. ekki finnst neitt að manneskjunni líkamlega. Sjúklingar með einkenni á borð við lömun og skyntruflanir ganga oft á milli lækna án þess að nein vefræn orsök finnist og getur vandinn orðið langvinnur og haft í för með sér minnkuð lífsgæði. Starfræn einkenni eru algeng meðal fólks og hafa rannsóknir sýnt að allt að helmingur fólks sem leitar til heimilislækna kemur vegna þeirra. Hugbrigðaröskun er eitt af því sem fellur undir starfræn ein- kenni en nýlegar rannsóknir benda til trufl- ana í taugabrautum sem tengja og samhæfa heilasvæði tengd ætlun, skynjun og hreyf- ingu. Í gegnum tíðina hefur stundum verið talið að sjúklingar sem þjást af starfrænum einkennum á borð við lömun séu að gera sér upp veikindin en í dag er talið að það sé ekki raunin. Ekki er vitað með neinni vissu hvað veldur starfrænum einkennum og er oft leitað að sálrænum ástæðum. Læknar sem fá til sín sjúkling með starf- ræn einkenni þurfa fyrst að útiloka vef- ræna orsök. Þeir þurfa að sýna sjúklingi nærgætni og leggja áherslu á að ekki sé um neinn alvarlegan líkamlegan sjúkdóm að ræða. Þeir þurfa að útskýra að taugakerfið virki ekki rétt þótt ekki sé hægt að sýna fram á það með prófum. Þeir þurfa að sýna að þeir trúi að sjúklingur sé ekki að gera sér upp veikindin og sýna honum fram á bata og mögulega meðferð. Talið er að 50-90% sjúklinga verði betri af einkennum sínum eftir hefðbundnar rannsóknir og útskýringu á eðli vandans. Einn helsti vandi fólks með starfræn ein- kenni er að því er ekki trúað. Þannig er manneskjan með einkenni en ekki sjúk- dóm og spyrja sig margir hvort þeir séu að ganga af göflunum. Svo er ekki og það tek- ur tíma fyrir fólk að skilja og sætta sig við að þótt það greinist ekki með sjúkdóm er það ekki að ímynda sér einkennin. Algengt er að þunglyndi og kvíði verði fylgifiskar starfrænna einkenna. Vefjagigt og mígreni eru önnur dæmi um starfræn einkenni þar sem ekki finnast lík- amlegar ástæður einkenna en enginn efast um tilvist þessara sjúkdóma þó að lækna- vísindin eigi erfitt með að finna líkamlegar orsakir. LÍKAMLEG EINKENNI ÁN SKÝRINGA Starfræn einkenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.