Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 46
Menning 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 K annski má segja að ég búi við þann lúxus að geta gert það sem mig langar til og ég er af- skaplega þakklátur fyrir það,“ segir Egill Heiðar Anton Páls- son þegar hann er inntur eftir leikstjórnar- verkefnum sínum um þessar mundir. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann yfir kaffibolla á kaffihúsinu í Skuespilhuset í Kaupmannahöfn sem kennt er við Ófelíu voru aðeins örfáir klukkutímar í frumsýningu á Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Willi- ams eða Omstigning til Paradis, eins og verk- ið nefnist á dönsku, á stóra sviði Konunglega leikhússins, en uppfærslan var frumsýnd 15. október sl. við góðar viðtökur eins og sjá má í rammanum hér til hliðar. „Ég brann fyrir þessu verki. Það hentaði leikhúsinu að setja það upp núna og þá fékk ég tækifæri til að vinna svona draumaverk- efni,“ segir Egill sem er á ferð og flugi sem leikstjóri samhliða störfum sínum sem pró- fessor í leikstjórn við Ernst-Busch-leiklistar- háskólann í Berlín þar sem hann býr. Fyrr í haust frumsýndi Egill nýtt sviðsverk í Fær- eyjum og á næsta ári snýr hann aftur til Danmerkur að leikstýra Hamlet eftir William Shakespeare, en í millitíðinni kemur hann til Íslands að setja upp Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Albee í Borg- arleikhússinu í ársbyrjun. Meira um þau verkefni síðar, fyrst skal sjónum beint að Sporvagninum Girnd. Aðspurður segir Egill að Tennessee Willi- ams sé eitt af uppáhaldsleikskáldum sínum. „Hann er svo óþekkur. Texti hans býr yfir ótrúlegu næmi fyrir ofbeldi, hinu harm- þrungna og brotakennda í manneskjunni og hinni hrópandi mótsögn sem við erum öll samsett úr. Það sem er svo spennandi við þetta verk er hvaða persónum Williams stillir saman sem í raun leysir úr læðingi ákveðin pólitísk átök þó átökin á sviðinu birtist sem prívatátök,“ segir Egill og bendir á að hann sjái mikil líkindi milli ritunartíma verksins og dagsins í dag, en í uppfærslu sinni valdi hann að færa verkið til í tíma og staðsetja það í Evrópu eftir fjármálakreppu og stríðið í Afg- anistan, en leikskáldið skrifaði verkið inn í New Orleans í Bandaríkjunum á árunum eft- ir seinna stríð. „Stanley, sem er af annarri kynslóð inn- flytjenda, er hin nýja hetja Ameríku þar sem hann barðist í seinna stríði og vann. Hann er því sigurvegari, en samtímis algjör lúser. Á sínum tíma var Williams spurður hvort val hans á persónum verksins væri pólitískt. Svar hans var á þá leið að værum við ekki á varðbergi myndu aparnir taka yfir. Í þeim orðum sínum er hann að gagnrýna sam- félagið sem ameríski draumurinn byggist á, því kapítalískt samfélag sem byggist á sam- keppni býr til fleiri tapara en sigurvegara. Saman við tálsýnina um ameríska drauminn teflir hann Blanche, sem stendur fyrir horf- inn tíma og fallandi heim. Það er eitthvað við nærveru Blanche sem setur tálsýnina úr skorðum. Hún virkar sem spegill á umhverfi sitt og aðrar persónur þola illa að horfast í augu við raunveruleikann.“ Ég sé enga rómantík í þessu verki Aðspurður segist Egill meðvitað hafa forðast alla rómantík eða nostalgíu í sviðsuppfærslu sinni. „Ég sé enga rómantík í þessu verki,“ segir Egill sem fékk leyfi rétthafa verksins til að stytta textann umtalsvert. „Enda gilda önnur lögmál í dag og við þurfum ekki jafn- mörg orð til að koma hlutunum til skila.“ Um leið og talið berst að rómantík og nostalgíu líður ekki á löngu þar til kvikmynd Elia Kaz- an, A Streetcar Named Desire, frá árinu 1951 skýtur upp kollinum í samtalinu. Þar sló Marlon Brando eftirminnilega í gegn sem Stanley Kowalski meðan Vivien Leigh hlaut Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyr- ir túlkun sína á Blanche DuBois. „Nálgun Kazan á hlutverk Stanleys og Blanche myndi aldrei ganga í dag. Tímarnir voru þannig að á frumsýningunni fögnuðu áhorfendur þegar Stanley nauðgaði Blanche. Fólki fannst hún eiga það skilið af því að hún væri búin að ögra honum svo mikið. Það væri ekki hægt að setja verkið þannig upp í dag og ég held raunar ekki að Williams hafi hugs- að það þannig. Með túlkun sinni á Stanley bjó Brando til nýju amerísku hetjuna, enda glæsilegur í hvíta stuttermabolnum sínum með raunamæddan svip. Þetta er hins vegar ekki sá Stanley sem er í leikritinu. Í verkinu hittum við fyrir brotinn verkamann sem er búið að ljúga einum of mikið að og þegar síð- an bætist við kona sem lýgur til þess að lifa af þá þolir hann ekki meir,“ segir Egill og tekur fram að sér finnist áhugavert að skoða þær aðstæður sem Williams tefli saman í verkinu og birtast bæði í átökum kynjanna og átökum menntamanneskju og verka- manns. „Ég hef alltaf séð Blanche fyrir mér sem mjög sterka konu, því þó hún sé brotin inn á við virkar hún sterk út á við. Blanche er sjóaður stríðsmaður og í raun hetja úr stríði, hún kemur bara úr öðru stríði en Stanley.“ Þegar undirrituð sá aðalæfingu verksins vakti það athygli að Egill hafði valið að breyta endi verksins. „Í frumtextanum er Blanche sótt af starfsmönnum geðveikrahæl- is. Það blasir við að það eigi að lækna hana með hvítuskurði [e. lobotomy], eins og fram- kvæmdur var á systur Tennessee Williams. Við völdum að fara þá leið að láta Blanche sjá sjálfa um eigin aftöku. Þegar Stanley er búinn að svipta Blanche öllum möguleikum gerir hann ein mistök, því hann áttar sig of seint á því að hún hefur engu að tapa meðan hann hefur öllu að tapa. Þegar hún ögrar honum með kynlífi þá á hann enga leið út úr því. Ef hann tekur ekki tilboði hennar þá bognar hann og hún þarf ekki að fara, en ef hann tekur tilboðinu tekur hann áhættuna á því að Stella uppgötvi allt og litla fjölskyldu- einingin þeirra brotni upp. Stella er hins veg- ar orðin það háð og undirgefin Stanley að hún velur hann fram yfir systur sína og þá sér Blanche ekki aðra útgönguleið en binda enda á líf sitt,“ segir Egill sem fer fögrum orðum um leikkonuna Charlotte Munck sem leikur Blanche í uppfærslunni, en hún kom inn í sýninguna með aðeins tveggja vikna fyr- irvara þegar ljóst var að Danica Curcic hefði ekki tíma til að klára æfinga- og sýning- arferlið vegna anna. Aldrei upplifað svona áður „Við vorum svo heppin að Charlotte gat stokkið inn með svona stuttum fyrirvara,“ segir Egill og rifjar upp að hann hafi unnið með Munck áður og því vitað að hlutverkið yrði í góðum höndum. „Charlotte er svo mik- ill fagmaður að á þriðja degi, eftir að hún var ráðin til verksins, tókum við rennsli þar sem hún lék hlutverkið án þess að hafa handritið til hliðsjónar því þá þegar kunni hún allan texta sinn. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Hún er svakaleg,“ segir Egill og tekur fram að líkt og allir góðir leikarar hafi Munck gert hlutverkið að sínu. „Það er í raun búið að vera magnað að vinna verkið upp á nýtt með nýrri aðalleikkonu sem notar sitt innsæi, lík- amsminni og hæfileika til að greina hlut- verkið,“ segir Egill og tekur fram að leikhóp- urinn í heild hafi verið mjög vel samstilltur og því hafi verið gerlegt að skipta um aðal- leikkonu svo stuttu fyrir frumsýningu. Sem fyrr segir býr Egill og starfar í Berlín þar sem hann kennir við Ernst-Busch- leiklistarháskólann. „Ég átti fyrst möguleika á að fara til Berlínar árið 1995 þegar ég var á fyrsta ári í Leiklistarskóla Íslands. Þar fædd- ist sú hugmynd að ég gæti mögulega orðið leikstjóri,“ segir Egill sem í framhaldinu dvaldi öll sumur í Berlín til að drekka í sig menningarlífið. „Leikhúsið þar er svo magnað og sterkt. Það hefur þann stað í samtali við sína áhorfendur og við sitt samfélag sem maður óskar sér svo gjarnan, sem ekki er mældur út frá fjölda áhorfenda heldur í list- rænum gæðum. Fyrir 20 árum átti ég mér þann draum að búa í Berlín og nú bý ég þar.“ Að sögn Egils gerir Ernst-Busch- leiklistarháskólinn þá kröfu á prófessora sína að þeir séu sjálfir virkir í listsköpun. „Sú krafa á sérstaklega við þá okkar sem kennum leikstjórn,“ segir Egill og tekur fram að hann geti samhliða kennslunni tekið að sér um þrjú leikstjórnarverkefni á ári. „Undir lok ágústmánaðar frumsýndi ég í Sjónleikahúsinu í Færeyjum mjög spennandi sviðsverk um áhrif hernáms Danmerkur á sjálfstæði Fær- eyja. Þegar nasistar hernámu Danmörku rofnaði sambandið við Færeyjar með þeim af- leiðingum að Færeyingar urðu frjálsir í fimm ár. Þeir sigldu og seldu fisk, en misstu mikið af fólki í nafni frelsisins. Nokkrum mánuðum eftir stríðslok kusu Færeyingar um sjálfstæði sitt, en Danir ógiltu kosningarnar.“ Næsta leikstjórnarverkefni Egils er hins vegar Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Albee í upphafi næsta árs. „Þetta er annað uppáhaldsleikrit hjá mér,“ segir Egill og tekur fram að hann sé þakk- látur Kristínu Eysteinsdóttur borgarleik- hússtjóra fyrir það tækifæri að fá að leik- stýra í Reykjavík, en fyrir utan uppfærsluna á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson í Borgarleikhúsinu sl. haust, sem upphaflega var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar, eru níu ár síðan Egill leikstýrði síðast í höfuð- borginni þegar hann setti upp Sumardag eftir Jon Fosse í Þjóðleikhúsinu haustið 2006. „Ég flutti burt frá Íslandi árið 1999 og hef lítið verið heima síðan. Mér finnst hins vegar mjög gaman að koma reglulega heim til að leikstýra. Það er mjög gott leikhúslíf á Ís- landi. Miðað við smæð er ótrúlegt að það Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson „Ég brann fyrir þessu verki“ EGILL HEIÐAR ANTON PÁLSSON FLÝGUR MILLI LANDA TIL AÐ LEIKSTÝRA SAMHLIÐA ÞVÍ SEM HANN SINNIR LEIKLISTARKENNSLU Í BERLÍN. FYRIR RÚMRI VIKU FRUMSÝNDI HANN SPORVAGNINN GIRND Í KONUNGLEGA LEIKHÚSINU Í KAUPMANNAHÖFN VIÐ GÓÐAR VIÐTÖKUR. Á NÆSTA ÁRI BÍÐA HANS SÍÐAN ÁTÖK VIÐ LEIKRIT EFTIR ALBEE OG SHAKESPEARE. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Maður þarf samt að passa biturðina því ekki vill maður missa lífsviljann,“ segir leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson sem leikstýra mun Hamlet í Danmörku á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.