Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 48
A ðalpersónur flestra bóka minna eiga það sameiginlegt að vera óvirkar, fullar af efasemdum um sig og væflast fyrir sjálfum sér, tíminn hleypur frá þeim á sama tíma og þeim tekst ekki að stofna fjöl- skyldu eða þéna nógu mikið. Ég er stundum spurð hvort ég geti ekki látið aðalpersónur mínar taka sig á, en mig langar einvörðungu til að skrifa um fólk sem á erfitt með að fóta sig í lífinu. Um fólk sem hefur háleit mark- mið, en bognar alltaf af leið. Mér finnst ekk- ert spennandi að skrifa um fólk sem vegnar vel í lífinu,“ segir danski rithöfundurinn Helle Helle. Þegar viðtalið fór fram dvaldi hún hér- lendis í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík, en hún er væntanleg aftur til landsins eftir helgi þegar Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Hörpu 27. október. Helle er í ár tilnefnd fyrir skáldsögu sína Hvis det er, en fyrstu tilnefninguna hlaut hún árið 2009 fyrir bók sína Ned til hundene. Helle kvaddi sér fyrst hljóðs í dönsku listalífi 1993 og hefur m.a. sent frá sér sjö skáldsögur við góðar viðtökur. Sem dæmi má nefna að fyrir Hvis det er fékk hún fullt hús, þ.e. sex hjörtu af sex mögulegum, bæði í Berlingske og Politiken. Að sögn Helle einsetur hún sér ávallt að gera eitthvað nýtt þegar hún hefst handa við skrif á nýrri bók. „Þegar ég byrjaði á Hvis det er langaði mig að skrifa bók þar sem sögusviðið væri Jótland auk þess sem mig langaði til að hafa karlkyns sögumann, en það hafði ég aldrei prófað áður. Mér fannst spenn- andi að staðsetja atburðina í skógi, langt frá ys og þys borgarlífsins, og fjarri umhverfinu sem verið hefur ríkjandi í fyrri bókum mínum. Einnig velti ég fyrir mér hvort ég gæti skrif- að skáldsögu þar sem ég segði lítið sem ekk- ert, þar sem aðalpersónan gæfi mjög lítið af sér og önnur persóna tæki frásögnina yfir,“ segir Helle og upplýsir að hún hafi í þeim efn- um verið undir sterkum áhrifum frá The Great Gatsby eftir Scott Fitzgerald. „Mér finnst þó ólíklegt að lesendur mínir hafi almennt áttað sig á þessum tengslum, því bækurnar tvær gætu ekki verið ólíkari. Ég endurlas The Great Gatsby áður en ég byrjaði að skrifa Hvis det er. Í þeirri bók fá lesendur ótrúlega lítið að vita um fortíð aðalpersón- unnar, Jay Gatsby. Við fáum þó að vita að hann var einu sinni ástfanginn af konu, en eina myndin sem við fáum er minning hans um sveitta efri vör konunnar eftir tennisleik. Mér fannst svo áhrifaríkt að höfundurinn not- aði þessa einu mynd til að lýsa heilu sambandi og valdi að nýta mér þessa tækni. Roar [sögu- maður Hvis det er] deilir einni minningu um húðflipa kringum nögl annarrar manneskju sem hvílir í lófa hans. Þetta leiddi til þess að ég valdi að láta Roar gefa eftir pláss sitt þeg- ar konan í bókinni kemur hlaupandi inn í frá- sögnina með ennisband sitt. Mér fannst fynd- ið, en um leið sársaukafullt, ef Roar væri nánast ekki til staðar. Miðjuhluti bókarinnar, þar sem saga konunnar er sögð, er eftir sem áður sögð frá sjónarhorni Roars. Hann end- ursegir sögu hennar og gerist þannig lesand- inn hennar,“ segir Helle og bendir á að það að tala um aðra sé leið til að tala um sjálfan sig. „Það er það sem Roar gerir. Og það er það sem maður gerir þegar maður skrifar.“ Aðspurð segist Helle nýta margt úr eigin lífi í bækur sínar, en áréttar að bækur hennar séu á engan hátt sjálfsævisögulegar. „Þegar ég byrja á nýrri bók hef ég til hliðsjónar lista yfir hluti sem mig langar að nota,“ segir Helle og nefnir sem dæmi að fyrir Hvis det er hafi hún haft á lista hjá sér baðsandala. Þegar blaðamaður hváir heldur Helle áfram til út- skýringar: „Ég bý úti á landi nálægt skógi. Næstu nágrannar mínir eru hjón sem búa í nokkurra kílómetra fjarlægð og ég þekki þau ekkert. Lóðin þeirra er alltaf mjög snyrtileg. Dag einn þegar ég hjólaði framhjá húsinu þeirra fyrir nokkrum árum rak ég augun í stakan baðsandala sem lá á grasflötinni þeirra. Sandalinn lá þarna mánuðum saman og vakti forvitni mína. Ég velti því eðlilega HELLE HELLE HLÝTUR MIKIÐ LOF FYRIR NÝJUSTU SKÁLDSÖGU SÍNA „Hvert orð dýrt“ DANSKI RITHÖFUNDURINN HELLE HELLE NEYÐIR LESENDUR SÍNA TIL AÐ LESA HÆGT VILJI ÞEIR EKKI MISSA AF ÞVÍ SEM MÁLI SKIPTIR. AÐ HENNAR MATI ER HÆGT AÐ SEGJA MJÖG MIKIÐ MEÐ TILTÖLULEGA FÁUM ORÐUM. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Sýningin Lítil verður opnuð á Torginu við Kaffitár á Þjóðminjasafninu í dag, laugardag, kl. 14. „Lítil er ástarjátning til smæðarinnar og fegurðarinnar sem býr í hinu litla,“ segir m.a. í tilkynningu, en þar kemur fram að kveikjan að verkinu sé saga Ólafar eskimóa, dvergvaxins vesturfara, sem heillaði Vest- urheim með fölsuðum frásögnum af lífi sínu sem eskimói. „Verkið er fyrsta samstarfs- verkefni listamannanna Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur og Sigrúnar Hlínar Sigurðar- dóttur. Forvitni um heimskautin og ævisögur færði þær saman og nú takast þær á við brot- hætta og kraftmikla ævisögu Ólafar með orðum, tónum og fínofnu silki. “ Eftir viku, laugardaginn 31. október kl. 15, verður í bókasal Safnahússins við Hverfisgötu fluttur gjörningur til heiðurs Ólöfu þar sem listafólk tekst á við eigin upplifun af smæð sinni gagn- vart heiminum, hávöxnu fólki og náttúrunni. ÁSTARJÁTNING TIL SMÆÐAR LÍTIL Ragnheiður Harpa og Sigrún Hlín voru inn- blásnar af sögu Ólafar eskimóa í verki sínu. Eygló, Karlotta og Ólöf, en á myndina vantar Jónu. Í bakgrunni eru verk eftir Karlottu. Mörk nefnist ný sýning í Listasafni Árnesinga sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 14. Þar getur að líta verk eftir myndlistarmenn- ina Eygló Harðardóttur, Jónu Hlíf Halldórs- dóttur, Karlottu Blöndal og Ólöfu Helgu Helgadóttur. „Heiti sýningarinnar hefur jafn margar og ólíkar tilvísanir sem verkin en ein tilvísunin er í skóginn, sem leggur grunn að pappírsgerð, en það er efnið sem þær vinna allar með […] Verkin sem ýmist eru tvívíð eða þrívíð skapa áhugavert samtal og sam- hengi sín á milli og koma á óvart,“ segir m.a. í tilkynningu. Safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis. LISTASAFN ÁRNESINGA MÖRK Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur, Bókmennta- og list- fræðastofnun HÍ og Forlag- ið efna til málþings um verk Milans Kundera í dag í stofu 101 í Odda milli kl. 14 og 17. Frummælendur eru Jón Karl Helgason pró- fessor, Steinunn Sigurð- ardóttir rithöfundur og Torfi H. Tulinius prófessor. Sérstakur gestur málþingsins er François Ricard, háskólakenn- ari við McGill-háskóla í Montréal í Kanada, og mun Friðrik Rafnsson þýðandi ræða við hann um verk Kundera. Ricard hafði umsjón með heildarútgáfu verka Kundera sem kom út hjá Gallimard í Frakklandi. Í lokin mun Auður Aðalsteinsdóttir, bók- menntafræðingur og ritstjóri Hugrásar, hefja almennar umræður um verk Kundera. Ást- ráður Eysteinsson, prófessor og forseti Hug- vísindasviðs HÍ, stjórnar málþinginu. Aðgang- ur er ókeypis og öllum opinn. MÁLÞING UM SKÁLD MILAN KUNDERA Milan Kundera Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.