Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Bækur F yrir nokkrum árum vakti Lilja Sigurðardóttir athygli og aðdáun fyrir glæpasögurnar Spor og Fyrirgefn- ingu, sem státuðu báðar af sömu söguhetjunni, Magna. Í viðtali við hana á þeim tíma kom reyndar fram að hún hafi ekki skapað Magna með það fyrir augum að hafa hann sem aðalpersónu í glæpasöguröð, en hún hafi látið til leiðast vegna þrýstings frá lesendum og 2010 sagðist hún vera með þriðju söguna af Magna í smíðum. Þriðji Magnaþáttur leit þó aldrei dagsins ljós og í nýrri glæpasögu Lilju, Gildrunni, sem kom út fyrir stuttu, er Magni hvergi nálægur. Nú eru nýjar persónur komnar til sögunnar og framvinda öllu hraðari og spennan meiri en í fyrri bókun- um. Þó nokkuð sé um liðið frá því Lilja sendi síðast frá sér skáldsögu hefur hún ekki setið auðum höndum sem sannast til að mynda á því að hún skrifaði leikritið „Stóru börnin“ sem sett var upp á leiksviði og hlaut Grímuverðlaunin 2014 sem leikrit ársins. Hún gerði semsé hlé á reyfaraskrifum og í kjöl- farið lognaðist Magni út af. „Í raun og veru átti Spor aldrei að vera nema þessi eina bók, en það er lenska í glæpageiranum að vera með seríu þannig að ég gerði aðra, en svo var andagiftin svolítið búin með það. Ég fór því að skrifa leikrit og gerði það þar til ég skrifaði Gildruna. Maður verður líka að vera ástfanginn af sög- unni, verður að finna þennan neista sjálfur. Það er ekki nóg að vera með plottið og söguna tilbúna, maður verður að vera til- finningabundinn viðfangsefninu til þess að þetta sé gaman og það drífur mann áfram,“ segir Lilja og vísar til þess að Magni hafi kannski ekki verið svo góður lífsförunautur þegar grannt var skoðað. Leikritaskrifin segir Lilja hafa komið þannig til að hún tók þátt í höfundasmiðju í Þjóðleikhúsinu sem Rúnar Guðbrandsson stýrði. „Einhvertímann hafði ég nefnt við hann hugmynd að leik- riti og hann rifjaði hana upp svo ég tók þátt í höfundasmiðjunni og skrifaði „Stóru börnin“ sumarið eftir smiðjuna. Ég er líka bú- in að skrifa tvö leikrit síðan sem fara vonandi líka á svið.“ Lilja segir að það hafi verið mjög gaman að fyrsta leikrit hennar hafi komist svona fljótt á fjalirnar og eins hvað því hafi verið vel tekið, en það hafi líka verið skemmtilegt að skrifa leikrit enda sé það svo frábrugðið því að skrifa skáldsögur. „Það er gefandi á allt annan hátt. Skáldsögunni stýrir maður sjálfur allt til enda, en maður sleppir tökum af leikritinu í miðju kafi og svo koma aðrir listamenn að og svo gerist eitt- hvað. Það er svakalega skemmtilegt, en líka ógnvekjandi að vissu leyti, eða það fannst mér í byrjun, en líka mjög lærdóms- ríkt og ég lærði margt sem nýtist mér núna í skáldsöguskrif- unum,“ segir Lilja. Stíllinn á Gildrunni er einmitt talsvert frábrugðinn bókunum um Magna og Lilja segir að sennilega séu það að einhverju leyti áhrif frá leikrituninni og líka vegna þess að hún tók sér smá hvíld frá skáldsagnaritun. „Nú er ég að tileinka mér nýjan stíl sem hentar mér mjög vel. Gildran er meira í ætt við spennubækur en Spor og Fyrirgefning voru leynilögreglu- sögur. Nú nota ég styttri kafla og hraðari takt.“ Lilja er ekki hætt að skrifa leikrit, en glæpasagan togaði í hana, ekki síst fyrir félagsskapinn: „Ég tilheyri alþjóðlegri glæpaklíku sem er skipuð glæpasagahöfundum, útgefendum, gagnrýnendum og lesendum og heldur glæpasagnahátíðir víða um heim og menningin í kringum þá klíku er svo skemmtileg að þetta er bransi sem ég vil vera í. Það er gefandi og skemmtilegt að vera í glæpunum og því vil ég halda áfram að skrifa glæpasögur.“ Þó að serían um Magna hafi orðið endaslepp segist Lilja vera gefin fyrir glæpasagnaseríur og Gildran sé fyrsta bókin af þremur með sömu persónum að mestu og nýjum persónum sem tínast inn í næstu bókum, Hún segist hafa séð það fyrir sér að bækurnar yrðu þrjár, fyrst kemur Gildran, síðan önnur bók á næsta ári, beint framhald Gildrunnar sem hún er búin að leggja drög að, og svo þriðja bókin árið þar á eftir, en í þeirri erum við komin fram til nútímans, hinar gerast á ár- unum um og eftir hrun. FÉLAGI Í ALÞJÓÐLEGRI GLÆPAKLÍKU Gefandi að vera í glæpunum Lilja Sigurðardóttir beitir nýjum stíl í nýrri skáldsögu sinni og segir að Gildran sé af spennubókaætt. Morgunblaðið/Eggert GLÆPASÖGUR LILJU SIGURÐARDÓTTUR FENGU FÍNA DÓMA Á SÍNUM TÍMA, EN SVO GERÐI HÚN HLÉ Á SLÍKUM SKRIFUM OG TÓK AÐ SEMJA LEIKRIT MEÐ GÓÐUM ÁRANGRI. NÚ TEKUR LILJA AFTUR TIL VIÐ REYFARA- SKRIF MEÐ GILDRUNNI. Árni Matthíassonarnim@mbl.is * Það er ekki nóg að verameð plottið og söguna til-búna, maður verður að vera til- finningabundinn viðfangsefninu til þess að þetta sé gaman Hendingskast heitir fyrsta skáldsagaSigurjóns Bergþórs Daðasonar semVeröld gaf út fyrir stuttu. Sigurjón er annars þekktur fyrir klarínettuleik, enda menntaður tónlistarmaður. Hann segir að tónlistin hafi verið í aðalhlutverki í lífi hans frá því hann var ungur og hann tók snemma þá ákvörðun að verða tónlistar- maður. Þegar hann fór að blogga kviknaði þó hjá honum áhugi á því að skrifa eins og hann lýsir því. „Þegar ég var að blogga fann ég að ég gat skrifað hvað sem var og þess vegna bullað eitthvað,“ segir hann og bætir við að í framhaldinu hafi hann skrifað nokkrar smásögur en þær hafi farið í skúff- una, þar sem hann var ekki ánægður með útkomuna. „Þetta var mér ekkert kappsmál á þeim tíma, enda var ég búinn að ákveða að verða tónlistarmaður, en svo fékk ég hugmynd að Hendingskasti löngu seinna.“ Hugmyndin sem varð að skáldsögu kvikn- aði haustið 2011 þegar Sigurjón var nýkom- inn úr námi og upptekinn við að spila og kenna. Þá segist hann hafa fengið hugmynd um smásögu af pilti sem vinnur stórfé í lottói og síðar kom önnur hugmynd að smá- sögu um hús sem málað er appelsínugult í skjóli nætur og þessar tvær smásöguhug- myndir urði að einni skáldsögu. Í kjölfarið tóku við bókarskrif í bland við vinnu við tónlist en undanfarið hefur tónlist- in setið á hakanum að nokkru, þótt Sigurjón sé enn að kenna, enda kalla skrifin á mikla yfirlegu á síðustu metrunum og svo þarf að kynna gripinn. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, en að sama skapi erfitt, það er erfitt að vera rithöfundur og þetta var mikil vinnutörn þó að bókin sé ekki löng, en það er skemmti- legt hvað viðtökurnar hafa verið góðar,“ segir Sigurjón sem segist með fleiri hug- myndir í kollinum en of snemmt að segja hvort þær verði að bókum. Bókin er hefðbundin þroskasaga ungs manns sem er að nokkru áhorfandi að ofan- greindum viðburðum en líka þátttakandi í þeim. Þegar ég reyndi að þýfga Sigurjón nánar um sögupersónuna og minn skilning á henni færist hann fimlega undan og vill greinilega leyfa mér að halda það sem mér sýnist. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að bækur eigi að vera opnar fyrir túlkun og held að það séu flottustu bækurnar sem eru þannig skrifaðar, að hver geti skilið þær á sinn hátt.“ Skemmtilegt en erfitt Sigurjón Bergþór Daðason er starfandi tónlistarmaður með rithöfundarbakteríu. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÓTT SIGURJÓN BERGÞÓR DAÐASON HAFI SNEMMA ÁKVEÐIÐ AÐ VERÐA TÓNLISTARMAÐUR FÓR FLJÓTLEGA AÐ TOGA Í HANN LÖNGUN TIL AÐ SKRIFA. SÚ LÖNGUN BAR ÁVÖXT Í SKÁLDSÖGUNNI HENDINGSKASTI SEM KOM ÚT FYRIR STUTTU. Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.