Morgunblaðið - 30.10.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
anna hæst í 126% af landsframleiðslu
en eru nú komnar í 88% og hafa lækk-
að um 12 prósentustig miðað við síð-
asta ár. Þá voru skuldir heimilanna
sem hlutfall af heildareignum þeirra,
að undanskildum lífeyrisréttindum,
komnar niður í 43% og hefur það
hlutfall ekki verið lægra síðan 2007.
Ingólfur segir að hin batnandi
staða hafi jákvæð áhrif á fasteigna-
markaðinn.
„Batnandi skuldastaða hefur bein
áhrif á útkomuna í greiðslumati fólks
og um leið og skuldahlutfallið lækkar
gefur það einstaklingum og fjölskyld-
um aukið svigrúm til fjárfestinga í
húsnæði og raunar til einkaneyslunn-
ar almennt. Í raun má segja að stað-
an gefi fólki ágætt svigrúm til að
auka útgjöld sín,“ segir Ingólfur og
bætir því við að þessi þróun sé áhuga-
verð í því ljósi að oftar hafi uppsveifl-
an í hagkerfinu meðal annars verið
drifin áfram af aukinni skuldsetn-
ingu.
„Við höfum oft tekið góðærið út
fyrir fram með auknum lántökum.
Þess sér ekki beint stað nú þó að ým-
islegt bendi til að lántökur séu að
aukast. Það kemur þó núna í kjölfar
þess að skuldir hafa lækkað og hagur
heimilanna vænkast,“ segir Ingólfur.
Skuldirnar lækka
Heimili á Íslandi skulda lægra hlutfall ráðstöfunartekna
sinna en í löndum á borð við Danmörku, Holland og Noreg
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Íslensk heimili skulda nú minna í
hlutfalli við ráðstöfunartekjur sínar
en heimili gera að jafnaði í Noregi,
Hollandi og Danmörku. Ef áfram
heldur sem horfir munu heimilin hér
á landi einnig stinga sér undir sænsk
heimili í þessum efnum áður en langt
um líður. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Íslandsbanka um húsnæðis-
markaðinn.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
greiningardeildar bankans, segir
þessar fréttir mjög jákvæðar fyrir ís-
lenskt efnahagslíf.
„Við óttuðumst lengi vel að háar
skuldir heimilanna gætu dregið úr
möguleikum efnahagslífsins til að ná
bata. Þróunin hefur hins vegar verið
þessi og nú er skuldastaða heimil-
anna í raun mjög viðunandi, ekki síst
í samanburði við lönd sem við berum
okkur saman við og viljum líta til.
Hitt ber þó að líta á að lánsfé er dýr-
ara hér en í samanburðarlöndunum
og því er æskilegt að skuldastaðan
hér sé hagfelldari en þar þegar farið
er út í samanburð.“
Í skýrslunni er einnig vakin athygli
á því að þróunin hefur verið á þennan
veg, jafnvel þó að íbúðareign sé al-
mennari en gengur og gerist í nálæg-
um löndum.
Eftir hrunið stóðu skuldir heimil-
SvíþjóðNoregurDanmörk
Skuldir heimilanna í alþjóðlegum samanburði
% af ráðstöfunartekjum
Heimild: Seðlabanki Íslands
ÍslandHolland
400
300
200
100
0
19
98
19
99
20
00
20
02
20
04
20
06
20
08
20
10
20
12
20
14
20
01
20
03
20
05
20
07
20
09 20
11
20
13
20
15
af góðri ávöxtun
fjárfestinga-
eigna. Fjárfest-
ingastarfsemin
hefur gengið vel
á árinu og er já-
kvæð afkoma af
öllum eignaflokk-
um,“ segir Sig-
rún Ragna Ólafs-
dóttir, forstjóri, í
afkomutilkynn-
ingu. „Afkoma af ökutækjatrygg-
ingum sem telja um helming af ið-
gjöldum félagsins er óviðunandi á
öllum fjórðungum rekstrartímabils-
ins.“
Hagnaður VÍS á þriðja ársfjórðungi
var 570 milljónir króna sem er 25%
hærra en var á sama tímabili á síð-
asta ári. Afkoma félagsins eftir
fyrstu níu mánuði ársins hefur rúm-
lega tvöfaldast og er orðinn 1,9
milljarðar króna í samanburði við
906 milljóna króna hagnað í fyrra.
Iðgjöldin eftir fyrstu níu mán-
uðina voru 12,3 milljarðar króna og
hafa hækkað um 4,5% milli ára. Eftir
níu mánuði voru fjárfestingartekjur
orðnar 2,9 milljarðar króna sem er
38% hærra en á sama tíma í fyrra.
Samsett hlutfall var 104,7% fyrstu
níu mánuðina en var 100,8% á sama
tímabili í fyrra. „Góð afkoma skýrist
Hagnaður VÍS 25%
meiri á fjórðungnum
Hagnaður tvöfaldast eftir 9 mánuði
Sigrún Ragna
Ólafsdóttir
● Hagnaður Haga
fyrir tímabilið mars
til ágúst var 1.986
milljónir króna eða
5,2% af veltu.
Hagnaðurinn er
108 milljónum
króna minni en á
sama tímabili í
fyrra. Sala var 38,4
milljarðar króna og
nam söluaukning milli tímabila 0,1%.
Framlegð var 24,3% sem er svipað og í
fyrra. EBITDA-hagnaður var 2,9 millj-
arðar króna. Rekstrarkostnaður hækk-
aði um 4,3% milli ára. Heildareignir
samstæðunnar voru tæplega 28 millj-
arðar króna í lok tímabilsins. Eigið fé fé-
lagsins var 14,7 milljarðar króna og eig-
infjárhlutfallið 53%.
Hagar hagnast um 2
milljarða á hálfu ári
Finnur Árnason,
forstjóri Haga.
!
!"
#
$!
%
"#
#
!#$
%#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!
$!$
!%
#!
"$
"#
#$$"
%
%
$
"%
!%
!$
%
!
"#$"
#$%
!##!
%$
"!"
● Icelandair Group
skilaði 103,1 millj-
ón dollara hagnaði
á þriðja ársfjórð-
ungi, jafngildi um
13,4 milljarða
króna, sem er 20%
meira en í fyrra.
EBITDA-hagnaður
var 150,9 milljónir
dollara sem er
22% hærra en á sama tíma í fyrra.
Tekjur félagsins voru 429 milljón
dollarar, eða 55,6 milljarðar króna, á
ársfjórðungnum og jukust um 3%. Eig-
infjárhlutfall var 46% í lok september.
„Við uppfærðum EBITDA spá okkar
fyrr í vikunni og gerum ráð fyrir að
EBITDA ársins verði 210-215 milljónir
dollara. Hækkunin skýrist af góðri af-
komu félagsins á þriðja ársfjórðungi,
einkum vegna hærri farþegatekna og
lægri eldsneytiskostnaðar,“ segir Björg-
ólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair
Group.
Icelandair Group skilar
13,4 milljarða hagnaði
Icelandair skilar
betri afkomu.
STUTTAR FRÉTTIR ...
TM hagnaðist um rúmar 1.400 millj-
ónir á þriðja ársfjórðungi og jókst
hagnaður félagsins um tæp 170%
miðað við sama tímabil í fyrra. Sé lit-
ið til hagnaðar fyrstu níu mánuði árs-
ins er aukningin 28%. Á þremur
fyrstu fjórðungum ársins er uppsafn-
aður hagnaður tæpir 2 milljarðar en
var liðlega 1,5 milljarðar yfir sama
tímabil 2014.
Frá janúar til september námu
iðgjaldatekjur rúmum 9,4 milljörðum
en voru rúmir 8,4 milljarðar í fyrra,
sem er 11% aukning. Fjárfesting-
artekjur hafa vaxið umtalsvert og
voru fyrstu níu mánuðina tæpir 2,8
milljarðar en voru um 1,7 milljarðar í
fyrra. Samsett
hlutfall var 102%
en það var 96%
fyrstu níu mán-
uðina í fyrra. Á
þriðja ársfjórð-
ungi var hlutfallið
aðeins 85%.
Sigurður Við-
arsson forstjóri
segir afkomubat-
ann á ársfjórð-
ungnum hafa farið verulega fram úr
væntingum. „Uppgjör TM það sem af
er ári sýna að sveiflur í vátrygginga-
rekstri geta verið miklar innan árs-
ins,“ segir hann.
TM hagnast um 1,4
milljarða á fjórðungi
Fjárfestingatekjur tvöfaldast milli ára
Sigurður
Viðarsson
Hagnaður Símans
nam 873 millj-
ónum króna á
þriðja ársfjórð-
ungi en félagið
birti í gær sitt
fyrsta uppgjör
eftir skráningu í
Kauphöllina fyrr í
mánuðinum.
Hagnaðurinn er
nokkru minni en í sama ársfjórðungi
í fyrra þegar hann nam 1.200 millj-
ónum. Alls nemur hagnaður Símans
á fyrstu níu mánuðum ársins 2,2
milljörðum króna, samanborið við
2,5 milljarða króna á sama tímabili í
fyrra.
Tekjur jukust um 6,6% á þriðja
ársfjórðungi en á fyrstu níu mán-
uðunum drógust þær saman um
0,9% miðað við sama tímabil í fyrra.
Sé hins vegar litið framhjá tekjum
dótturfélags í Danmörku sem selt
var í fyrra var 1,1% tekjuvöxtur
fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlut-
fall var 51,8% í lok september.
Orri Hauksson, forstjóri, segir
einföldun hafa verið meginstef við
uppbyggingu samstæðunnar og í
vöruframboði að undanförnu. „Á
næstu misserum má ætla að þessar
breytingar skili sér í hagkvæmari
rekstri og aukinni framlegð,“ segir
Orri.
Tekjur
Símans
stöðugar
Hagnaður dregst
saman á milli ára
Orri
Hauksson