Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að
skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
ÆVINTÝRA- SÖGULEG BÓK OG HRYLLINGSSÖGUR FYRIR
BÖRN OG UNGLINGA Á TILBOÐI TIL 17. NÓVEMBER
Halloween
Hryllings- og draugasögur fyrir krakka og unglinga
Bókin geymir nokkrar magnaðar sögur sem örugglega fá hjarta
lesendanna til að slá svolítið örar um tíma. Þetta er bók fyrir
krakka „sem þora!“
Fullt verð 3.299 kr.
MOGGAKLÚBBSVERÐ 2.499 kr.
Hundadagar
Höfundur: Einar Már Guðmundsson
Frásögnin leiðir okkur á vit Jörundar hundadagakonungs, Jóns Steingrímssonar
eldklerks og fleira fólks fyrri alda sem lesa má um í heimildum en varð líka efni í
þjóðsögur sem lifa enn. Og sagan er ævintýraleg – og ævintýrin söguleg.
Fullt verð 6.999 kr.
MOGGAKLÚBBSVERÐ 5.399 kr.
Áskrifendur geta nálgast bækurnar á þessu verði í hvaða Eymundsson-verslun sem er eða fengið þær sendar.
Netfangið fyrir póstkröfur og greiðslukortapantanir er moggaklubbur@eymundsson.is
Póstburðargjald er ekki innifalið í tilboðsverði.
MOGGAKLÚBBURINN
Opið bréf til ríkis-
skattstjóra:
Undanfarnar vikur
hef ég sent þér, Skúli,
fjölmarga tölvupósta
varðandi skattsvik
embættismanna varð-
andi rangfærslur við
framtalningu fjárhæða
ferðadagpeninga. Þar
varpa ég einnig fram
athugasemdum mínum
varðandi mismunandi kröfur sem þú
leyfir þér að gera gagnvart skatt-
borgurunum hvað sönnunargögn
snertir fyrir raunverulega útlögðum
ferðakostnaði. Þú hefur ekki virt mig
svars ennþá þó ég hafi ítrekað erindi
mitt um margra vikna skeið. Þú leyf-
ir þér að krefja þá einstaklinga sem
stunda eigin atvinnurekstur um full-
nægjandi gögn til sönnunar á útlögð-
um ferðakostnaði til að koma í veg
fyrir að þessir aðilar geti nýtt sér
mismun fenginna dagpeninga og
sannanlega útlagðs ferðakostnaðar
sem tekjur sem ekki er greiddur
tekjuskattur af. Þetta er réttmæt
krafa en hlýtur þá að verða að vera
almenn, sama hver á í hlut.
Á sama tíma hunsar þú ábend-
ingar og upplýsingar sem fram koma
um opinbera embættismenn, alþing-
ismenn o.fl. sem fara gróflega á svig
við lög um tekju- og eignaskatt sem
kveða á um að einungis sé heimilt að
færa til frádráttar frá tekjuskatt-
stofni þann hluta dagpeninga sem
sannanlega er varið til greiðslu
ferðakostnaðar. Á mannamáli þýðir
þetta í raun að öllum ber að greiða
tekjuskatt af mismun fenginna dag-
peninga og þess sem raunverulega er
varið til greiðslu ferðakostnaðar eins
og gildir um venjulegar tekjur.
Þú ert hins vegar sá aðili sem trón-
ar á toppi þess embættis sem á að
fylgja því eftir að þessir hlutir séu
rétt fram taldir af framteljendum.
En þú virðist vera sá aðili sem er vilj-
andi blindastur á þetta og er það
væntanlega af þeirri gildu ástæðu að
þú sérð þér færi að slást í hópinn með
þeim aðilum sem að framan greinir.
Það væri ekki úr vegi að þú upp-
lýstir á opinberum vettvangi um þær
fjárhæðir sem þú sjálfur hefur fengið
greiddar í dagpeninga á síðastliðnum
árum, hve háum fjárhæðum þú hefur
sannanlega varið til greiðslu ferða-
kostnaðar og hefur sönnunargögn
fyrir og hver mismunur þessara upp-
hæða er sem er tekjuskattskyldur.
Þá þarf að koma fram hvort sú upp-
hæð sem þú hefur fært til frádráttar
frá tekjuskattstofni sé í samræmi við
þau gögn sem þú býrð yfir og sanna
raunverulaga útlagðan ferðakostnað.
Hafir þú hins vegar fært meira til
frádráttar en nemur þeim gögnum
sem þú býrð yfir er um hrein og klár
undanskot/skattsvik að ræða.
Í mest fletta blaði landsins þann
22. september síðastliðinn var um-
fjöllun blaðamanns um áætlaða dag-
peninga þeirra tíu þingmanna sem
ferðaglaðastir hafa verið á kostnað
skattborgarana það sem af er þessu
kjörtímabili og eru einhverjir þar við
það að brjóta 100 daga múrinn. Blað
þetta virðist hins vegar verulega
tregt til að birta aðsendar greinar
sem því berast falli skoðanir bréfrit-
ara ekki að skoðunum ritstjóra blaðs-
ins. Þá er munur á blaði sem dreift er
frítt og er einungis flett í gegnum eða
blaði sem keypt er og lesið af kaup-
endum og er það ástæða þess að ég
sendi þér bréf þetta í gegnum þenn-
an miðil.
Væntanlega hefur embætti þínu
ekki hugkvæmst að skoða nokkurn
þessara aðila frekar en starfsmenn
eigin embættis sem eru á faraldsfæti
og þiggja dagpeninga sem þeir svo
fara afar frjálslega með þegar kemur
að skattframtali. Það væri ekki úr
vegi að þú tækir þér tak og sinntir
þeim viðfangsefnum hvað þetta
snertir sem heyra undir embætti
þitt. Þá væri kannski rétt að byrja
„heima í héraði“ og skoða starfs-
menn eigin embættis fyrst og e.t.v.
kollega þíns, skattrannsóknarstjóra.
Því er nú einmitt þann-
ig farið að rót skatt-
svika er ekki að finna
utan þeirra embætta
sem bera mesta ábyrgð
á að viðhorf almennings
til skattsvika er svo
léttvægt sem raun ber
vitni. Meðan þeir, sem
sitja löggjafarsam-
kundu landsins og
æðstu eftirlitsaðilar
skattamála, stunda
þessa iðju af mikilli
natni gagnstætt lögum er ekki við
því að búast að almenningur telji sig
þurfa að virða þau lög sem nokkru
nemur. Ljóst má vera að helstu
skattsvikarar landsins eru ekki þeir
sem eftirlitsaðilar eru sýknt og heil-
agt með augun á heldur miklu frekar
þeir sjálfir. Þessi svikamylla er því
miður orðin sjálfbær í efstu lögum
samfélagsins og verður því ekki
breytt meðan þeir aðilar sem taka
eiga á þessu gera það ekki.
Umræddum alþingismönnum
sendi ég tölvupóst varðandi þetta
efni en hef ekki verið virtur svars.
Skúli, hvar er að finna lagastoð fyrir
því að gera ríkari kröfur til sönnunar
á ferðakostnaði hjá þeim sem stunda
eigin atvinnurekstur en öðrum? Það
er margbúið að benda embætti þínu
á þessi skattsvik sem þú hunsar al-
gjörlega að meðtaka þar sem þeir
aðilar, sem eru fyrirferðamestir í
þessum svikum, eru hins vegar al-
þingismenn og opinberir embætt-
ismenn en í einkageiranum er þetta
almennast meðal flugliða sem þó
bera alls engan kostnað af „ferðum“
sínum. Þær ferðir eru alls ekki „til-
fallandi“ og „utan venjulegs vinnu-
staðar“ sem þó eru skilyrði sem
verður samkvæmt lögunum að upp-
fylla svo frádráttur frá tekjuskatt-
stofni á móti fengnum dagpeningum
sé löglegur.
Getur verið, Skúli, að þú teljir að
embætti þitt sé þitt einkahlutafélag
og þú getir valið þér viðfangsefni að
vild?
RSK – hvar er lagastoðin?
Eftir Örn
Gunnlaugsson » Ljóst má vera að
helstu skattsvikarar
landsins eru ekki þeir
sem eftirlitsaðilar eru
sýknt og heilagt með
augun á heldur miklu
frekar þeir sjálfir.
Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi.