Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015
✝ Páll Brynj-arsson við-
skiptahagfræðingur
og endurskoðandi
fæddist í Reykjavík
29. júní 1984. Hann
lést í Mannheim,
Þýskalandi, 15.
október 2015.
Foreldrar hans
eru Þórunn Brynja
Júlíusdóttir, f. 10.1.
1964, og Brynjar
Örn Gunnarsson, f. 7.11. 1962.
Systkini Páls eru Erla Brynj-
arsdóttir, f. 25.5. 1987, og Gísli
Brynjarsson, f. 7.1. 1992.
Páll kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Bärbel Auf der
Mauer, f. 1.9. 1984,
þann 5.9. 2015.
Páll lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í
Kópavogi árið 2004
og B.S. prófi frá Há-
skólanum í Reykja-
vík 2008. Hann lauk
mastersnámi frá
Háskólanum í
Nijmegen, Hollandi,
2010.
Páll starfaði við innri endur-
skoðun í Hollandi og Þýskalandi
að loknu námi.
Páll verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag, 30. októ-
ber 2015, kl. 11.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.“
Hversu sönn eru ekki orð spá-
mannsins Khalils Gibran.
Allar góðu minningarnar sem
við eigum frá samverustundum
okkar með Palla. Á alltof stuttum
lífsferli hans sem að hluta til var
erlendis. Vegna búsetu, náms,
vinnu og ekki síst stofnunar heim-
ilis með henni Barbel, var hann
löngum fjarri heimaslóð. Við höf-
um fylgst með honum vaxa úr
grasi, þroskast, upplifa gleði-
stundirnar, brosið hans og hlý-
leika. Brúðkaup hans og unnust-
unnar, þar sem gleði og hamingja
var í fyrirrúmi. Allt er þetta þakk-
arvert og þar vorum við þiggjend-
ur ásamt svo mörgum öðrum.
Reyndar er orða vant þegar
kveðjustundin kemur svona
óvænt og snemma á lífsleiðinni,
aðeins hægt að biðja Guð um styrk
til handa eiginkonunni, foreldrum,
systkinum og öllum þeim sem áttu
samleið með honum.
Blessuð sé minning hans.
Amma Erla
og afi Gunnar.
Elsku Palli frændi.
Það er skrítið að hugsa til þess
að þú sért farinn.
Og þegar við hugsum um þig
eigum við margar yndislegar
minningar.
Margar þeirra tengjast Strönd-
inni, um okkur krakkana í leikj-
um. Fjölskyldugleði, laufa-
brauðsgerð, álfabrennur, setið í
grasinu með samlokur í boxi á
sumrin, kleinur og kakó á veturna
með útiteknar kinnar. Brandarar,
spil, spjall, gítar, söngur og hlátra-
sköll.
Góðar minningar sem við mun-
um ávallt varðveita í hjörtum okk-
ar.
Minningar um ljúfan dreng
með sitt hlýja viðmót og smitandi
hlátur.
Hvíldu í friði, elsku gleðigjafi.
Þínar frænkur,
Guðrún Ásta og
Arna Hörður.
Nú er hann Palli okkar farinn í
nýja ferð. Eftir sitjum við með
söknuð í hjarta og svo ótalmargar
minningar sem hlýja okkur um
hjartarætur. Í minningunni vor-
um við frændsystkinin fjögur allt-
af saman í æsku. Palli var alltaf
svo glaður og kátur og birtan
skein úr andlitinu hans. Palli
kvartaði aldrei yfir því að vera eini
strákurinn í hópnum. Hann lét sig
meira að segja hafa það að taka
þátt í fjölskylduuppfærslu af
Söngvaseið heima hjá sér þar sem
hann þurfti að leika báða bræð-
urna í systkinahópnum. Minning-
arnar eru þó fleiri þar sem við vor-
um í fótbolta, að spila spil eða
tölvuleiki. Við Palli fluttum hvort í
sína heimsálfuna þegar við fórum í
mastersnám. Palli flutti til Hol-
lands en ég til Bandaríkjanna. Á
þessum árum sáum við mun
minna hvort af öðru en reyndum
að hittast þegar hann var á ferða-
lagi nálægt mér eða heima á Ís-
landi þegar við vorum bæði þar á
sama tíma. Það kom fyrir að við
hittumst bara á flugvellinum.
Einu sinni hittumst við í New
York og mér þykir mjög vænt um
þann tíma sem við áttum þar. Við
kíktum í Central Park, fórum í
bátsferð í kringum Manhattan og
á Times Square og svo bauð Palli
frænku sinni út að borða eins og
sannur herramaður. Palli var allt-
af að passa upp á alla og að öllum
liði vel. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt hann sem vin og frænda.
Elsku Bärbel, Brynja, Binni,
Erla og Gísli, megi sá sem öllu
ræður styrkja ykkur og styðja.Til
elsku Palla míns, ég veit að þér líð-
ur vel á nýja staðnum og ég veit að
ég hitti þig aftur seinna.
Þín vinkona og frænka,
Gróa Margrét.
Það var fyrir rúmlega þrjátíu
árum að við systurnar og eigin-
menn hófum barneignir. Fljótlega
voru frændsystkinin orðin fjögur
og þar sem fjölskyldurnar eru
samrýndar voru þessi fjögur alin
upp saman að mestu leyti. Palli
var eini strákurinn og þurfti að
standa á sínu í stelpugerinu og eru
margar dásamlegar minningar
um það sem við geymum í hjarta
okkar. Árin liðu, fjölskyldan var
um tíma á Nýja-Sjálandi þar sem
okkar maður heillaði alla upp úr
skónum og kom svo heim altalandi
á ensku. Síðan komu Njarðvíkur-
árin og alveg sama hvert Palli
flutti eftir þann tíma, hann var allt-
af Njarðvíkingur. Hann æfði fót-
bolta með Njarðvík og var orðinn
flottur fótboltamaður þegar hann
flutti hingað í Kópavoginn. Í
menntaskóla spilaði hann bæði
með Breiðabliki og HK. Palli var
heimagangur á heimili okkar og á
menntaskólaárunum gisti hann oft
hjá okkur þar sem langt var að
fara heim eftir æfingar sem voru
seint á kvöldin. Að sjálfsögðu
þurfti Palli í sturtu eftir átökin, og
það fór ekki framhjá neinum á
heimilinu, svefnfriður var rofinn
með söng sem ómaði um allt hús
við misjafnan fögnuð áheyrenda,
þar var sko ekkert dregið af sér.
Palli kláraði stúdentsprófið frá
MK og síðan próf í viðskiptafræð-
um frá Háskólanum í Reykjavík. Á
lokaárinu í HR brá Palli sér til
Kaupmannahafnar í skiptinám.
Þar heillaðist hann af Bärbel sinni,
sem hefur verið förunautur hans æ
síðan. Leiðin lá til Hollands í fram-
haldsnám og þar lauk hann tvö-
földum master í sömu fræðum.
Palli og Valdi fóru oft saman á leiki
Kópavogsfélaganna á Kópavogs-
velli en einnig á aðra velli. Þar
skemmtu þeir sér yfir sigrum og
urðu fúlir yfir aumingjaskap leik-
manna ef Kópavogsliðin töpuðu.
Þetta voru gæðastundir sem munu
aldrei hverfa úr minni. Palli var af-
bragsgóður dansari og verður
hans sárt saknað úr áramótadans-
leiknum í Foldarsmáranum þar
sem hann fór á kostum. Hann var
einstaklega góður drengur, með
sterkan persónuleika og mikið
sjarmatröll, alltaf kátur og með
glettnisblik í augum, vildi allt fyrir
mann gera. Hann sagði gamansög-
ur af sjálfum sér og sá húmor í öllu
í kringum sig. Í sumar fórum við
hjónin til Þýskalands og áttum
dýrmætan tíma með Palla og Bär-
bel þar sem þau tóku höfðinglega á
móti okkur, sýndu okkur stolt
heimili sitt og borgina. Við erum
innilega þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum með þeim. Mikið
var hlegið og minningar rifjaðar
upp. Elsku hjartans strákurinn
okkar, megi algóður guð vernda
hann Palla okkar og varðveita á
hans nýju vegferð og umvefja
hann ljósi sínu.
Elsku Bärbel, Brynja, Binni,
Erla og Gísli, megi góður guð
styðja ykkur og styrkja. Í hvert
skipti sem við minnumst Palla
verður það með gleði og þakklæti
fyrir að hafa verið svo gæfusöm að
hafa fengið að vera honum sam-
ferða. Guð gefi honum góða ferð og
góða heimkomu.
Ykkar,
Karen og Valdimar.
„En ég sem var rétt að byrja að
kynnast honum“. Það voru orðin
sem hrutu af vörum tíu ára dóttur
minnar þegar við fréttum af and-
láti Palla. Hún hafði rétt mánuði
áður knúsað hann þegar við
keyrðum ömmuna og afann til
Kölnar í brúðkaup Palla og Bär-
bel. Fyrir tíu ára hnátu er minnið
oft gloppótt þegar kemur að því að
muna hver er hvað í stórum ætt-
boga, sér í lagi þegar sjaldan er
hist vegna fjarlægðar. Ég var ein-
mitt tíu ára þegar Palli fæddist og
fannst ég þá vera orðin nokkuð
sjóuð í að passa litla frændur,
–hann var sá fjórði röðinni á stutt-
um tíma og komu hans var fagnað.
Að kveðja hann er eitt af því erf-
iðasta sem ég hef gert.
Mig langar að muna allar
stundirnar með honum, en það er
hægara sagt en gert. Þetta kemur
í skömmtum. Ég man eftir að hafa
passað hann á Siglufirði, hann þá
tveggja ára – og bleyjan var á yf-
irflæði. Ég búin að staðsetja hann
í sturtuna og svo horfðumst við í
augu og áttuðum okkur bæði á því
að þetta myndi ekki enda fallega.
Samt var skríkt. Ég man eftir
honum brosandi, hlæjandi og um-
faðmandi. Ég man eftir honum
hamingjusömum sitjandi á kaffi-
húsi í Frankfurt með okkur hjón-
um og Bärbel. Ég man eftir hon-
um spenntum, glöðum og pínu
stressuðum þegar ég hitti hann
tveimur dögum fyrir brúðkaupið.
Ég man hann.
Þrátt fyrir að búa bæði hérna
megin við hafið, náðum við ekki að
hittast nógu oft. Það kom þó fyrir,
hann kom til okkar, fyrst í stutt
stopp 2008 og eftir það náðum við
að hittast nokkrum sinnum. Við
vorum heppin að fá að heimsækja
hann til Nijmegen í Hollandi þar
sem bjó hjá yndislegum hjónum á
meðan hann kláraði námið, síðar í
Frankfurt með Bärbel og loks
vorum við svo heppin að fá þau í
heimsókn þegar fjölskyldan hans
mætti á svæðið. Heppin! Palli var
einstakt eintak af manni. Hann
átti nóg af kærleik og hlýju og var
óspar á að gefa af sér. Hann setti
hagsmuni annarra framar sínum
eigin, elskaði fólkið sitt og elskaði
Bärbel. Ég bið góðan Guð að vaka
yfir öllum sem hann elskuðu og
sakna hans í dag.
Sigurlaug og fjölskylda
í Lúxemborg.
Okkar fyrsta minning um Palla
er þegar við systkinin fórum í
heimsókn til ömmu og afa í Dalt-
únið og amma náði í myndbands-
spólu og setti í tækið. Þetta voru
myndbönd af Palla og Erlu sem
Brynjar og Brynja höfðu sent frá
Nýja-Sjálandi. Okkur þótti afar
spennandi að eiga frænda og
frænku sem bjuggu svona langt í
burtu. Þegar þau fjölskyldan
fluttu síðan heim var alltaf
skemmtilegt að heimsækja þau í
Njarðvík. Við kynntumst svo Palla
sennilega best þegar þau fluttu í
Kópavoginn og Palli fór að æfa
með okkur í HK. Hann var alltaf
kátur, brosandi og almennilegur
við allt og alla – það er okkur
minning um elsku Palla frænda.
Elsku Brynjar, Brynja, Erla og
Gísli, við sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og megi Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Systkinin
Hilmar Rafn, Guðni Már
og Ósk.
Þær glitra sem skærustu perl-
ur í huga mér, minningarnar um
allar þær yndislegu stundir sem
ég átti með Palla. V
ið vorum svo heppin að alast
upp saman í stórum hópi frænd-
systkina. Það var mikið brallað og
brasað eins og við má búast og
alltaf nennti Palli að vera í alls-
konar stelpuleikjum með okkur
frænkunum. Ófáar voru stundirn-
ar í sumarbústaðnum þar sem
spilað var Monopoly, sungið af
innlifun við varðeldinn og Binni
spilaði á gítarinn. Þá má ekki
gleyma aðalatriðinu sem var heitt
kakó og brauð með osti dýft í, því-
lík veisla. Fótboltinn var líf Palla
og yndi og æfðum við frændsystk-
inin stíft. Það var mikið tekist á og
ekkert var gefið eftir. Þegar við
urðum eldri unnum við saman á
Kópavogsvellinum og þótti mér
ótrúlega gott að hafa Palla mér við
hlið. Hann var traustur og góður
vinur og sá alltaf spaugilegu hlið-
ina á lífinu. „Always look on the
bright side of life“, sönglaði hann
iðulega því eitt af því sem Palli
hafði unun af voru þeir félagar í
Monty Python.
Þegar leiðin lá í framhaldsnám
til útlanda var það nú bara tilviljun
eða kannski forlögin að við Palli
fórum bæði til Hollands. Ég mun
aldrei getað þakkað það nóg að
hafa haft hann Palla svona nálægt
mér þessi ár þar sem við vorum
bæði svo fjarri heimahögum og
yndislegu fjölskyldunni okkar.
Það þurfti ekki nema eitt símtal og
þá var Palli mættur með opinn
faðminn og fallega brosið sitt. Mig
langar að vitna í orð tengdaföður
míns, Benedikts Benediktssonar
frá Stóra-Vatnsskarði, þegar við
kveðjum hann Palla okkar og
biðja góðan Guð að taka á móti
honum inní eilífa ljósið.
Biðjum saman, verum virk
víst á þessum degi.
Nú þó virðist nóttin myrk
nálgast birta á vegi.
Guðstrúin, oss gefur styrk
glötum henni eigi.
(Ben. Ben.)
Far þú í friði, elsku Palli minn,
ég veit að þú munt halda vernd-
arhendi þinni yfir okkur sem eftir
erum.
Þín
Þórunn Vala.
Ég kveð vin minn Pál Brynj-
arsson með söknuð í hjarta. Við
kynntumst í Háskólanum í
Reykjavík. Síðar lágu leiðir okkar
saman í Hollandi þar sem við vor-
um báðir við nám, hann í Nijme-
gen og ég í Utrecht. Það var gott
að vita af honum þar og við hitt-
umst þegar vel lá á. Eitt skiptið
fengum við hugmynd að fótbolta-
móti sem fékk nafnið Péturs og
Páls-mótið. Næstu fimm jólafrí
var það haldið og var mikill spenn-
ingur sem fylgdi þessum leikjum.
Minningarnar sem þetta fótbolta-
mót skilur eftir eru ómetanlegar.
Páll var vinamargur og með ein-
staklega jákvæðri og fallegri nær-
veru heillaði hann samferðamenn
sína. Hann var mjög hjartahlýr,
alltaf kátur og brosmildur. Það
voru forréttindi að vera vinur hans
og eiga með honum samveru-
stundir. Ég sendi mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Bärbel,
fjölskyldu og annarra aðstand-
enda Palla. Megi minning um ynd-
islegan dreng lifa um ókomna tíð.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Pétur Oddbergur Heimisson.
Ég kveð vin minn, Pál Brynj-
arsson, með söknuð í hjarta. Við
kynntumst í Háskólanum í
Reykjavík. Síðar lágu leiðir okkar
saman í Hollandi þar sem við vor-
um báðir við nám, hann í Nijme-
gen og ég í Utrecht. Það var gott
að vita af honum þar og við hitt-
umst þegar vel lá á. Eitt skiptið
fengum við hugmynd að fótbolta-
móti sem fékk nafnið Péturs og
Pálsmótið. Næstu fimm jólafrí var
það haldið og var mikill spenning-
ur sem fylgdi þessum leikjum.
Minningarnar sem þetta fótbolta-
mót skilur eftir eru ómetanlegar.
Páll var vinamargur og með ein-
staklega jákvæðri og fallegri nær-
veru heillaði hann samferðamenn
sína. Hann var mjög hjartahlýr,
alltaf kátur og brosmildur.
Það voru forréttindi að vera vin-
ur hans og eiga með honum sam-
verustundir. Ég sendi mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til
Bärbel, fjölskyldu og annarra að-
standenda Palla. Megi minning
um yndislegan dreng lifa um
ókomna tíð.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Pétur Oddbergur Heimisson.
Páll Brynjarsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
HALLDÓR HALLDÓRSSON
bifvélavirki frá Ísafirði,
lést þriðjudaginn 27. október á
hjúkrunarheimilinu Eiri. Hann verður
jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 7. nóvember klukkan 11.
.
Ingibjörg Halldórsdóttir, Hannes Guðmundsson,
Sigrún Halldórsdóttir, Björn Jóhannesson,
Marta Kristín Halldórsdóttir, Valur Þór Norðdahl,
Einar Halldórsson, Lanilyn Galo Secuya,
afa, langafabörn og systur hins látna.
Elskulegur faðir okkar og sonur,
KRISTJÁN JÓN JÓHANNSSON,
lést á heimili sínu þann 22. október. Hann
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 11. Blóm
og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Samhjálp og Geðhjálp.
.
Ragna Björk Ragnarsdóttir, Kristján Helgason,
Jóhann Helgi Í. Kristjánsson, Telma Torfadóttir,
Anna Gígja Sigurjónsdóttir Galito,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
Lífshlaupið er oft
þyrnum stráð en
maður er sem betur
fer svo lánsamur á
lífsleiðinni að kynn-
ast skemmtilegu fólki. Árið 1994
varð ég svo heppinn að hitta dáðan
kappa sem við kveðjum í dag,
Helga Flóvent Ragnarsson eða
Helga Ragg. Ég hafði álpast á fót-
boltaæfingu hjá Gróttu hvar Helgi
var þjálfari. Ekki voru margar
Helgi Flóvent
Ragnarsson
✝ Helgi FlóventRagnarsson
fæddist 2. ágúst
1951. Hann lést 6.
október 2015. Útför
Helga var gerð 20.
október 2015.
mínúturnar liðnar
þegar maður fann og
áttaði sig á hve mikill
snillingur var þar á
ferð. Æfingarnar
voru hvorki flóknar
né margar en áttu
eitt sameiginlegt;
þær voru svakalega
skemmtilegar. Ekki
síst vegna þess að að
æfingum loknum tók
jafnan við í búnings-
klefanum „sögustund Helga“ hvar
við leikmennirnir emjuðum úr
hlátri. Maður beið þarafleiðandi í
ofvæni eftir næstu æfingu og þrátt
fyrir að hafa talist helst til latur og
góður við sjálfan mig hafði Helgi
þau áhrif að maður var tilbúinn að
æfa á hverjum degi. Maður hænd-
ist að kappanum þrátt fyrir að
vera sá er líklegast oftast fékk „að
heyra það“ frá honum. Helgi hafði
lag á því að tala um hve góður
íþróttamaður hann hefði verið og
gat einnig talið okkur strákunum
trú um að hann væri það ennþá,
þrátt fyrir að vera kominn af létt-
asta skeiðinu. Taldi Helgi sig
t.a.m. jafnvígan í fótbolta og
handbolta. Einu sinni að kappleik
loknum sagði Helgi að það hefði
verið rosalegt að sjá mig klúðra
einu dauðafærinu. „Kiddi minn,
ég hef aldrei áður séð dæmda töf á
knattspyrnumann í skyndisókn“
og vísaði til þess að undirritaður
var ekki sá fljótasti í bransanum.
Hann bætti síðan við eftir mikil
hlátrasköll: „Strákar, ég lenti
reyndar einu sinni í því þegar ég
var í handboltanum að það var
tæmd töf á mig í uppstökki.“
Ástæðan? Jú, hann sveif svo lengi
í loftinu. Helgi var nokkrum miss-
erum síðar kallaður heim í FH og
leiðir okkar skildi. Fylgdist ég á
komandi árum með Helga úr
fjarska og fékk reglulega fréttir af
honum frá hans góðu félögum sem
reyndust honum afar vel á lífsleið-
inni. Ég var því meðvitaður um
baráttu hans utan vallar. Ég mun
ekki gleyma því þegar ég hitti
Helga fyrir allnokkrum árum, þá á
Þorláksmessu í Kringlunni. Hann
var kátur og þegar við kvöddumst
sagði hann kíminn: „Kiddi minn,
gaman að hitta þig og sjá að þú
virðist eftir öll þessi ár vera ná-
kvæmlega jafnfeitur og þegar ég
þjálfaði þig.“ Ég vissi mætavel að
eitthvað lægi í loftinu og það kom
ekki á óvart að okkar maður hafði
ekkert breyst. Fjölskyldu og vinum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Ég ber einnig kveðjur
frá samherjum mínum, leikmönn-
unum þínum, Helgi minn. Minning-
in um þig mun lifa og öllum sem þig
þekktu er ljóst að nú verður heldur
betur stuð í himnaríki.
Kristinn Kjærnested.