Morgunblaðið - 30.10.2015, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015
Í minningu pabba.
Fæddur var í Fagurhlíð,
fer barn að Hæðargarði.
Sveitin bæði hrjúf og
blíð,
ber við fjöllin ægifríð,
æskuárin liðu fyrr en varði.
Vinnusemi föður frá
fljótt hann nam í æsku.
Bros og birtu vildi sjá,
blíðu sótti móður hjá,
var þar nóg af góðsemi og gæsku.
Létta ávallt hafði lund,
lífsins njóta skyldi.
Glasi lyfti‘ á góðri stund,
glaður fór á vinafund,
hann með sóma sönginn leiða vildi.
Veður þekkti vond og stríð
er vegi landsins ók um.
Oft í hörku vetrarhríð,
hugur sterkur alla tíð,
seint um síðir, bar hann heim að
lokum.
Hafði ást á sinni sveit,
var sannur Skaftfellingur.
Ástin sú var ofurheit,
austur oft til baka leit,
gladdi hugann fagur fjallahringur.
Ófært honum ekkert var,
að efast ekki kunni.
Börnin hann á höndum bar,
hlífði sér í engu þar,
fjölskyldunni framar öllu unni.
Grýtta götu oft hann tróð
en gekk þó áfram veginn.
Móti stríðum straumi óð,
sterkur þá í fætur stóð,
loksins náði landi hinum megin.
Elsku pabbi okkur kær,
við ávallt hugsum til þín.
Eins og hafi gerst í gær,
góð er minning björt og tær,
mamma mun nú aftur fá þig til sín.
(SE)
Guð þig geymi, elsku pabbi.
Gyða, Helga, Guðbrandur,
Guðlaug og Sigurjón.
Kveðja
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
Drottinn minn faðir lífsins ljóss
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Elías Pálsson
✝ Elías Pálssonfæddist 14.6.
1921. Hann lést
25.9. 2015. Útför
Elíasar fór fram í
kyrrþey 20. október
2015.
Hjá þér ég finn frið og
skjól.
Láttu svo ljósið þitt
bjarta
vekja hann með sól að
morgni
Drottinn minn réttu
sorgmæddri sál
svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans
harmabál
slít sundur dauðans
bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
(Bubbi Morthens)
Elsku Elli afi, takk fyrir að
hafa alltaf trú á mér, ég kveð þig
með söknuði og veit að þú ert
kominn á betri stað núna, með
ömmu. Ég veit að þú fylgist með
mér úr Sumarlandinu.
Bless, elsku afi minn.
Þín
Þóra Björg Sigríðardóttir.
Nú kveð ég um sinn
og skil við svo ótalmargt
og mér þykir það leitt
að ég fæ engu breytt.
Og nú er ég fer
ég bið, ei gráttu mig
tak góðu stundirnar
er okkur auðnaðist hér.
Ég vera skal nær
mun geymast í hjarta þér
og hvert sem sál mín fer
þar eflaust frið nú ég finn.
Gráttu ei…
brostu breitt.
Gráttu ei…
ég bið um það eitt
bið fyrir mér,
já, bið fyrir sjálfum þér,
en grát ei örlög mín.
Ég mun sakna þín.
Um annað ég bið
Guð geym þú börnin mín,
og þau muni leita þín
þá hlýt ég eilífan frið.
Nú kveð ég um sinn
og skil við svo ótalmargt,
og mér þykir það leitt
að ég fæ engu breytt.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Elsku afi Elli, núna ertu kom-
inn á góðan stað og sameinaður
aftur ömmu Vilhelmínu.
Kveð þig með söknuði en þó
mörgum góðum minningum í
hjarta.
Ég veit þú fylgist með okkur
og passar.
Hvíldu í friði, afi minn, og við
sjáumst seinna.
Þín
Ellen Sif Skúladóttir.
Vertu blessaður
og sæll, vinur. Ég
þakka þér fyrir þá
vináttu sem við eig-
um og gleymum
ekki.
Við kynntumst árið 1954. Þá
áttum við saman hús á Kirkju-
vegi í Keflavík, þið uppi og við
niðri.
Ég var 18 ára með þrjú börn,
en þið Nenna áttuð bara Arnlín
þá. Ég átti það til að ná í Arnlín
Óli Jón Ólason
✝ Óli Jón Ólasonfæddist 17.
október 1933. Hann
lést 7. október
2015. Útför Óla
Jóns fór fram 14.
október 2015.
í hópinn. Þú kennd-
ir mér að hita upp
slátur, keypt tilbú-
ið. Enda varstu
fínn kokkur. Þið
fluttuð svo í Skíða-
skálann.
En þá áttum við
ekki bíl. Samt hit-
umst við þar einu
sinni og það var
eins og við værum í
sama húsi ennþá.
Það sem ég skrifa núna eru
hjartans þakkir fyrir góðar
minningar liðins tíma.
Af öllum þeim gæðum sem
okkur eru gefin er vináttan dýr-
mætust. Vertu Guði falinn.
Blessaður og sæll.
Gréta og Sveinn Jakobsson.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
MOGGAKLÚBBURINN
TILBOÐ Á RAUÐUM OG HVÍTUM MINNINGABÓKUM
FRÁ 10. OKTÓBER TIL 10. NÓVEMBER.
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að
skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur
með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til
dagsins í dag.
Minningarorð og kveðjur samferðamanna eru dýrmætur
virðingarvottur sem eftirlifandi ástvinum gefst nú kostur á að
búa veglega umgjörð til varðveislu um ókomin ár.
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma
æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um
viðkomandi í Morgunblaðinu og á mbl.is.
Verð til áskrifenda er 11.700 kr.
Tilboðsverð: 8.290 kr.
Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á minningabok@mbl.is
Við Rúnni urðum
vinir held ég strax í
fyrsta bekk í Odd-
eyrarskólanum, og
smám saman óaðskiljanlegir. Við
áttum skap saman, við vorum
ekki íþróttagarpar heldur inni-
púkar sem lásu bækur og skrif-
uðu sögur. Við fylltum fjöldann
allan af stílabókum af ævintýr-
um. Á þessum árum var alls ekki
sjálfgefið að hraustir strákar
fengju að „hanga inni“ við það
sem kannski var þá álitið hálf-
gert iðjuleysi, en heitir núna
skapandi hugsun og þykir mikils
um vert. En við fengum að vera
við sjálfir, oftar en ekki heima
Rúnar Haukur
Ingimarsson
✝ Rúnar HaukurIngimarsson
fæddist 12. sept-
ember 1964. Hann
lést 14. október
2015. Útför Rúnars
fór fram 23. októ-
ber 2015.
hjá Rúnna, þar sem
ég var heimagangur
í mörg yndisleg ár
sem ég minnist allt-
af með mikilli hlýju.
Ég man ekki
hvað við vorum
gamlir þegar við
gerðum fyrstu til-
raunina til að gefa
út blað – hún gekk
ekki alveg nógu vel
en við gáfumst ekki
upp og áður en langt um leið
höfðum við, ásamt Tomma
frænda, komið út skólablaði Odd-
eyrarskólans. Gott ef okkur tókst
ekki að koma út þrem tölublöð-
um á einum vetri. Ég held að það
hafi verið um svipað leyti sem
Rúnni eignaðist alvöru mynda-
vél, og þá má segja að örlög okk-
ar beggja hafi verið ráðin.
Með myndavélinni fann Rúnni
sköpunargáfu sinni farveg á
áhrifamikinn hátt. Bókstaflega
allt varð að myndefni, enda voru
það ekki endilega viðfangsefnin
sem veittu mesta gleði, heldur
það að búa eitthvað til, skapa
eitthvað. Þetta var sköpunar-
gleði.
Þeir eru ótalmargir sem síðan
hafa notið góðs af sköpunargleði
Rúnna. Fáir hafa verið jafn ötulir
og hann við að fanga grípandi
andartök í fótboltanum, mikil-
fengleika íslenskrar náttúru og
svo margt, margt annað. Mynd-
irnar hans munu alltaf halda
minningu hans lifandi.
Kristján G. Arngrímsson.
Við sem kynntumst Rúnari
Hauki Ingimarssyni sem vinnu-
félaga í Tæknivali munum góðan
dreng sem hafði hlýja nærveru.
Hann var einn þeirra sem komu
að fyrirtækinu á fyrstu árum
þess og átti sinn þátt í að skapa
þann góða samstarfsanda sem
við þekktum sem þar unnum.
Rúnar starfaði sem sérfræðingur
í tölvunetkerfum og var býsna
slyngur á því sviði. Hann var
þeirrar manngerðar sem gott var
að leita til um aðstoð þegar með
þurfti í vinnunni og nutu nýir
starfsmenn í tæknideildinni þess
sérstaklega að sækja í hans
reynslu. Rúnar var mjög áhuga-
samur um tölvutæknina sem er
mikilvægur kostur tæknimanns
eins og hans sem vann við tölvu-
þjónustu til fyrirtækja úti í bæ
og út um land ef því var að
skipta. Hann hafði gott lag á að
sinna þjónustu og ávann sér
traust og jafnvel vináttu við-
skiptavina sem varð til þess að
þeir vildu helst ekki að aðrir
tæknimenn en hann sinnti þjón-
ustu við þá.
Rúnar Haukur var jafnan með
rólegri mönnum og var lítið fyrir
að trana sér fram en hann leyndi
á sér og laumaði gjarnan skotum
og hnyttnum athugasemdum inn
í umræður þar sem við átti.
Það er sárt að horfa á eftir
þessum góða félaga sem nú er
fallinn frá, langt um aldur fram.
Eftir lifir minningin um einstak-
an mann, ljúfmenni sem öllum
vildi vel og hafði svo margt fram
að færa.
Við vottum dóttur hans, Re-
bekku Unni, fjölskyldu og ástvin-
um okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Rúnars
Hauks Ingimarssonar.
Fyrir hönd samstarfsfélaga í
Tæknivali,
Erlendur Geirdal.