Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 43
1981, á Litla-Hrauni 1981 og við
Grunnskólann á Stokkseyri 1984-97.
Úlfar gekk ungur til liðs við
KFUM og var Skógarmaður. Hann
var skáti í Jómsvíkingum og Skjöld-
ungum á yngri árum og starfaði í
Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Fé-
lagi ungra guðspekinema, var for-
maður Málfundafélags VÍ 1958-59,
sat í stjórn Vöku 1963-64, í stjórn
LÍN 1968-69, í Stúdentaráði 1967-69,
í Háskólaráði 1968-69, formaður
skólanefndar Húsmæðraskólans á
Löngumýri 1976-77, sat í bygging-
arnefnd elliheimilis og heilsugæslu-
stöðvar í Ólafsfirði 1972-80, í kjör-
stjórn Ólafsfjarðarkjördeildar
1974-80, í skólanefnd Ólafsfjarðar
1978-80, forseti Rotaryklúbbs Ólafs-
fjarðar 1979-80, í félagsmálanefnd
eldri borgara og öryrkja á Eyrar-
bakka 1982-86, skoðunarmaður
reikninga Eyrarbakkahrepps 1982-
98, og Selfossveitna frá 1992-2002, í
sáttanefnd Eyrarbakka 1982-86, i
áfengisvarnarnefnd Eyrarbakka
1988-94, formaður Bridsfélags Sel-
foss 1985-86, sat í stjórn Bridsfélags
Hveragerðis 1998-2002, hefur spilað
keppnisbrids í áratugi, í Kjaranefnd
Prestafélags Islands 1985-87 og flutti
mál tvisvar fyrir kjaradómi, í stjórn
Hjálparstofnunar kirkjunnar 1987-
92, var gjaldkeri Prestafélags Suður-
lands 1987, ritari þess 1989-92, fyrsti
formaður siðanefndar Prestafélags
Íslands 1994-2004, sat í stjórn Fjöl-
skylduþjónustu kirkjunnar 1995-
2000, í Héraðsnefnd Árness-
prófastsdæmis 1995-2007, í stjórn
Prestssetrasjóðs 1998-99, sat í stjórn
Prófastafélags Íslands 1999-2007, í
Strandarkirkjunefnd 2002-2007 og er
gjaldkeri í stjórn Félags fyrrum þjón-
andi presta frá 2010 og formaður
félagsins frá 2011-2015.
Úlfar hefur sungið með blönduðum
kórum og karlakór og leikið einleik á
orgel við athafnir svo sem kistulagn-
ingar, eins reglulega á píanó undir al-
mennum söng á dvalarheimilum.
Hann stjórnaði tvöföldum kvartett í
Ólafsfirði og söng tvísöng með dr.
Róbert Abraham Ottóssyni á sögu-
kvöldi í Norræna húsinu. Hann syng-
ur nú með Hörpukórnum á Selfossi
og hefur sungið einsöng með honum.
Úlfar var virkur í götuhlaupum á
sextugsaldrinum og hljóp víða um
land. Hann náði bestu tímum sínum á
árinu 1994 í hálfu maraþoni: 1.43. 31
og í heilu maraþoni: 3.46. 52. Úlfar sat
í Æðsta ráði Frímúrarareglunnar frá
2009-2015, Úlfar hefur verið í forsvari
fyrir og kennt brids og snóker hjá
Félagi eldri borgara á Selfossi frá
2009.
Fjölskylda
Úlfar kvæntist 26.7. 1969 Gunn-
þóru Freyju Jóhannsdóttir, f. 13.11.
1944, sérkennara. Þau skildu 1990.
Börn Úlfars og Freyju eru Guð-
mundur Freyr, f. 18.10. 1970, dr. og
prófessor í samgönguverkfræði og
deildarforseti við HÍ, kvæntur Minj-
ung, dr. og prófessor í mannfræði í
Suður-Kóreu; Anna Kristín, f. 28.7.
1974, lögfræðingur skógardeildar
norska landbúnaðarráðuneytisins,
gift Sigmari Jack, beinaskurðlækni í
Osló og eru börn þeirra Hilmir Davíð
Jack, f. 2001, Brynjar Axel Jack, f.
2003, og Freyja Ísabella Jack, f. 2008.
Úlfar kvæntist 2.7. 1994, Herborgu
Pálsdóttur, f. 21.1. 1960, hjúkrunar-
konu og ljósmóður við Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands. Foreldrar Her-
borgar: Páll Guðbjartsson, f. 4. 8.
1931, d. 8. 6. 2007, framkvæmdastjóri
í Borgarnesi, og Herdís Guðmunds-
dóttir, f. 11. 12. 1930, handavinnu-
kennari. Dætur Herborgar: Herdís
Sigurgrímsdóttir, f. 29.8. 1980, blaða-
maður í Stafangri, gift Per Anda,
arkitekt og börn þeirra Herborg, f.
2013, og Jóhann, f. 2014; Hildur Sig-
urgrímsdóttir, f. 12.1. 1986, búfræð-
ingur og doktorsnemi í lífeindafræði.
Dóttir Úlfars og Herborgar er
Guðrún, f. 14.8. 1996, nemandi í MH.
Systir Úlfars er Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 10.3. 1945, var kaup-
maður í Reykjavík, gift Erni Sigurðs-
syni, húsgagnasmið og myndskera.
Foreldrar Úlfars: Guðmundur Ein-
ar Páll Grímsson, f. í Gröf í Laugardal
15.12. 1905, d. 4. 4. 1979, húsgagna-
smíðameistari í Reykjavík, og Ingv-
eldur Stefanía Runólfsdóttir, f. í
Reykjavík 9.1. 1912, d. 1.10. 2006,
kaupmaður í Reykjavík.
Úr frændgarði Úlfars Guðmundssonar
Úlfar
Guðmundsson
Kristín Gísladóttir
b. og húsfr. í Hvammi
Þorbjörn Jónsson
b. í Hvammi í Ölfusi
Guðrún Þorbjörnsdóttir
húsfr. í Rvík
Runólfur Sigurjónsson
verkam. í Rvík
Ingveldur Stefanía
Runólfsdóttir
kaupmaður í Rvík
Ingveldur Stefanía
Runólfsdóttir
b. og húsfr. á Stöðlum
Sigurjón Þorsteinsson
b. á Stöðlum í Ölfusi
Guðrún
Guðmundsd.
kaupm. í Rvík
Þóra Maack
húsfr. í Rvík
Ásta
Arnardóttir
jógakennari
Pétur Maack verkfræði-
prófessor og flugmálastjóri
Harpa
Arnardóttir
leikstj. og
leikari
Runólfur Maack
verkfræðingur
Stefanía
Arnardóttir
kennari
Gunnar Maack
viðskiptafræðingur
Guðrún Magnúsdóttir
b. og húsfr. á Laugarvatni
Eyjólfur Eyjólfsson
b. á Laugarvatni í Laugardal
Guðrún Eyjólfsdóttir
b. í Skálholti og Gröf
Grímur Eiríksson
b. í Skálholti og
Gröf í Laugardal
Guðmundur Einar
Páll Grímsson
húsgagnasmíðam.
í Rvík.
Guðrún Ásmundsdóttir
b. og húsfr. á Gjábakka
Eiríkur Grímsson
b. á Gjábakka í Þingvallasveit
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015
Una fæddist á Stóru-Giljá íVestur-Húnavatnssýslu30.10. 1854, dóttir Gísla
Sigurðssonar, bónda í Giljárseli,
og Önnu M. Erlendsdóttur.
Una giftist Guðmundi Jónssyni
frá Barkarstöðum, lyfjafræðingi.
Þau bjuggu fyrst í Stykkishólmi
en hann varð síðan lyfjafræðingur
við Reykjavíkur Apótek frá 1884.
Þau eignuðust fimm börn, en Guð-
mundur lést á besta aldri, 1899.
Eins missti Una öll börnin, ung að
árum, nema yngsta soninn, Er-
lend, sem var gjaldkeri lögreglu-
stjórans í Reykjavík og tollstjóra,
afburða vel sjálfmenntaður, m.a. í
bókmenntum og listfræði, og hélt
uppi óopinberri menningarmiðstöð
í Unihúsi.
Una tók kostgangara og leigði
út herbergi í Unuhúsi og var fæði
hennar og húsnæði ódýrara en
annars staðar. Hún úthýsti aldrei
neinum og fyrr en varði var Unu-
hús orðið athvarf fátæklinga,
ofdrykkjumanna og portkvenna.
Una leyfði hvorki drykkju né laus-
læti en fyrirgaf öllum allan
breyskleika.
En Unuhús varð ekki síður
þekkt sem miðpunktur menningar
á fyrri helmingi 20. aldar. Meðal
fastagesta þar má nefna Stefán frá
Hvítadal, Þórberg Þórðarson,
Guðmund Hagalín, Halldór Lax-
ness, Stein Steinar, Nínu
Tryggvadóttur og Louisu Matt-
híasdóttur. Þórbergur skrifaði
bókina Í Unuhúsi eftir frásögn
Stefáns frá Hvítadal en í Atóm-
stöðinni lýsir Halldór Laxness Er-
lendi sem organistanum og bó-
hemískum heimilisbrag í þessu
sögufræga húsi.
Eftirfarandi ljóðlínur um Unu
eru eftir Jón S. Bergmann:
Ævistarf þitt var kærleiksverk
að vinna,
vermdirðu margan útlægan og kalinn.
Grátklökkvi hrærir hjörtu vina þinna,
harmur var kveðinn þeim, er féllstu
í valinn.
Reistir þú snauðum skála á þjóðbraut
þvera,
þú vildir aldrei sýnast heldur vera.
Una lést 7.12. 1924.
Merkir Íslendingar
Una
Gísladóttir
95 ára
Geirþrúður Stefánsdóttir
Svanlaug Halldórsdóttir
90 ára
Jón Gunnarsson
85 ára
Erna Margrét Haraldsson
Guðrún Jacobsen
Petrea Aðalheiður
Gísladóttir
Sigurður Gunnarsson
80 ára
Bernharð Ingimundarson
Egill B. Sigurðsson
Þóra Kristín
Filippusdóttir
75 ára
Guðbjört Ásdís
Guðmundsdóttir
Guðlaugur Þ. Sveinsson
Helga Þórðardóttir
Jóhannes Óskarsson
70 ára
Birgir Jónasson
Guðlaug Sveinbjörnsdóttir
Guðmundur Þ. Svavarsson
Kristjana Magnúsdóttir
Sigurður Örn Hannesson
Þorgerður Kjartansdóttir
60 ára
Arnór Magnússon
Björk Georgsdóttir
Einar Óskarsson
Eysteinn Gunnarsson
Guðjón Þór Pétursson
Guðrún S.
Guðmundsdóttir
Ingi Kristinn Magnússon
Kristín Sigvaldadóttir
Sverrir Ögmundsson
50 ára
Árni Þorsteinsson
Berglind Hrafnkelsdóttir
Böðvar Bjarnason
Einar Gunnar Sigurðsson
Einar Ingþór Númason
Erlendur Örn Fjeldsted
Haraldur Ásgeir Hjaltason
Jón Kári Hilmarsson
María Páley Gestsdóttir
Minaya Multykh
Óli Axel Óskarsson
Svanhvít Kristjánsdóttir
Sveinn Haukur
Klemensson
Þorsteinn Bergmann
40 ára
Anna Lára
Guðfinnsdóttir
Arndís Hildur Jónsdóttir
Ásthildur Linda
Arnarsdóttir
Egill Kristjánsson
Jacek Bojar
Joanna Grudzinska
José R Alvarado
Valenzuela
Kjartan Hávarður
Bergþórsson
Marteinn Svavar
Sigurðsson
Piotr Andrzej
Ryszkowski
Sigurður Kristinn
Sigurðsson
Srinuan Prommarin
Stefán Freyr
Jóhannsson
30 ára
Alma Rún Pálmadóttir
Anna Björg Leifsdóttir
Máni Atlason
Nerea Einarsdóttir
Alvarez
Sveinn Þorri Davíðsson
Sævar Þór Halldórsson
Til hamingju með daginn
40 ára Friðrik ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
stúdentsprófum frá FB og
er flotafulltrúi hjá Strætó
bs.
Maki: Sigrún María
Ammendrup, f. 1975,
skrifstofustjóri hjá HR.
Stjúpsynir: Ágúst Þórir,
f. 1998, og Axel Snær, f.
2002.
Foreldrar: Karel Krist-
jánsson, f. 1950, og Þór-
dís Soffía Friðriksdóttir, f.
1953.
Friðrik Ingi
Karelsson
40 ára Birkir lauk versl-
unarprófi frá FSS og er
bóndi á Móeiðarhvoli í
Rangárþingi eystra.
Maki: Bóel Anna Þór-
isdóttir, f. 1973, bóndi.
Börn: Belinda Margrét, f.
1999; Róbert Bjarmi, f.
2001; Sólrós Vaka, f.
2007, og Ívar Ylur, f.
2008.
Foreldrar: Tómas B.A.
Högnason, f. 1933, d.
2014, og Berta G. Björg-
vinsdóttir, f. 1935.
Birkir Arnar
Tómasson
30 ára Máni er Skaga-
maður, býr í Reykjavík og
er lögmaður hjá LOGOS
lögmannsþjónustu.
Maki: Helga Margrét Þor-
steinsdóttir, f. 1991, nemi
í læknisfræði í HÍ.
Bróðir: Vífill Atlason, f.
1991, nemi í sagnfr. við HÍ.
Foreldrar: Atli Harðar-
son, f. 1960, lektor við
menntavísindasvið HÍ, og
Harpa Hreinsdóttir, f.
1959, framhaldsskóla-
kennari.
Máni
Atlason
Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is
Síðan 1986
Sendum hvert
á land sem er
Vatnsheldar König Action myndavélar
Tölvur og fylgihlutir
• Frábært í tómstundirnar
• Festingar við hjálm eða hjól fylgja
• 1,8” skjár til að skoða upptökur
• Kristaltær HD myndgæði
Verð 9.990 kr.
Verð 16.990 kr.