Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 Norðmenn eiga landamæri að Rússlandi í norðri. Ofansjáv- arskip rússneska flotans sigla oft suður með vesturströnd landsins frá bækistöðinni miklu í Severomorsk. Frá lokum kalda stríðsins og fram á síðustu ár voru samskiptin við Rússa ágæt en nú hefur spenna aukist, m.a. vegna Úkraínudeilunnar. Norðmenn hafa nú svo miklar áhyggjur af auknum umsvifum Rússa á og í hafinu að þeir hafa beðið önnur NATO-ríki um að-stoð við að finna og fylgjast með rúss- neskum kaf- bátum. Mörg þúsund kílómetrar afhefðbundnum símaköpl-um og ljósleiðaraköplum liggja eins og hulið net um botn heimshafanna, þar á meðal við aust- urströnd Bandaríkjanna. Í sept- ember voru bandarískir gervihnett- ir, flugvélar og skip notuð til að fylgjast vandlega með rússneska njósnaskipinu Jantar sem var á hægri siglingu við austurströndina áleiðis til Kúbu. Um borð í Jantar eru tveir fjarstýrðir dvergkafbátar sem hægt væri að nota til að skera í sundur kapla á margra kílómetra dýpi, að sögn heimildarmanna í Bandaríkjaflota. Rússar segja að vísu að Jantar sé búið einstaklega háþróuðum tækj- um og aðeins notað til hafrann- sókna. Skipið stundi engar njósnir, hvað þá að það sé hægt að nota til hernaðar. En tortryggnin hefur aukist, afstaða ráðamanna vest- anhafs og í Vestur-Evrópu er farin að minna æ meira á viðbrögðin í kalda stríðinu. Fjöldi geysilega mikilvægra kapla er á botni Atlantshafsins með enda- stöð í borgum eins og New York og Miami sem er skammt frá Kúbu. Um 95% daglegra netsamskipta heims fara um kapla af þessu tagi og á hverri sekúndu eru send um þá boð um milljarðaviðskipti. Full- yrt er að rússneskir kafbátar sigli nú mun oftar en áður í grennd við þessa kapla og virðist vera að kanna aðstæður, ef til vill með árás í huga. Sérfræðingar BBC segja að sennilega sé útilokað að skera á allt netkaplasamband Bandaríkjanna við umheiminn með því að ráðast á kaplana. Tengingarnar við önnur lönd séu einfaldlega of margar og oftast hægt að beina umferðinni um aðra miðla. En víða annars staðar væri hægt að valda miklum erf- iðleikum með slíkum skemmd- arverkum. Bandaríkjamenn hafa frá því á áttunda áratugnum hlerað rúss- neska kapla á hafsbotni. Í vitn- isburði uppljóstrarans Edwards Snowdens er einnig fullyrt að njósnaþjónustur Breta og Banda- ríkjamanna geti hlerað gagnaflutn- ing í Bude í Cornwall. Þar koma á land helstu kaplarnir yfir Atlants- hafið. En auk áðurnefndra kapla, sem oftast liggja á svipuðum slóð- um og eldri símakaplar yfir hafið, hafa Bandaríkjamenn lagt nokkra leynilega njósnakapla um hafsbotn- inn. New York Times segir hugs- anlegt að Rússar séu aðallega að leita þessara kapla. Yfirleitt eru kaplarnir grafnir um einn metra niður í jarðveginn til að reyna að koma í veg fyrir að jarðskjálftar, akkeri eða veiðarfæri fiskiskipa valdi á þeim tjóni, næst landi eru þeir gjarnan enn betur varðir og settir í stokk. Samt verða þeir oft fyrir tjóni en oftast nálægt landi á til- tölulega litlu dýpi og því fljótgert að lagfæra þá. Fyrir tveim árum klófestu Egyptar þrjá kafara sem voru að skera á mikilvæga kapla sem annast samskipti við hluta Evrópu, Afríku, Mið-Austurlanda og Asíu. Neðansjávardróni með kjarnorkuvopn Miklu erfiðara yrði að eiga við tjón af völdum fjarstýrðra tækja á margra kílómetra dýpi. Þau gætu valdið geigvænlegum truflunum og hægt væri að valda slíkum skemmdum með algerri leynd, nær engin leið að rekja með vissu hver hefði verið að verki. Fullyrt er að Rússar séu nú að smíða ómannaðan dróna til að flytja litla, taktíska kjarnorkusprengju neðansjávar. Hann megi nota til árása á hafnir. En eru Rússar að búa sig undir að beita skemmd- arverkum ef stríð skellur á, stöðva þau hröðu netsamskipti sem rík- isstjórnir, fyrirtæki og almennir borgarar á Vesturlöndum reiða sig nú algerlega á? Heimildarmenn í varnarmála- ráðuneytinu í Washington segjast sjá mörg merki um það. Mark Ferguson, flotaforingi og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu, segir að framtíðarstefna Rússa sé að nota í vaxandi mæli blöndu af ýmsum aðferðum, hefðbundin vopn, sér- sveitir og ný vopn. „Þetta merkir að notuð verða vopn í geimnum, beitt verður netárásum, upplýs- ingastríði og samþættingu margra aðferða sem ætlað er að lama allt ferli ákvarðanatöku hjá Atlantshafs- bandalaginu. Á hafinu er áherslan lögð á að trufla ákvarðanaferli.“ Gætu reynt að skera á netkaplana RÚSSAR ERU NÚ AÐ TAKA UPP NÝJA VARNARMÁLA- STEFNU ÞAR SEM SAMÞÆTT VERÐA NÝ VOPN OG ÁRÁSIR Á UPPLÝSINGASTREYMI. ÞEIR SÝNA MIKINN ÁHUGA Á NEÐANSJÁVARKÖPLUM SEM ANNAST NETUMFERÐ. Vladímír Pútín í köfunarkúlu. AUKIN SPENNA Rússneska hafrannsóknaskipið Jantar (ambur) er afar fullkomið og talið víst að það sé m.a. notað til að njósna. Um borð eru tveir fjarstýrðir dvergkafbátar sem menn óttast að hægt sé að nota til skemmdarverka djúpt á hafsbotni. * Stríð er ekki annað en flótti hugleysingjansfrá vandamálum friðarins. Thomas Mann, þýskur rithöfundur. AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN K AÍN PE N ákv u í v issbirnin fen rá 1979 ha eittnemaekki mátt eiga ú mega þe dragamæddum takmö ríkimikilli fólksfjölgun farið aðms, með um 1300 m vegnanka. Sú þróun veld orðiðá aðing rnirára LANDK kk um gGr oi ir björguðu 138 farand- og flóttamönn num við eyna Kalym s hvofólksin u Áða aæ n . miá svænnað slysið af nst iðaðis sundur16 manns þegar trébátur þeirra l t í frá sbos. St k Tyrk r ð en an þa B TONASHINGW Öldungadeild gsndaríkjaþinBa þykktsa a áikm föstudag samning um tveggja ára og mun ha að loka þurfi opinberu vegna peni gerst.Alrík til lántöku rep Ted Cruz o báðir vilja næsta ári. D samskipti B repúblikan þingdeildu RÚSSLAND arutan Ríab dag Bandaríkjamenn, varaði á föstu a til aðstoðar uppreisnarmönnumandherlið til Sýrlands ar al-Assad forseta. Rússar styðja núsem berjast gegn Bash m og Bandaríkjamenn, sem krefjasAssad með loftárásu fa ekkert samráð við stjórnþess að hann víki, ha ndherliðið. a fram til þessa ekki sent neBandaríkjamenn haf hermenn til Sýrlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.