Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 Heilsa og hreyfing E inn fjórði hluti Evrópubúa þarf að takast á við ýmiss konar heilsufarsleg vanda- mál sem eru tilkomin vegna streitu á vinnustað. Þetta leiðir skýrsla Evrópsku vinnuvernd- arstofnunarinnar frá síðasta ári í ljós. Hér á landi hefur Streituskólinn verið starfræktur í nokkur ár en skólinn hefur einkum haldið nám- skeið fyrir fyrirtæki um forvarnir gegn streitu. Nú hefur nýrri þjón- ustu verið komið á fót sem Ragn- heiður Guðfinna Guðnadóttir, vinnusálfræðingur og ráðgjafi og kennari við skólann, segir hafa ver- ið aðkallandi. Nýja þjónustan er hálfgerð bráðamóttaka fyrir þá sem þjást af mikilli streitu og kallast einfaldlega Streitumóttakan. Til Streitumóttökunnar leitar fólk sem á orðið í miklum erfiðleikum með að samhæfa starf og einkalíf eða er yfirkomið af þreytu og komið með líkamleg óþægindi og skapbreyt- ingar. „Hvað svo sem það er, hvort sem það er vitundarvakning eða að mikil streita er einfaldlega farin að þjaka fleiri, þá hefur verið ótrúleg aukn- ing í því að fólk sem er að bugast undan álagi leitar til okkar og þetta var orðið þannig að við vorum orðin hálfgerð bráðamóttaka fyrir fólk sem var að kikna undan álaginu,“ segir Ragnheiður Guðfinna en bæði eru það fyrirtæki sem senda starfs- menn sína til fagaðila skólans en svo leita einstaklingar þangað á eigin vegum en eftir matsviðtal er ákveðið hvernig aðstoð hentar ein- staklingum best og hversu bráðað- kallandi það er að grípa strax inn í. A-týpan keyrir sig frekar í þrot Innan streituskólans starfar þver- faglegt teymi sem kemur að mál- efnum skjólstæðinga sinna frá ólík- um áttum. Ragnheiður Guðfinna er með meistarapróf í félags- og vinnusálfræði, þar starfar líka geð- læknir sem metur skjólstæðinga út frá því hvort vandamál þeirra sé al- varlegra en streita, þá er félags- fræðingur sem þekkir inn á kerfið og lagaþætti þess, hjónabands- og fjölskylduráðgjafi, áfengis- og fíkni- ráðgjafi, hjúkrunarfræðingur og heilsu- og mannauðsráðgjafi. Það kann að koma mörgum á óvart að svo víðfeðmt teymi þurfi að hjálpa stressuðum einstaklingum en fyrir utan sálrænar af- leiðingar streitu eru af- ar líkamlegir fylgikvillar sem fylgja, jafnvel hjartaáfall sam- kvæmt rannsóknum. „Ég held að í raun séum við samt bara að sjá toppinn á ísjakanum, því það eru mjög margir sem leita sér ekki hjálpar fyrr en þeir eru orðnir alveg ráðþrota og þeir sem koma til okkar eru gjarnan komnir á þann stað. Viðkomandi er kannski búinn að leita sér að- stoðar hjá heimilislækni, er með óþægindi í meltingar- eða önd- unarfærum því öndunin er undir gríðarlegu álagi. Sumir finna fyrir óreglulegum hjartslætti og óttast að þeir séu að fá hjartaáfall. Þessi líkamlegu einkenni eru ofboðslega sterk og sumum finnst þeir hrein- lega vera að hrökkva upp af en svo kemur í ljós að þessi einkenni eru tengd streitu.“ Ragnheiður Guðfinna bendir á at- hyglisverðan punkt í þessu. Muninn á hvernig A-týpan og B-týpan tek- ur á því að leita sér hjálpar þegar í slíkt óefni er komið. „A-týpan er gjarnan manneskjan sem hefur farið þetta á hnefanum og harkað þetta af sér langt um- fram það sem hún þolir. Hún tjáir sig lítið um líkamlega líðan sína við sína nánustu en fer þó til heimilis- læknisins sem að lokum kemst að því að þetta á sér andlegar orsakir. B-týpan er hins vegar opnari og segir sínum nánustu frá því að heilsufarið sé afar slæmt og hún upplifi sig eins og skuggann af sjálfri sér og fær hvatningu til að leita sér hjálpar. A-týpan er því í raun líklegri til að keyra sig í þrot og vera farin að upplifa algjöra kulnun í starfi.“ Hvað er átt við þegar streitan er STREITUMÓTTAKA NÝ ÞJÓNUSTA Streita getur verið bráðatilfelli RAGNHEIÐUR GUÐFINNA GUÐNADÓTTIR VINNUSÁL- FRÆÐINGUR SEGIR ÞAÐ SÍFELLT FÆRAST Í AUKANA AÐ FÓLK ÞURFI Á BRÁÐAAÐSTOÐ AÐ HALDA VEGNA STREITU. FÓLK HAFI EINFALDLEGA KEYRT SIG Í ÞROT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ný áströlsk rannsókn vísindamanna gefur til kynna að efni sem finnst til að mynda í svörtu tei minnki líkurnar á því að fólk brjóti í sér bein og tedrykkja sé því sérlega æskileg fyrir eldra fólk sem er hættara við beinbrotum. Vel er vitað að kalk og D-vítamín gerir beinin sterkari en nú má bæta að minnsta kosti einum tebolla á dag við matseðilinn. Svart te gott fyrir beinin Það getur verið einstaklingsbundið hvernig streita birtist hjá fólki og fer það eftir því hvernig mataræði þess, hreyfing, styrkur og persónuleikinn er í grunninn. Einkenni streitu er hins vegar skipt upp í fjóra flokka: Líkamleg einkenni: Meltingartruflanir og magaónot, aukinn hjartsláttur, hækkaður blóðþrýstingur, þyngsli fyrir brjósti og öndunarerfiðleikar. Fölt andlit þar sem háræðarnar dragast saman. Hegðunarleg einkenni: Reiðiköst, fólk er uppstökkt, viðkvæmni, hækkaður málrómur og grátur til skiptist jafnvel. Klaufamistök í vinnunni og skrýtnar ákvarðanir sem eru ekki þaulhugsaðar. Reynum að vinna meira því okkur líður eins og við afköstum ekki eins og við gerðum. Flýjum þá tilfinningu með aukinni vinnu. Óreglulegir matmálstímar og óhollara mat- aræði svo sem skyndibitar, meiri áfengis- neysla og reykingamenn reykja meira. Tilfinningaleg einkenni: Kvíði og ótti gagnvart því sem koma skal. Sorgartilfinning, reiði, dvínandi gleði. Færri jákvæðar tilfinningar og fleiri neikvæðar. Sálræn einkenni: Hugsanirnar eru neikvætt stemmdar, sjáum glasið hálftómt en ekki hálffullt. Minni raskast, verðum utan við okkur og flökkum mikið milli hugsana. Einkenni streitu Getty Images/iStockphoto
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.