Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Í Arches *Fólk sem heimsækir Arches staldrar kannskivið að í þessum þjóðgarði eru varlar til bygg-ingar, til dæmis upplýsingamiðstöðvar, gesta-stofur eða slíkt. Hins vegar er vel staðið aðallri móttöku fyrir gesti. Göngustígar umsvæðið eru skýrt markaðir og það virðistnánast ómeðvitað hjá fólki að fara ekki út fyrir þá. Slíkt gerist ekki og kannski ræður þar lotningin fyrir landinu N áttúra í þjóðgarðinum Arches í Utah-ríki vest- ur í Bandaríkjunum á sér fáar hliðstæður. Í víðfeðmri eyðimörk eru kynjamynd- ir í rauðleitum sandsteini. Í daglegu máli er þjóðgarðurinn kenndur við steinbogana, listaverk sem mynd- uðust fyrir milljónum ára þegar svæði þetta var undir sjávarmáli. Leikmynd úr gömlum vestra Utah-ríki, ein af vestursveitum Bandaríkjanna, er háslétta. Á sumr- in er þar hlýtt í veðri og þurrt en veturnir kaldir. Því er gróðurfar á þessum slóðum viðkvæmt. Þarna eru lágir runnar og harðgerðar plöntur áberandi milli steina og kletta. Raunar smellpassar þetta við leikmynd úr gömlum vestra, þar sem kúrekar fara um breiðurnar á brokkandi klárum. Landnemar fornra ættbálka sem löngu eru horfnir af sjónarsviðinu komu á slétturnar í Utah fyrir tíu þúsund árum eða svo. Ein þessara kynkvísla var Forn Pueblo, fólk sem bjó hverja kynslóðina fram af ann- arri á þessum slóðum. Annars er fátt vitað um mannlíf þarna í fyrnd- inni, en auðvitað var litið til þessara miklu breiða þegar fólksflutning- arnir frá Evrópu til Bandaríkjanna hófust á 18. öldinni. Spænskir trú- boðar stungu þarna niður stríðs- fánum sínum árið 1774 og seinna mormónar sem þá höfðu fundið sitt fyrirheitna land í Utah. Síðasta krossferðin Þegar stundir liðu fram spurðist út hvaða undraveröld væri á sléttum Utah. Þegar kom fram á 20. öldina hafði í Bandaríkjunum myndast stemning fyrir náttúruvernd. Stað- festing um vernd svæðisins var gef- in út árið 1926, um líkt leyti og nafnið Arches kom fram. Í fyllingu tímans var staða svæðisins styrkt og landamæri þess víkkuð út. Formleg yfirlýsing um verndun kom frá Herbert Hoover Banda- ríkjaforseta árið 1929 og Franklin D. Roosevelt bætti um betur tíu ár- um síðar. Það var Richard Nixon sem um 1970 undirritaði lög sem gerðu Arches að þjóðgarði Spírurnar í Arches eru sumar tugir metra á hæð og vinsælar með- al fjallasprangara. Þetta er raunar prýðisgóðar leikmyndir og þarna voru meðal annars teknar senur í kvikmyndinni Indiana Jones og síð- asta krossferðin sem naut mikilla vinsælda fyrir aldarfjórðungi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Á SLÓÐUM INDIANA JONES Í UTAH Bogar, sveigar og bergturnar Á HÁSLÉTTUNUM Í SUNNANVERÐUM BANDARÍKJUNUM ER UNDRAVERÖLD Í UTAH. STEINBOGAR OG AÐRAR UNDRASMÍÐAR SETJA SVIP Á LANDIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Steinboginn sem þjóðgarðurinn Arches er oft kenndur við setur svip á umhverfið, enda er svona náttúrufyrirbæri óvíða að finna. Hundruð þúsunda ferðamanna koma árlega til Arches, sem í öllu tilliti er áhugaverður staður og náttúran stórbrotin. „Í Bandaríkjunum er metnaður fyrir því að vel sé staðið að starf- seminni í þjóðgörðum,“ segir Guðmundur Ögmundsson, að- stoðamaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Hann fór um þessar slóðir fyrir tveimur árum og kom þá í þrjá garða sem eru í suðurhluta Uath- ríkis, það er Bryce, Zion og Arc- hes. Náttúrufegurð þar er við- brugðið og þangað koma hundr- uð þúsunda ferðamanna á hverju ári. Hver þessara garða hefur sína sérstöðu. Í Bryce setja háar rauð- leitar strýtur svip sinn á umhverf- ið og Zion-garðurinn einkennist af miklum gljúfrum og dölum sem vatnsmiklar ár falla um. Í Arches notuð í nefndum tilgangi, en sann- arlega er þarna falleg náttúra. Því skapaðist menning fyrir verndun hennar og vegsömun sem efldist í tímans rás. Árið 1916 var stofnuð sérstök þjóðgarðastofnun Banda- ríkjanna hvar lagðar voru línur fyrir vernd og uppbyggingu. „Íslendingar geta margt lært af Bandaríkjamönnum um starfsemi þjóðgarða. Aðstaða til að taka á móti gestum er hin besta. Slíkur er gestafjöldinn að verulega mun- ar um fyrir efnahag hvers ríkis. Raunar svo að þegar starfsemi bandarísku alríkisstjórnarinnar stöðvaðist fyrir tveimur árum tóku nokkur ríki sjálf við starf- semi garðanna tímabundið, svo mikið munaði um hana,“ segir Guðmundur. eru það steinbogar og bergþil sem athygli fólks beinist að. Í frelsisstríðinu í Bandaríkj- unum, sem varði 1775 til 1783, barðist fólk í nýlendum á austur- ströndinni gegn breskum yfirráð- um. Það stjórnvald var brotið á bak aftur sem aftur kallaði á að frjálst fólkið þurfti að skapa sér þjóðartákn . Hvorki voru til stað- ar saga né fagrar listir, sem oft eru LÆRDÓMSRÍKT AÐ SKOÐA ÞJÓÐGARÐA VESTRA Sköpuðu þjóðartákn og sérstöðu Háar rauðar fjalir í Arches-þjóðgarðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.