Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 Fjölskyldan Vísindaveislu verður slegið upp í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands,milli klukkan 12 og 16 í dag, laugardag, þar sem vísindamenn Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ segja frá rannsóknum og fræða gesti og gangandi um undraheim vísindanna. Þemað í ár er ljós í tilefni af Alþjóðlegu ári ljóssins. Vísindadagur HÍ í Öskju Kanadíski prófessorinn SandraTrehub fær oft spurningunahvaða tónlist eigi að spila fyrir ungbörn. Fólk vill fá nákvæma formúlu um hvað virki best til að örva börnin, fá upplýsingar um lagið eða höfundinn sem gera börnin að litlum tónlistarsnillingum síðar meir. Það er ekkert svar við þessu, segir hún. „Fyrir einhverjum kynslóðum hefði ekki nokkur maður spurt slíkra spurninga. Núna eru for- eldrar mjög stressaðir. Þeir halda að það sé til 100% rétt leið til að gera hlutina,“ segir Trehub, en hún sem margföld mamma og amma og með áratugareynslu í faginu hefur fengið margar spurningar. Eitt sinn spurði móðir hana hvaða bók hún ætti að lesa fyrir barnið. „Og ég spyr: hvað er barnið gam- alt? Tveggja mánaða, var svarið,“ segir Trehub. Hún útskýrði fyrir móðurinni að á þessum aldri skipti efnið ekki eins miklu máli og það að barnið heyri rödd móðurinnar. „Núna er tónlist oftar en ekki eitthvað sem fólk hlustar á eitt með sjálfu sér í gegnum heyrnartól en í gegnum söguna hefur söngur verið félagslegt athæfi. Með börnum er söngur bæði félagslegt tæki og fyrir náin samskipti,“ segir Trehub en megnið af fyrirlestrinum sem hún hélt í Háskóla Íslands í vikunni fjallaði um áhrif söngs og tals móð- ur sem beint er að barni. Í fyrir- lestrinum ræddi hún um rannsóknir sínar á börnum yngri en eins árs. „Söngur með börnum er sér- stakur. Mömmurnar opna augun og sýna mikil svipbrigði,“ segir hún og vísar til látbragðsins. Hún hefur tekið upp á myndband söng fjöl- margra mæðra til barna sinna. Tjá- skiptin eru mikil og segir hún að þegar börnin eru ekki sjáanleg eigi mæðurnar erfitt með að endurtaka leikinn á eins litríkan hátt. Hún hefur ferðast um heiminn í rannsóknarskyni og minnist hún á eina heimsókn til Gabon þar sem hún heimsótti Albert Schweitzer- sjúkrahúsið. Hún hafði ætlað sér að taka upp söng en það reyndist flóknara en hún hélt, þó af skemmtilegri ástæðu. „Ef einhver heyrði mömmu eða annan syngja var það svo smitandi að fólk dreif að og fór að syngja með. Ég varð á endanum að komast að því hvenær læknarnir færu í hádegismat og fá lánaða skrifstofuna til að geta tekið upp mæður að syngja fyrir börnin sín. Þarna er söngur mjög fé- lagslegur og sömuleiðis á mörgum fámennum stöðum sem ég hef heim- sótt. Við syngjum kannski við sér- stök tilefni en í litlum samfélögum þá syngur fólk og dansar þegar það hittist,“ segir hún. Það er gróska í rannsóknum á tónlistarskynjun ungra barna en margt er órannsakað enn. Trehub hefur sjálf rannsakað breitt svið. „Í mörg ár lagði ég áherslu á hljóðin einvörðungu en þetta snýst ekki bara um hljóðin. Fyrir börnin er það sem er að gerast, svipbrigðin og hreyfingar, jafn mikilvægt og söng- urinn sjálfur,“ segir hún. Elska lög með hreyfingum Börn virðast líka elska lög þar sem hreyfingar fylgja. Trehub tekur undir það og bendir á að börn læri hreyfingarnar oft áður en þau læri að syngja lagið, hreyfingarnar koma á undan eins og í „Kalla litla kónguló“. Flestir eru að rannsaka tónlist sem spiluð er með hljóðfærum en henni finnst það ekki eins áhugavert rannsóknarefni. „Jú, þú getur sýnt fram á að börn geti þekkt takt- breytingar en tónlistin er ekki eins grípandi, hún nær ekki að fanga at- hygli þeirra á sama hátt,“ segir hún og á þá við söng sem beint er að barni. Hún segir marga þætti söngs vera til staðar í því hvernig móðir talar við barnið sitt. Lestur sé jafn- an líflegur og brosað sé við barninu. Þetta eigi sérstaklega við um vest- ræna menningu. Allir menningar- heimar syngja þó fyrir ungbörn þó það sé ekki alls staðar með sama hætti. Í fyrirlestri sínum ræddi hún mest um mæður og uppskar í lokin spurninguna: En hvað með feðurna? Hún segir að feður sem taki þátt í uppeldi ungra barna sinna syngi líka fyrir þau. Þeir vilji hinsvegar ekki láta taka sig upp á hljóðband og alls ekki upp á myndband. Fullorðnir nota tónlist í takt við tilfinningar sínar eða til að stjórna tilfinningum sínum. Börn hafa ekki þessa stjórn og þurfa foreldrarnir því að sjá um þennan hluta. Trehub hefur rannsakað hvernig tónlist hef- ur áhrif á skap ungbarna. Rannsókn var gerð á sex mánaða gömlum börnum sem voru ein í óspennandi og illa lýstu umhverfi með engan fullorðinn í kringum sig. Helmingur hlustaði á tal sem beint var að ungbarni og hinn helming- urinn á söng fyrir ungbörn, röddin var óþekkt og tónlistin sömuleiðis. Þrátt fyrir það leið helmingi lengri tími án þess að börnin færu að gráta þegar þau hlustuðu á sönginn miðað við talið. Í rannsókn á tíu mánaða gömlum börnum kom í ljós að mæður voru fljótari að róa börn sín með söng heldur en tali. Þegar söngur var notaður brugðust börnin mun hrað- ar við en með tali, söngurinn virðist láta þau gleyma fyrr því sem gekk á. „Þegar börnin mín voru lítil gat ég fengið þau til að gera hvað sem er ef ég setti það fram í söng. Ef ég söng: Nú förum við í baðið, þá stóðu þau upp frá leiknum. Söngurinn fangaði athygli þeirra betur,“ segir hún og bendir á eina rannsókn sem hún gerði sem leiddi í ljós að mæð- ur syngi oft fyrir barn sitt í erfiðum eða óþægilegum aðstæðum. Til dæmis getur söngur hjálpað börn- um sem eiga erfitt með að vera kyrr á skiptiborðinu þegar verið er að skipta á þeim. Trehub hvetur foreldra til að syngja fyrir börnin sín. „Jafnvel þótt við hugsum málið ekki út frá því hversu tónelskt barnið verði heldur sem tól fyrir barnauppeldi þá er söngurinn mjög gott og prakt- ískt tæki.“ ÁHRIF SÖNGS OG TALS SEM BEINT ER AÐ BARNI Söngur er gott tæki í barna- uppeldi Sandra Trehub er kanadískur prófessor sem rannsakað hefur áhrif tónlistar á ungbörn. Morgunblaðið/Styrmir Kári ÞAÐ ER EKKI TIL NEIN TÖFRALAUSN VARÐANDI HVAÐ BÖRN EIGI AÐ HLUSTA Á, FREKAR EN Í ÖÐRU Í SAMBANDI VIÐ BARNAUPPELDI. KANADÍSKI PRÓFESSORINN SANDRA TREHUB ER SÉRFRÆÐINGUR Í ÁHRIFUM TÓNLISTAR Á UNGBÖRN. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Lífleg svipbrigði og bros fylgja söng móður. Getty Images/Zoonar RF * Núna er tónlistoftar en ekkieitthvað sem fólk hlustar á eitt með sjálfu sér í gegnum heyrnartól en í gegnum söguna hefur söngur verið félagslegt athæfi. Sandra Trehub hélt fyrirlestur um tónlistarhæfni ungbarna í Háskóla Íslands í vikunni. Hún er kanadískur prófessor í sálfræði, sem hefur rannsakað hvernig tónlist hefur áhrif á börn frá unga aldri og hvernig tónlistarskynjun þroskast. Hún hefur birt hundruð greina og bókar- kafla á sínu sviðið undanfarna fjóra áratugi og hlaut hún heiðurs- verðlaun árið 2013 fyrir ævistarf sitt frá Society for Music Perception and Cognition. Trehub hefur verið leiðandi í fræðum sem snúa að rannsóknum á heyrnrænni skynjun ungra barna og átt þátt í þróun rannsóknar- aðferða sem mæla vitsmunalega getu og færni barna á fyrsta ári. Þó að hún sé komin á eftirlaun hefur hún hvergi slegið af og heldur áfram að birta og stunda rannsóknir á rannsóknarsetri sínu Music Development Lab við Toronto-háskóla. Sandra Trehub á í rannsóknarsamstarfi við dr. Helgu Rut Guð- mundsdóttur, dósent í tónmennt við Menntavísindasvið. Rannsóknir þeirra snúa að söng ungra barna og hlutverki foreldra í söngþroska barna sinna. Saman eru þær höfundar að nýjum bókarkafla um þetta efni í The Oxford handbook of Singing. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofu í tónlistar- fræðum og í samstarfi við Nordic Network for Music Education. Leiðandi í rannsóknum á heyrnrænni skynjun ungra barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.