Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 31
1.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Börnum finnst gaman að láta lesa fyrir sig og lestur skiptir miklu máli fyrir málþroskann. Hjá skólabörnum er heimalesturinn helsta heima- verkefnið og mikilvægt er að hvetja eldri börn áfram í yndislestri og setja gott fordæmi með því að skipta símanum út fyrir bók. Lestur er bestur* Það er langbest fyrir lítil börn að venjasig við dálitla reglufestu. Sérstaklega efþau fá að setja reglurnar sjálf! Astrid Lindgren – Lína langsokkur ætlar til sjós Fjölskyldumeðlimir eru: Á heimilinu í München búa Ragnheiður Eyjólfsdóttir arki- tekt, sem nýlega hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók- ina Skuggasaga – Arftakinn, Sig- urvin Friðbjarnarson, flug- umferðarstjóri í flugturninum í München, og sonurinn Högni Sig- urvinsson, sem verður þriggja ára í desember. „Kattarflikkið Giu- liano ættleiddum við nýlega af vini okkar hér í borg. Við grínumst stundum með að við séum allt í einu orðin fjögurra manna fjölskylda því Giuliano vegur um það bil það sama og sonurinn eða um tólf kíló.“ Þátturinn sem allir geta horft á? „Hér í Þýskalandi horfum við með syninum á hundinn Keks sem skott- ast um og talar við ýmis önnur dýr. Á eftir honum kemur örstuttur þátt- ur um Sandmännchen, eins konar Óli lokbrá, sem blæs á endanum svefnryki yfir sjónvarpsskjáinn. Þá vita öll börn í Þýskalandi að það sé kominn háttatími. Við foreldrarnir horfum svo saman á þættina Game of Thrones þegar þeir eru í gangi en Ragnheiður nýtir hins vegar oftast kvöldin í að skrifa framhald bók- arinnar.“ Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? „Við foreldrarnir erum miklir nautnaseggir þegar kemur að mat og vonumst til að smita Högna af áhuga okkar með tímanum. Hann er nefnilega töluverður gikkur. Í sumar grilluðum við mikið, þá sérstaklega grænmeti sem við ræktuðum sjálf í garði sem við vorum með rétt fyrir utan borgina.“ Skemmtilegast að gera saman? „Hér í München er frábær dýra- garður og við erum öll að sjálfsögðu með árskort. Það er því oft farið þangað til að skoða apana og ljónin. Þess á milli finnst okkur sérlega skemmtilegt að skjótast í Alpana og fara í fjallgöngur eða á snjóbretti.“ Borðið þið morgunmat saman? „Þar sem Sigurvin er í vaktavinnu er allur gangur á hvort hann er heima á morgnana eða ekki. Við reynum þó að borða saman morgunmat eins oft og hægt er og ræðum þá daginn sem er í vændum og dagskrá hvers og eins.“ Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? „Þar sem aldursbil fjölskyldu- meðlima er frekar mikið þá verðum við foreldrarnir oft að láta okkur lynda að kubba turna, flugvélar og stóra bíla til að halda af- kvæminu góðu. Við erum þó dugleg að baka og elda saman því þrátt fyrir EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Alparnir, aparnir og kattarflikkið Giuliano matvendnina er Högni frábær að- stoðarkokkur og algjör herforingi þegar kemur að eldhússtörfum.“ Samtökin English Heritage sem vilja vernda breskan þjóðararf hafa hvatt fólk til þess að skera út rótar- grænmeti í stað graskera. Áður en graskerið varð svona tengt hrekkja- vöku var hefð fyrir því í Bretlandi að skera hræðileg andlit út í næpur og setja þær nálægt hurðum til þess að hræða á brott illa anda, sögðu góð- gerðarsamtökin í tilkynningu. Á nítjándu öld byrjuðu innflytj- endur í Bandaríkjunum, sem tóku þessar hrekkjavökuhefðir með sér vestur, að skera út í grasker í stað- inn. Af graskerum var nóg í Vestur- heimi og auk þess var miklu auð- veldara að skera þau út. Næpuluktin hefur því meira eða minna fallið í gleymskunnar dá. Til að minna á þessa hefð halda samtökin upp á hrekkjavökuna með hefðbundnum hætti og sýna fjölda útskorinna næpa í Dover-kastala. Þetta árið er sérstaklega mikil þörf á því að hvetja fólk til að skera út í rætur þar sem uppskerubrestur hef- ur verið á graskerjum í Bretlandi vegna vætutíðar. SKERUM ÚT NÆPUR, EKKI GRASKER Fara aftur í ræturnar AFP Verslunareigendur! Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is Ítalskir pappírspokar í úrvali Flottar lausnir til innpökkunar allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja Jólaskeið ERNU 2015 og servíettuhringur ársins Verð 21.500,- Verð 12.500,- Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Í fyrsta sinn frá 1974 er jólaskeiðin skreytt báðum megin. Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði og myndskreytt af Hildi Ingu Björnsdóttur, myndlistarmanni. GULL- OG SILFURSMIÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.