Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 40
Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 É g fæ nýjustu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Þýska húsið, í hend- ur síðdegis á miðvikudegi og hef hana með mér heim til að búa mig undir viðtal við höfundinn morg- uninn eftir. Sest niður eftir kvöldmatinn til að fletta bókinni og setja mig inn í söguþráðinn. Skemmst er frá því að segja að ég stend ekki upp fyrir en laust eftir miðnætti – búinn að lesa bókina spjaldanna á milli. Það hljóta að vera góð meðmæli með sögunni og fyrir vikið hef ég orð á þessu við Arnald þegar fundum okkar ber saman. „Andskotinn,“ segir hann og hvessir augunum á mig. „Það tók mig heilt ár að skrifa þessa bók og þú lest hana á einu kvöldi!“ Hann hlær. Sögusvið Þýska hússins er Reykjavík sum- arið 1941, hernámið, Ástandið og allt sem því fylgdi. Farandsali finnst myrtur í lítilli leigu- íbúð, skotinn í höfuðið með skammbyssu. Sjónir lögreglunnar beinast strax að erlendu hermönnunum sem eru á hverju götuhorni en samskipti þeirra við heimafólk, ekki síst kon- ur, eru mörgum þyrnir í augum. Lausn máls- ins er í höndum Flóvents, eina rannsóknarlög- reglumannsins í Reykjavík, og hermannsins og Vestur-Íslendingsins Thorsons, sem kynnt- ir voru til leiks í þarsíðustu bók Arnaldar, Skuggasundi. Annað vers í þríleik Höfundurinn upplýsir raunar að um þríleik sé að ræða og mun þriðja bókin koma út á næsta ári. Hún hefur vinnuheitið „Petsamo“ með vísun í Petsamo-förina, sem var ferð strandferðaskipsins Esju árið 1940 til Pet- samo í Norður-Finnlandi að sækja þar 258 Íslendinga sem höfðu orðið innlyksa á meg- inlandi Evrópu vegna seinni heimsstyrjald- arinnar. Mest voru það Íslendingar sem höfðu dvalist styttri eða lengri tíma í Kaup- mannahöfn. Við Arnaldur erum sammála um að hernám- ið sé heillandi tímabil í Íslandssögunni og höf- undurinn, sem er menntaður sagnfræðingur, segir virkilega gaman að fást við það. „Ég hef raunar gruflað í seinni heimsstyrjöldinni áður, byrjaði strax í Grafarþögn, og þykir það alltaf jafnspennandi. Íslenskir skáldsagnahöfundar hafa af einhverjum ástæðum ekki sinnt þessum mikla umbrotatíma nægilega vel. Sagnfræð- ingar hafa á hinn bóginn gert það með ræki- legum hætti enda eru stríðsárin upphafið að Ís- landi nútímans. Þarna varð þetta litla land okkar í fyrsta skipti þátttakandi í heims- viðburðum,“ segir Arnaldur. Talandi um viðburði þá ber heimsókn Win- stons Churchill, þáverandi forsætisráðherra Breta, til Reykjavíkur 1941 einmitt á góma í Þýska húsinu og ég læt þess getið að það sé skemmtileg tilviljun að eftirmaður hans hafi einmitt stungið við stafni hér í fásinninu í vik- unni sem bókin kemur út. Fyrstur breskra for- sætisráðherra í allan þennan tíma. Hringdi bara í Davíð „Hvað áttu við með tilviljun?“ spyr Arnaldur sposkur. „Ég hringdi bara í Davíð og spurði hvort hann væri ekki tilbúinn að hjálpa mér við kynninguna á bókinni.“ – Davíð? „Já, Davíð Cameron.“ Hann hlær. Arnaldur upplýsir að hann hafi yndi af því að tengjast sögunni og einstökum sögulegum viðburðum í sínum skáldskap, eins og hann hefur til dæmis gert með kalda stríðið í Kleif- arvatni og Einvíginu. „Það þarf svo lítið af lærðu efni til að geta logið svo stórt,“ segir hann brosandi. Það er heila málið. Enda þótt Arnaldur nuddi sér utan í söguna eru bækur hans fyrst og síðast skáldskapur. Og þar má allt. „Senni- lega hefði ég aldrei notið mín sem fræðimað- ur. Eftir á að hyggja var sagnfræðin samt frábær skóli fyrir mig sem rithöfund. Eins blaðamennskan en ég var viðloðandi Morg- unblaðið í tuttugu ár. Ég gerðist blaðamaður á sömu forsendum og ég gerðist síðar rithöf- undur – mér þykir svo skemmtilegt að skrifa og skapa. Þó að manni beri að halda sig við staðreyndir í blaðamennskunni felst samt heil- mikil sköpun í því starfi. Þar lærði ég líka að vera skipulagður og virða deadline.“ Sest niður kl. 8 á morgnana Skipulag er lykilorð hér en Þýska húsið er nítjánda skáldsaga Arnaldar á jafnmörgum ár- um. Það eru afköst í lagi og fáheyrt hér á landi. Hann segir ferlið taka ár, frá því hann byrjar að moða úr hugmynd og þangað til bók- in tekur á sig áþreifanlega mynd. „Ég sest allt- af niður klukkan átta á morgnana og sit við tölvuna til klukkan fjögur. Inni í þeim vinnu- degi geta verið tölvupóstar og önnur erindi sem þarf að afgreiða. Mest eru það þó skrif.“ Fyrsta uppkast að handriti liggur vanalega fyrir að vori. Þá er mikil vinna eftir við endur- skrif. „Þegar plottið og sagan liggja fyrir sný ég mér að málfarinu, samtölunum og persónu- lýsingum. Nostra við þetta fram á sumar. Mér finnst mjög mikilvægt að skrifa vandað mál, vegna þess að ég er alltaf að reyna að búa til sæmilegan skáldskap. Stíllinn þarf af vera hreinn og klár, ekki of mikið flúr og lýsing- arorðin ekki of mörg, enda eru glæpasögur í mínum huga ekki síst vettvangur fyrir skáld- legt mál. Ég legg metnað í að hafa bækur mínar á bókmenntalegum nótum og vil frekar ná til lesandans gegnum textann og sálarkröm persónanna en spennuna, þó að hún sé von- andi þarna líka. Ég hef stundum sagt að morðin séu aukaatriði í mínum sögum.“ Spurður hvort hann haldi að þessi nálgun sé algeng meðal glæpasagnahöfunda kveðst Arn- aldur ekki hafa hugmynd um það. „Ég hef ekki stúderað aðra höfunda og er mikið til hættur að lesa glæpasögur. Það er nóg að lifa og hrær- ast í þessu sjálfur. Fyrir mig að lesa glæpasögu er svolítið eins og að leigubílstjóri keyrði hring- inn kringum landið í sumarfríinu sínu.“ Hann brosir. Les mikið af ljóðum Þess í stað les Arnaldur fyrst og fremst sögu- legan fróðleik og ljóð. Mikið af ljóðum. „Ljóð- in eru svo mikill innblástur, ekki síst hvað varðar stíl og hughrif. Við Íslendingar eigum svo mörg frábær ljóðskáld, lífs og liðin. Nægir þar að nefna Hannes Pétursson, Stein Steinar og Jóhann Sigurjónsson.“ Arnaldur hefur fyrir reglu að byrja ekki á næstu bók fyrr en sú síðasta er tilbúin. Hann segir engan skort á hugmyndum. „Sjö, níu, þrettán. Hugmyndirnar eru nú einu sinni eldi- viðurinn í þessu öllu.“ Í Þýska húsinu heldur Arnaldur áfram að fást við sögu Reykjavíkur sem er rauður þráður gegnum flest hans verk, nánast ein af persónunum. Lesendur fylgjast með henni vaxa og dafna. Breytast úr litlu sveitaþorpi í borg. Núna er Arnaldur kominn tvo áratugi aftur fyrir eigin fæðingu og þarf fyrir vikið að sækja upplýsingar og ekki síður andrúmsloft í bækur og munnmæli. „Ég gerði hvort tveggja, fletti heimildum og talaði við fólk sem lifði þessa tíma. Það reyndist mér mjög gagn- legt. Aðalatriðið er samt að nota ímyndunar- aflið til að finna andrúmsloft hins liðna. Eftir því sem sögunni vindur fram og hún tekur völdin finnur maður það sem vantar sögulega inn í. Og maður kemst fljótt að því að seinni heimsstyrjöldin á Íslandi er í raun frábær sviðsmynd fyrir glæpasögur. Stundum getur maður þurft að hnika til staðreyndum í þágu framvindunnar en það er yfirleitt óverulegt vona ég. Ég vona líka að rétttrúnaðarmenn fari ekki á hliðina, þótt ekki passi allt upp á hár. Hvað sögulegan fróðleik varðar kemur Netið í góðar þarfir, maður finnur upplýs- ingar á svipstundu sem ef til vill tók marga daga að hafa uppi á hér áður.“ Erfitt í upphafi Engin hefð var fyrir glæpasögum á Íslandi þegar ungur höfundur, Arnaldur Indriðason, kom fram með sína fyrstu bók haustið 1997, Syni duftsins. Beðinn að horfa til baka segir hann viðtökurnar ekki hafa verið neitt til að hrópa húrra fyrir. „Þetta var satt best að segja mjög erfitt í upphafi, það var ekki litið á þetta sem bókmenntir af neinu tagi. Ekkert þótti réttlæta það að fjalla um morð í sam- félagi, þar sem aldrei neitt gerist, og bjóða upp á lögreglumenn sem heita Erlendur og Sigurður en ekki Barnaby eða Taggart. Aðrir höfundar litu heldur ekki á þetta bókmennta- form sem neina ögrun.“ Lesendur tóku á hinn bóginn fljótt við sér og einmitt af sömu ástæðum og spekingunum fannst hugmyndin í upphafi afleit. „Þegar á reyndi þótti lesendum spennandi að þessir glæpir ættu sér stað í götunum heima, hús- unum heima. Karakterarnir voru líka íslensk- ir, aðstæður kunnuglegar og meira að segja veðrið. Þetta fór því furðulega fljótt af stað og varð fljótt mjög vinsælt – sem kom mér þægi- lega á óvart.“ Ekki svo að skilja að Arnaldur hafi hugsað svo langt á þessum tíma. „Ég var bara með þessa einu sögu, Syni duftsins, en fékk ágæt viðbrögð og svo þótti mér ein aðalpersónan, Erlendur, áhugaverð. Mig langaði að kynnast honum betur og ætli það sé ekki helsta ástæð- an fyrir því að ég hélt áfram. Það var svo fjórða bókin, Mýrin, sem sprengdi þetta upp, ekki bara hér heima heldur líka erlendis.“ Eftirleikurinn er öllum kunnur. Fór alla leið með Erlend Arnaldur lét ekki fyrstu viðbrögðin við þess- um sveitalega lögreglumanni sínum slá sig út af laginu. „Í stað þess að láta Erlend róa ákvað ég að fara alla leið með þessa persónu og skoða í gegnum hana flutninginn úr sveit í borg. Erlendur er maður sem er týndur í sín- um tíma. Hann varð fyrir erfiðri lífsreynslu í æsku, í vondu veðri, sem hann kemst ekki á nokkurn hátt undan. Erlendur er í mínum huga eins íslenskur og menn geta orðið. Og það er einmitt þess vegna sem erlendir les- endur hafa svona mikinn áhuga á honum.“ Arnaldur var spurður frétta af Erlendi á Bókastefnunni í Gautaborg fyrr í haust og rak í vörðurnar. Ekkert hefur breyst síðan. „Ég veit ekki hvort Erlendur er lífs eða liðinn,“ segir hann, alvarlegur í bragði. „Hann liggur þarna uppi á heiðinni og það er kalt. Og eins og við þekkjum getur tekið langan tíma að deyja úr kulda.“ Hann þagnar. „Maður getur ekki endalaust skrifað um sama karakterinn, bæði höfundur og lesendur fá á endanum leið á honum,“ heldur hann áfram. „Maður þarf að reyna að uppgötva sig upp á nýtt sem höfund, reyna nýja hluti og finna styrk sinn og takmörk. Hlutverki stríðs- áralögreglumannanna Flóvents og Thorsons mun ljúka eftir næstu bók en hver veit nema gamla löggan, Konráð, sem kom við sögu í Skuggasundi, eigi eftir að skjóta upp kollinum á ný.“ – Á eftirlaunum eða sem yngri maður? Það þarf svo lítið af lærðu efni til að geta logið svo stórt NÍTJÁNDA SKÁLDSAGA ARNALDAR INDRIÐASONAR, ÞÝSKA HÚSIÐ, KEMUR ÚT Í DAG, SUNNUDAG. ÞAR FER HÖFUNDURINN MEÐ OKKUR Í FERÐALAG AFTUR TIL MIKILLA UMBROTATÍMA, HERNÁMSÁRANNA Í REYKJA- VÍK. ARNALDUR, SEM VEITIR SÁRASJALDAN VIÐTÖL, ER HÉR SPURÐUR ÚT Í TÍMAFLAKK, VINNUBRÖGÐ, BRAUTRUÐNING, INNBLÁSTUR, ATHYGLISFEIMNI OG SITTHVAÐ FLEIRA. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.