Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 41
1.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 „Það er ómögulegt að segja. Ég hef flakkað fram og til baka í tíma með Erlend og Marion Briem og hver veit nema ég geri það með Konráð líka til að skoða fleiri hliðar á honum. Í öllu falli enda ég örugglega nær nútímanum eftir næstu bók.“ Brýnt að dreifa morðunum Önnur ástæða fyrir tímaflakki Arnaldar er umhyggja hans fyrir þessari þjóð. „Mér finnst nauðsynlegt að dreifa morðunum, láta þau ekki öll gerast á svipuðum tíma,“ segir hann sposkur. „Auðvitað má allt í skáldskap en mér finnst eigi að síður mikilvægt að gæta að trú- verðugleikanum og hinum íslenska veruleika. Glæpasagan þarf að vera raunsæ. Ég vil ekki að lesendur mína reki í rogastans – það væru svik.“ Í þeim anda kemur ekki á óvart að Arn- aldur gerir ekki ráð fyrir að skrifa nokkru sinni bók án morðgátu. „Ég get ekki séð það. Ég uppgötvaði strax með Sonum duftsins hvað bókmenntagreinin á vel við mig sem rit- höfund. Að búa til sögu með gátum sem þarfnast lausnar og þú þarft að halda spil- unum þétt að þér og skapa dularfullar persón- ur sem ekki eru allar þar sem þær eru séðar.“ Arnaldur hratt á sínum tíma af stað bylgju sem ekki sér fyrir endann á. Hann segir stöðu íslenskra glæpasagna mjög sterka nú um stundir. „Það eru margir að skrifa glæpasögur og áhuginn mikill, bæði hér heima og erlendis. Íslenskar glæpasögur eru gefnar út í stórum stíl erlendis og ég er ekki í nokkrum vafa um að þær hjálpa öðrum íslenskum skáldskap í leiðinni. Við höfum ekki hefðina, eins og til dæmis Svíar, og erum ennþá að þreifa okkur áfram sem er mjög skemmtilegt.“ Vill vera heima að skrifa Bækur Arnaldar hafa verið þýddar á um fjörutíu tungumál og selst í yfir tíu milljónum eintaka. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að fylgja útgáfunni eftir erlendis, að beiðni forleggjara, en í dag stilli hann þessu kynn- ingarstarfi mjög í hóf. „Þetta var satt best að segja orðin tóm vitleysa, ég var farinn að vera fjóra til fimm mánuði á ári í útlöndum til að kynna bækur mínar. Þetta var farið að bitna á skrifunum. Þess vegna ákvað ég að draga verulega úr þessu, geri eins lítið og ég mögu- lega kemst upp með. Hef til dæmis bara farið þrisvar utan á þessu ári. Auðvitað skil ég þessa þörf en vil samt sem áður miklu frekar vera heima að sinna skáldskapnum. Annars yrðu engar bækur til.“ Sama á við um kynningarstarf hér heima, Arnaldur heldur ekki útgáfuhóf eins og marg- ir höfundar og mætir sárasjaldan í viðtöl. Þetta viðtal er til dæmis það eina sem hann ætlar að veita vegna útgáfu Þýska hússins. „Það er alveg rétt, ég er ekki mikið í við- tölum. Ætli ég hafi ekki farið síðast í viðtal þegar Einvígið kom út fyrir fjórum árum. Margir höfundar gera þetta frábærlega, það er að koma fram og tala um sig og sínar bæk- ur. Ég er bara ekki einn af þeim. Ég er líka á því að lesendur eigi sjálfir að uppgötva bækur og þurfi ekki leiðbeiningar frá höfundi. Í öðru lagi er ég feiminn maður að upplagi og tala yfirleitt ekki um sjálfan mig, nema við mína nánustu. Þess utan finnst mér ég aldrei segja réttu hlutina í viðtölum og vildi heldur hafa sagt eitthvað allt annað.“ Hann hlær. Arnaldur segir íslenska fjölmiðla almennt taka þessari athyglisfeimni vel og fyrir það er hann þakklátur. „Ég er alltaf að reyna að vera á sama stað og þegar ég skrifaði Syni duftsins, áður en allt húllumhæið byrjaði. Það eina sem mig langar að gera er að skrifa. Allt hitt er einhvern veginn sölu- og markaðsmál.“ Marg líkt með skyldum Faðir Arnaldar, Indriði G. Þorsteinsson, var líka þjóðkunnur rithöfundur. Sonurinn segir þá staðreynd mögulega hafa haft áhrif á það að hann byrjaði ekki fyrr að skrifa bækur sjálfur. „Maður er viðkvæmari fyrir sam- anburði þegar maður er yngri. Ég var orðinn hálffertugur þegar mín fyrsta bók kom út og þá hugsaði ég strax: Hvers vegna í ósköp- unum byrjaði ég ekki fyrr?“ Hann brosir. Indriði fagnaði innilega þeirri ákvörðun sonar síns að gerast rithöfundur og studdi hann með ráðum og dáð. „Hann las handritið að fyrstu fjórum bókunum mínum og gaf mér holl ráð. Hann var mjög hrifinn, sérstaklega af Napóleonsskjölunum. Pabbi var svo mikið fyrir stórtækar aðgerðir. Síðasta handritið sem hann las áður en hann dó var Mýrin. Að þeim lestri loknum sagði hann: Arnaldur, ég held að þetta sé þín besta bók!“ segir Arn- aldur og dýpkar röddina til að líkjast föður sínum. Spurður hvort hann sjái líkindi með skrifum þeirra feðga nefnir Arnaldur fyrst knappan stíl. „Pabbi var alltaf spyrtur saman við Hemingway í því sambandi en ég held hann hafi haft stílinn úr Íslendingasögunum. Það þurfti að fara spar- lega með orðin því skinnið var dýrt. Ég held við kunnum líka báðir að koma okkur að kjarna málsins og svo er „úr sveit í borg“-þemað áber- andi hjá okkur báðum. Pabbi fæddist á folalda- skinni í moldarkofa norður í Skagafirði en var kominn upp á aðra hæð í blokk í Stóragerðinu áður en hann vissi af. Það voru mikil umskipti.“ Ekki á leið í kvikmyndirnar Ein kvikmynd hefur verið gerð eftir skáldsögu Arnaldar, Mýrin í leikstjórn Baltasars Kor- máks, sem var frumsýnd árið 2006. Þá skrifaði hann, ásamt Óskari Jónassyni, handritið að kvikmyndinni Reykjavík-Rotterdam tveimur árum síðar. Nýverið skrifaði Arnaldur svo und- ir samning við þýska framleiðendur um gerð myndar sem byggist á Napóleonsskjölunum, sem kom út 1999. Myndin verður tekin hér heima, ef af verður. „Maður veit aldrei hvort samningar af þessu tagi leiði til kvikmyndar en áhuginn er alla vega fyrir hendi,“ segir hann. Arnaldur er mikill áhugamaður um kvik- myndir og var á sinni tíð kvikmyndagagnrýn- andi á Morgunblaðinu. Eigi að síður hefur hann engin áform um að færa sig yfir á þann vettvang sem handritshöfundur. „Ég hef ein- faldlega ekki tíma til þess, allt slíkt myndi þrengja að bókaskrifum mínum og það vil ég alls ekki. Bækurnar koma á undan öllu öðru.“ Ugglaust eiga lesendur, nær og fjær, auð- velt með að fella sig við það sjónarmið. „Ég legg metnað í að hafa bækur mínar á bókmenntalegum nótum og vil frek- ar ná til lesandans gegnum textann og sálarkröm persónanna en spennuna, þó að hún sé vonandi þarna líka,“ segir Arnaldur Indriðason. * Ljóðin eru svo mikillinnblástur, ekki sísthvað varðar stíl og hughrif. Við Íslendingar eigum svo mörg frábær ljóðskáld, lífs og liðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.