Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 45
1.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 ilvægt að setja upp fötlunargleraugun. Ef þú skoðar umhverfið, hvort sem um er að ræða þjónustu eða mannvirki, með fötlunargler- augum þá sérðu allt í nýju ljósi.“ Fjórskipt starfsgetumat og ný sameinuð stofnun Stærsta verkefni ÖBÍ síðustu ár er skýrslan Virkt samfélag. Skýrslan inniheldur tillögur ÖBÍ að heildstæðu kerfi starfsgetumats og framfærslu á grundvelli þess. Upphafið að henni var þegar Ellen ásamt Klöru Geirs- dóttur frá CP-félaginu tók sæti í nefnd sem fjallar um endurskoðun laga um almanna- tryggingar. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, hefur nú tekið sæti Ell- enar í nefndinni. „Markmið þeirrar nefndar var meðal annars að koma á starfsgetumati í stað örorkumats, sem er jákvætt að því leyti til að það er verið að horfa til getu en ekki vangetu. Við fundum fljótt að þær tillögur sem lagðar voru fram hentuðu ekki fólkinu best heldur mögulega kerfinu best. Þá ákváðum við að snúa vörn í sókn og skrifa okkar eigið kerfi um starfsgetumat og greiðslur á grundvelli þess. Við setjum líka fram í skýrslunni tillögur sem eru í raun og veru ekki til umfjöllunar í þessari nefnd sem fjalla um sameiningu Tryggingastofnunar Ríkisins, Sjúkratrygginga Íslands og Vinnu- málastofnunar í eina stofnun,“ segir hún en þessi nýja stofnun fengi heitið Vinnu- og vel- ferðarstofnum og yrði notendum til hagsbóta þannig að hægt væri að leita á einn stað eft- ir þjónustu og sameiningin ætti einnig að vera sparnaður fyrir kerfið. Fyrir utan þessa sameiningu er annar stærsti þátturinn í skýrslunni að starfsgetu- mat verði þrepað í fjögur þrep. Þrepin yrðu: A flokkur, 0-25%, lítil sem engin starfsgeta og fullar greiðslur, B flokkur 26-50%, veru- lega skert starfsgeta og 75% hlutfall greiðslna, C flokkur 51-75%, nokkur starfs- geta og 50% greiðslna, D flokkur, 76-100%, viðunandi starfsgeta og engar greiðslur en viðkomandi hefði rétt til afsláttarkorts ör- orkulífeyrisþega. Þriðji stóri þátturinn í skýrslunni er kraf- an um að grunnframfærsla verði 309.000 krónur. Ellen segir þetta uppreiknaða kjara- gliðnum og þessi tala hafi komið fram áður en Starfsgreinasambandið hafi komið með 300.000 króna kröfu um lægstu laun. Fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna mikilvæg Margir hafa eflaust tekið eftir herferðinni sem nú er í gangi hjá Öryrkjabandalaginu þar sem skemmtileg myndbönd vekja fólk til umhugsunar um stöðu fatlaðs fólks og er fólk hvatt til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undirskriftasöfnunin fer fram á vefn- um obi.is.Morgunblaðið/Eggert „Mér finnst almennt viðhorfið í sam- félaginu vera á leið í rétta átt. Ég held að allir hljóti að vilja búa í samfélagi þar sem mannréttindi fatlaðs fólks séu virt,“ seg- ir Ellen m.a. í viðtalinu. * Mín uppástunga erað aðstandendadagarverði hluti af þínum veik- indadögum og þú ráðir hvernig þú nýtir þá. Að það sé ekki undir hælinn lagt, eftir því hvernig yfirmann þú sért með, hvort þú fáir að sinna veikri ömmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.