Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 Sýning með verkum Eyborgar Guðmunds- dóttur (1924-1977) og Eyglóar Harðar- dóttur (f. 1964) verður opnuð í Skaftfelli – myndlistarmiðstöð Austurlands í dag, laugar- dag, klukkan 16. Sýningarstjóri er Gavin Morrison. Eyborg og Eygló eru listamenn af mismun- andi kynslóðum en verk beggja eru óhlut- bundin, abstrakt. Miðill Eyborgar er fyrst og fremst málverkið á meðan þrívíddin er ríkj- andi í verkum Eyglóar. Í verkum Eyborgar er að finna afgerandi geómetrísk form og bjarta liti sem notaðir eru til að kalla fram villandi sjónrænar þversagnir á meðan Eygló beinir sjónum sínum að virkni lita og áhrifum þeirra á hvernig við skynjum hluti. VERK EYGLÓAR OG EYBORGAR VIRKNI LITA Ný verk Eyglóðar Harðardóttur eru sýnd með verkum Eyborgar Guðmundsdóttur. Morgunblaðið/Golli Nordic Affect frumflytur verk eftir Högna Egils- son sem kemur fram með tónlistarhópnum. Morgunblaðið/Eggert Tónlist frá endurreisnartímanum og úr sam- tíðinni renna saman á tónleikum Nordic Af- fect í menningarhúsinu Mengi á laugardags- kvöld klukkan 21. Á tónleikunum frumflytur Nordic Affect nýtt verk eftir Högna Egilsson sem einnig kemur fram sem söngvari með sveitinni og túlkar lög eftir enska endurreisnartónskáldið John Dowland. Í tilkynningu segir að nánd og angurværð muni svífa yfir vötnum. Nordic Affect sendi nýverið frá sér plöt- una Clockworking, sem útgáfufyrirtækið Sono Luminus gefur út, og hefur platan hlot- ið afar góðar viðtökur í erlendum tónlistar- miðlum. NORDIC AFFECT Í MENGI HÖGNI SYNGUR Hópur söngkvenna kemur fram á tónleikum í Kalda- lóni í Hörpu á sunnudag klukkan 17 undir yfir- skriftinni Valkyrjur. Á efnisskránni verða nokkur létt og leikandi lög úr söngleikjum Kurts Weil eins og „Surabaya Jonny“, auk aría úr óperum eftir Wagner og þá verður Val- kyrjureiðin flutt. Í tilkynningu segir að tónlist Wagners fái of sjaldan að „hljóma hér á landi og því er þetta einstakt tækifæri“. Á tónleik- unum koma fram þær Alexsandra Cherny- shova, Anna Jónsdóttir, Bylgja Dís Gunnars- dóttir, Elsa Waage, Hanna Þóra Guð- brandsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Ísabella Leifsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Svava Krist- ín Ingólfsdóttir og Þóra Hermannsdóttir Pas- sauer. SÖNGKONUR Í KALDALÓNI VALKYRJUR Alexsandra Chernyshova Umgerð nefnist sýning Hugsteypunnar sem verður opnuð íListasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag, laugardag, klukkan15. Þetta er marglaga innsetning sem unnin er sérstaklega inn í rými Ketilhússins. Í neðra rými hússins blandast margvíslegur efniviður við málaða fleti og ljósmyndir í ýmsum formum sem, ásamt lýsingu, kalla fram mörg mismunandi sjónarhorn. Efra rýmið býður upp á sjónarhorn þess sem stendur fyrir utan og nýtist, samkvæmt tilkynningu frá safninu, sem eins konar áhorfendastúka. Áhorfendur eru hvattir til að ganga um rýmin og verða virkir þátt- takendur í verkinu með því að fanga áhugaverð sjónarhorn á mynd og deila á samfélagsmiðlum. Þegar áhorfendur skrásetja upplifun sína hafa þeir áhrif á þróun sýningarinnar þar sem myndunum er jafnóðum varpað aftur í rýmið. Þannig setja listamennirnir skynjun, hlutverk og stöðu áhorfandans gagnvart listaverkinu í brennidepil. Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær útskrifuðust báðar úr myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Hugsteypan hefur verið starf- andi frá árinu 2008 en síðan þá hafa Ingunn og Þórdís starfað jöfn- um höndum saman undir merkjum Hugsteypunnar og í sitt hvoru lagi við eigin myndlistarverkefni. SÝNING HUGSTEYPUNNAR Í KETILHÚSINU Gestir hvattir til að taka myndir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir eru Hugsteypan. Þær vinna hér að uppsetningu sýningarinnar í Ketilhúsinu. ÁHORFENDUR GETA HAFT ÁHRIF Á ÞRÓUN MARG- LAGA INNSETNINGAR HUGSTEYPUNNAR. Menning Ég er á merkilega litlum bömmer yfirþessu verki,“ segir Jóel Pálsson bros-andi þegar við hittumst í höfuð- stöðvum Farmers Market úti á Granda en það er hönnunarfyrirtæki þeirra Bergþóru Guðnadóttur, eiginkonu hans, sem saxófón- leikarinn og tónskáldið sinnir jöfnum hönd- um með tónlistinni. Umræðuefnið er nýr geisladiskur, Innri, en á honum leikur Stórsveit Reykjavíkur tíu lög eftir Jóel í út- setningum Kjart- ans Valdimars- sonar píanó- leikara sveitar- innar. Stórsveitin leikur tónlistina á útgáfutónleikum í Kaldalóni í Hörpu á mánudagskvöldið. Auk þess að leika á fjölda hljómplatna með öðrum listamönnum hefur Jóel áður sent frá sér fimm plötur, Prím, Klif, Septett, Varp og Horn, sem hafa fengið fyrirtaks dóma. Hann hefur meðal annars hlotið Ís- lensku tónlistarverðlaunin fimm sinnum og var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norður- landaráðs fyrir fjórum árum. En hvernig stendur á því að Stórsveit Reykjavíkur hefur nú leikið lög hans inn á disk? „Ég er búinn að vera í þessari hljómsveit meira og minna síðan hún var stofnuð,“ seg- ir Jóel en nú eru 23 ár frá stofnun hennar. „Sem barn var ég í klassísku námi á klarín- ett en svo stofnaði Sæbjörn Jónsson stór- sveit í Tónmenntaskólanum, þar sem ég var að læra, og ég varð að komast í hana! Þá skipti ég um hljóðfæri.“ Síðan hefur ten- órsaxinn verið hans aðalverkfæri. „Þessi skólahljómsveit varð grunnur að stofnun Stórsveitarinnar og ég er búinn að vera viðloðandi hljómsveitina síðan. Þetta er í fyrsta skipti sem hún leikur mína músík – sem er sérstaklega ánægjulegt,“ segir hann. Jóel hefur því blásið í verkum annarra öll þessi ár. „Já, og ég þekki þetta stórsveita- form auðvitað prýðilega. Ég er með nokkuð marga bolta á lofti dags daglega, bæði í músíkinni og núna undanfarið í hönnunar- geiranum, þar sem mikið er í gangi. En stórsveitin hefur lengi verið einskonar an- keri hjá mér. Við höldum tónleika á eins til tveggja mánaða fresti yfir vetrartímann með tilheyrandi æfingalotum og þetta er góður og metnaðarfullur félagsskapur. Mér finnst Stórsveitin hafa verið í stöðugri framför, og sérstaklega síðustu tvö til þrjú árin. Hún er orðin skrambi góð.“ Oft u-beygjur í lögunum Jóel hefur á diskum sínum flutt frumsamda tónlist ásamt félögum sínum í smærri hljóm- sveitum en þetta eru annarskonar útsetn- ingar á völdum lögum af þeim. „Í fyrra var haldið upp á afmælishátíð FTT og þá lék Stórsveitin eitt laga minna í útsetningu Kjartans. Það kom mjög vel út og varð kveikjan að því að gera heila dag- skrá. Og fáir eru betur til þess fallnir að út- setja lögin en hann. Það er líka hollt og gott fyrir mig að hleypa öðrum inn í músíkina sem ég hef samið.“ Fannst honum erfitt að sjá annan fara höndum um lögin? „Mér fannst það aðeins erfitt fyrst en Kjartan er einstaklega góður útsetjari, auk þess að vera frábær píanóleikari og með sitt eigið sánd. Hann hefur verið að útsetja sí- fellt meira og setur líka sín fingraför þar. Hans nálgun hentar minni músík vel. Fyrst hentum við á milli okkar hug- myndum um nálgunina en svo tók hann al- farið við verkinu og ég reyndi að láta hann sem mest í friði á meðan.“ Jóel segir að á plötum sínum séu á milli 50 og 60 lög sem þeir hafi valið úr. „Og nú finnst mér að sum af þessum lögum hafi alltaf átt að vera í stórsveitarbúningi!“ segir hann og hlær. „Það er gaman að eiga þau svona núna,“ bætir hann við. Og víst hljóma þau vel, stílbrigðin eru fjölbreytileg en heild- armyndin sterk og hljómsveitin svo sann- arlega í fantaformi. En hvernig lýsir hann tónlistinni sem hann semur? „Á þessum diski hljóma nokkuð fjöl- breytileg lög; hugljúfar ballöður, lög undir áhrifum af rokki, þarna er til dæmis líka létt-súrrealískur tangó og grjóthart fönk. En það sem einkennir kannski lögin nokkuð er að það ert ekki alltaf farið augljósa leið með þau, í þeim eru oft einskonar u-beygjur og mér finnst skemmtilegt að fá það til að ganga upp. Það má segja að sum lögin séu með einskonar athyglisbrest! Og séu þá um leið dálítið eins og íslenskt samfélag … En þessi lög eru öll samin af sama manninum, spiluð af sömu hljómsveit og vonandi skap- ast í gegnum það ákveðin heild.“ Úrvalsmenn í öllum stöðum Jóel segir að það sé í sjálfu sér skipulags- legt afrek að ná þessum tuttugu hljóðfæra- leikurum saman í hljóðver, þeir séu í hópi uppteknustu tónlistarmanna landsins. Síðan hafi upptökur staðið yfir í þrjá daga og gengið „stóráfallalaust fyrir sig“. Og eins og „heyrist spiluðu allir þetta frábærlega, enda úrvalsmenn í öllum stöðum,“ segir hann. Á útgáfutónleikunum á mánudag verður lagahöfundurinn eins og fyrr einn af félögum sveitarinnar en Kjartan stjórnar og Eyþór Gunnarsson sest í hans stað við flygilinn. „Þá kemur Davíð Þór Jónsson inn á Ham- mond-orgel, en hann hefur verið stór hluti af plötum mínum og þekkir músíkina vel, og Einar Scheving kemur líka inn í áslátt.“ Verður skrítið að blása eins og óbreyttur meðlimur þegar lögin eru öll hans? Jóel ypptir öxlum. „Það er kannski aðeins öðruvísi tilfinning en venjulega, tónlistin stendur manni jú örlítið nær,“ segir hann. Er það köllun að vera „ekki bara“ að blása heldur semja líka? „Það gefur mér mikið að semja tónlist en það er erfitt og ég er ekkert fljótur að því. Ég tek þetta í skorpum, þetta er eins og þegar maður byrjar í ræktinni, allar frumur í manni segja að gera þetta ekki en maður þrjóskast við!“ Hann hlær. „Svo þegar mað- ur er kominn í gang er gaman. Ég sem oft nokkur lög í skorpu, eftir tilhlaup.“ Er saxófónninn alltaf innan seilingar og blæs hann reglulega? „Já, ég geri það. Það er alltaf nóg að gera TÓNLIST EFTIR JÓEL PÁLSSON HLJÓMAR Á NÝJUM DISKI STÓRSVEITAR REYKJAVÍKUR Sum lögin eru með einskonar athyglisbrest „NÚ FINNST MÉR AÐ SUM AF ÞESSUM LÖGUM HAFI ALLTAF ÁTT AÐ VERA Í STÓRSVEITARBÚNINGI,“ SEGIR SAXÓ- FÓNLEIKARINN JÓEL PÁLSSON UM ÞAÐ HVERNIG LÖGIN HANS HLJÓMA MEÐ STÓRU HLJÓMSVEITINNI HANS. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.