Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 2015 New World India fjallaði á dögunum um einn þekktasta hjartaknúsara Indlands og Bollywood-stjörnuna Ranbir Kapoor og konurnar sem hann hefur „deitað“ fyrr og nú. Meðal þeirra er hin hálfíslenska Angela Jons- son, fyrirsæta og leikkona, en blaðið vitnar til ummæla hennar þar sem hún segir frá því að þau hafi nokkrum sinnum farið saman út að borða. „Já, Ranbir og ég höfum farið á stefnumót. Við höfum farið út að borða eins og hvert annað venjulegt fullorðið fólk í borginni. Og eins og hver sannur herramaður myndi og ætti að gera, þá bauð hann mér út, svo því sé haldið til haga,“ sagði Angela. Ranbir er einn hæstlaunaði leikari Indlands og hefur unnið öll helstu kvikmyndaverðlaun landsins, þar á meðal mörg Filmfare Awards sem eru Óskarsverðlaun þeirra Indverja. Hann er sjálfur lítið fyrir að tala um sín persónulegu mál en hefur verið orðaður við indversku leikkonuna Katrina Kaif undanfarið. Hin hálfíslenska Ang- ela Jonsson hefur náð miklum frama sem fyrirsæta á Indlandi. AFP ÁST Á INDLANDI Ranbir Kapoor er einn þekktasti leikari Indlands. Hitti þekktasta hjarta- knúsara Indlands Í ræðu sem Winston Churchill hélt í breska þinginu í lok október 1935 kvaðst hann vilja draga athygli þingsins að því hve gífurlega hröð- um skrefum endurvopnun Þýska- lands miðaði áfram og landið væri á góðri leið með að verða það ríki á jörðinni sem mest væri vígbúið. Svo mætti heita, að allt Þýskaland væri nú einar herbúðir og þjóðin öll undir vopnum. Morgunblaðið fjallaði um málið daginn eftir og í fréttinni segir meðal annars: „Hann kvað þess enga von, að Bretar kæmust fram úr Þjóð- verjum um aukningu flughersins, hvað sem þeir reyndu að gera. [...] Hann kvaðst engan veginn vilja gefa í skyn, að endurvopnun Þýskalands væri beint gegn Eng- landi. Sagðist enda vel geta búist við því, að breska þjóðin væri sú, sem Þjóðverjar mundu síst ráðast á. En þrátt fyrir það, stæði sú staðreynd óhögguð, að í sam- anburði við endurvopnun Þýska- lands væri deilan milli Ítalíu og Abyssiníu tiltölulega lítilfjörlegt mál. Þá lét hann í ljósi, að Mussol- ini hefði aldrei ráðist í Abyssiníu- ófriðinn, ef Frakkland hefði ekki verið með allan hugann á endur- vopnun Þýskalands, og Bretar eins illa vopnaðir, eins og þeir eru.“ Við þekkjum framhaldið. GAMLA FRÉTTIN Varar við Hitler Winston Churchill Adolf Hitler ÞRÍFARAR VIKUNNAR Molly Quinn leikkona Elín Sif Halldórsdóttir tónlistarkona og leikkona Alexis Bledel leikkonaSkeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is Kíktu við og njóttu þess að s koða úrvalið hjá okku r Iceland Mariposa Shorn Grey Verð 199.000,- Pampa Mariposa Oak Verð 169.000,- Pampa Mariposa Chocolate Verð 169.000,- Mariposa Hannaður í Buenos Aires 1938 Hönnuðir: Bonet, Kurchan og Ferrari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.