Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1986, Page 1

Víkurfréttir - 03.04.1986, Page 1
Bæjarráð Keflavíkur: Þorsk- • >c • veiði- kvóti Suður- nesja- báta verði aukinn Á fundi bæjarráðs Kefla- víkur á þriðjudag i dymbil- vikunni var eftirfarandi samþykkt gerð: „Bæjarráð Keflavikur fer þess hér með eindregið á leit við hæstvirtan sjávarút- vegsráðherra, að hann beiti sér fyrir því nú þegar, að þorskveiðikvóti Keflavik- ur- og Suðurnesjabáta verði aukinn verulega frá því sem nú er“. Greinargerð: Um áratuga skeið hefur vetrarvertíð verið stunduð á Suðurnesjum frá 1. jan. til 11. maí ár hvert. Vertíðin hefur verið uppistaðan í afkomu út- gerðar, sjómanna og fisk- vinnslufólks. Við núverandi kvótafyrirkomulag er vetrar- vertíð mjög verulega stytt og afkomumöguleikar skertir mjög mikið. Fiskiskip okkar eru nú mjög komin til ára sinna. Eina vonin til að úr rætist er að um aflaaukningu verði að ræða og að með því verði hjá því komist að útgerð á svæðinu dragist enn meira saman en orðið er. Bæjarstjórn Keflavíkur hef- ur margoft lýst áhyggjum sín- um vegna þessarar þróunar, og vill leggja sitt af mörkum til eflingar sjávarútvegi hér. Með það að markmiði hefur bæjar- stjórn Keflavíkur samþykkt að ekki verði lögð aðstöðugjöld á sjávarútvegsfyrirtæki í ár. En betur má ef duga skal, heimild til að auka aflann er lífsnauð- syn fyrir sjávarútveginn í Keflavík og á Suðurnesjum, svo að nokkuð megi úr rætast. epj. /------1--------- Reykjanesbraut: Tveir vörubflar og einn fólks bfll í harðri aftanákeyrslu Að kvöldi 2. páska- dags varð all harður á- rekstur þriggja bifreiða á Reykjanesbraut, rétt innan við Innri- Njarðvík. Var orsök árekstursins súaðvöru- bifreið með loðnufarm hefur staðið utan í veg- kantinum í marga daga, illa frágenginn m.a. inn á brautinni að hluta.án endurskinsmerkja. Ökumaður annarar vörubifreiðar sem var á leið inn brautina sá ekki kyrrstæðu bifreiðina og ók því aftan á annað horn hennar. Við árkest- urinn rann mikil olía frá seinni vörubílnum og því gat fólksbifreið sem kom á eftir vörubifreið- inni ekki stöðvað í tæka tíð og lenti þvert aftan á þeim bíl. Ökumenn beggja bif- reiðanna voru fluttir á Sjúkrahúsið í Keflavík illa skornir í andliti, auk þess sem leggja þurfti ökumann fólksbifreið- arinnar inn á sjúkrahús- ónýtur . . . ið. Eru síðari vörubifreiðin og fólksbifreiðin stór- skemmdar eftir árekst- urinn. Vegna olíulekans þurfti að fá slökkviliðs- bíl til að hreinsa veginn . . . og einnig er og á meðan það stóð yfir og ökutækin voru fjar- lægð með dráttarbíl, tafðist umferð um brautina og þurfti að loka henni um tíma. mikið skemmd. Þetta eru þátttakendur í keppninni „Ungfrú Suðurnes 1986“, sem fram ferá Veitingahúsinu Glóðinni 12. apríl n.k. Stúlkurnar verða kynntar í næsta tbl. Víkur-frétta. Þær eru talið f.v.: Hlín Hólm, Hall- dóra Magnúsdóttir, Guðný Ingadóttir, Gróa Björk Hjörleifsdóttir, Rut Jónsdóttir, Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Ljósm.: pket. ÞÁTTTAKENDUR í „UNGFRÚ SUÐURNES44 EKKI ER VIKA ÁN VÍKUR-FRÉTTA

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.