Víkurfréttir - 03.04.1986, Qupperneq 11
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 3. apríl 1986 11
Mikilvægasti þáttur forvarnarstarfs
gegn vímuefnanotkun ungmenna
- fer fram á heimilunum
Að undanförnu hafa fjöl-
miðlar fjallað nokkuð um
vaxandi notkun ólöglegra
vímuefna meðal lands-
manna. Það hlýtur að vekja
ugg hjá hugsandi fólki er
það fæst staðfest að neysla
ólöglegra vímuefna meðal
ungmenna heyrir ekki
lengur til undantekninga,
heldur er hér um að ræða
vaxandi vandamál. A
meðan tollgæslan gerir
upptæk 10 kg af hassi er
vitað a6 í umferð hafa verið
nær hálft tonn samkvæmt
skýrslu S.Á.Á. Samkvæmt
skýrslu landlæknis geta
30% skólabarna á höfuð-
borgarsvæðinu á aldrinum
15-19 ára útvegað canna-
bisefni samdægurs. Á
markaðinum er framboð
cannabisefna og amfeta-
míns tiltölulega stöðugt.
Yfir okkur dynja sífellt nýj-
ar hörmungarfréttir sem
tengjast neyslu ólöglegra
vímuefna bæði innan og
utanlands. Skemst er að
minnast handtöku 6 ung-
menna vegna fjölda
innbrota íbensínstöðvar.
Þessi ungmenni höfðu áður
komið við sögu lögreglu
vegna misstórra borta, sem
flest tengdust eiturlyfja-
neyslu. I Bandaríkjunumer
vandamálið slikt að enginn
fær við neitt ráðið. Svipað
ástand ógnar hinum
Norðurlöndunum, og þá er
ekki langt að bíða uns við
stöndum frammi fyrir sama
vanda svo fremi sem ekki
verður spyrnt við fótum.
Á meðan íslendingar
telja sig hamingjusömustu
þjóð í heimi, sem eiga
Evrópumet í bílakosti,
myndbandstækjum og
húsakost sem stenst allan
samanburð, þá eiga þeir
einnig fleiri met. Þeir eiga
Norðurlandamet í Valium-
notkun. Slysatíðni í heima-
húsum meðal ungbarna er
hvergi hærri í heiminum, og
sömu sögu er að segja um
dauðaslys í umferðinni.
Kvíði og spenna er hér ó-
hóflega rikjandi og sjálf-
vígatíðni há. Þetta er rakið
til hins óstöðuga þjóðfé-
lags sem við lifum í. Þegar
kvíði og spenna nær á okk-
ur tökum, er reynt með
öllum ráðum að slappa af á
milli. Þá getur leiðin til
notkunar löglegra og
ólöglegra vímuefna verið
stutt.
Þegar' fregnir berast um
aukna notkun vímuefna
hér á landi bæði löglega og
ólöglegam ekki síst meðal
barna og unglinga, er ljóst
að foreldrar verða uggandi.
Það dugar skammt að loka
augunum fyrir þeirri
staðreynd að þitt barn geti
orðið næst, kannski bara
vegna stundar forvitni, því
enn eru þeir til sem halda
fram að vímuefni eins og
hass séu tiltölulega skað-
laus, þótt hið mótstæða sé
löngu sannað. Hvernig ert
þú í stakk búinn, kæri for-
eldri, til að styðja barn þitt í
baráttunni fyrir vímulausu
lífi? Og hvernig bregstu við
ef þig grunar að barnið þitt
og félagar þess hafi á milli
handa ólögleg vímuefni?
Þekkirðu einkennin þegar
þau birtast?
Þann 8. mars var haldinn
almennur fundur foreldra í
Reykjavík og nágrenni til
þess að ræða til hvaða að-
gerða foreldrar geta gripið
gegn aðsteðjandi vá eitur-
lyfjanna. Fundur þessi var
haldinn fyrir tilstilli SÁÁ
og var fjölsóttur. Komu þar
fram margir frummælend-
ur, sem vegna starfs síns
eða tengsla við áhuga-
mannasamtök hafa beint
eða óbeint tengst hinum
ýmsu hliðum þessa vanda-
máls.
Það var niðurstaða fund-
arins að brýna nauðsyn
bæri til að foreldrar á Is-
landi tækju höndum sam-
an til að sporna við hvers
konar vímuefnaneyslu
barna sinna og í krafti sam-
taka sinna koma þeim ungl-
ingum til hjálpar sem þegar
hafa ánetjast vímuefnum.
Ekki er vika án
VÍKUR-frétta
Slík samtök ættu að
byggja upp gott samstarf
við skóla, jafnt við nemend-
ur sem skólayfirvöld og
vera í senn hvetjandi og
mótandi um forvarnarstarf
ýnnan skólakerfisins.
Ákveðið var að stofna
landssamtök foreldra fyrir
vímulausa æsku að vori
komanda.
Nú hafa foreldra- og
kennarafélög Holtaskóla
og Myllubakkaskóla á-
kveðið að gangast fyrir al-
mennum fundi foreldra á
Suðurnesjum til að ræða
þessi sömu mál.
Við sem sóttum fundinn í
Reykjavík hrifumst af mál-
flutningi þeirra sem þar
töluðu, og höfum fengið til
liðs við okkur aðila sem
stóðu að þessum fundi.
Ákveðið er að halda
fundinn í Holtaskóla 8.
apríl kl. 20.30. Við hvetjum
eindregið alla þá foreldra
sem mögulega geta komið
því við, að sýna þessu mjög
svo aðkallandi vandamáli
áhuga. Hafið í huga að for-
varnir hefjast heima. - Þið
foreldrar getið með skyn-
samlegri umhyggju og for-
dómalausri fræðslu stuðlað
að velferð barna ykkar - en
slíkt krefst áhuga og við-
leitni.
Konráð Lúðvíksson,
formaður foreldra-
og kennarafélags
Myllubakkaskóla.
Þroskaþjálfar
Þroskaþjálfi eða fóstra óskast í hlutastarf
við barnaheimilið Garðasel.
Upplýsingar um starfið veitir forstöðu-
maður í síma 3252.
Félagsmálastjóri Keflavíkurbæjar
VIÐ AUGLÝSUM
KJÖRBÓKINA
GÓÐA BÓK
FYRIR BJARTA FRAMTÍÐ
C/>
m
co C tH i
Sm í Lí
KJÖRBOK
Og nú ekkert EN!
Kjörbók Landsbankans er
góður kostur til þess að
ávaxta sparifé: Hún ber háa
vexti, hún er tryggð gagnvart
verðbólgu með reglulegum
samanburði við vísitölu-
tryggða reikninga og inni-
stæðan er algjörlega óbundin.
Kjörbókin er engin smáræðis
bók. Þú getur bæði lagt traust
þitt og sparifé á Kjörbókina, -
góða bók fyrir bjarta framtíð.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
LANDSBANKI ÍSLANDS
1 XI >11 RMR/I II II, KI VKIAVlK
Útibú, Keflavíkurflugvelli, sími 2170
Útibú, Grindavík, sími 8179
Útibú, Sandgerði, sími 7686
FERMINGARSKEYTA AFGREIÐSLAN
í Skátahúsinu, Hringbraut101,allafermingardaganafrá kl. 10-19,og
í Nonna & Bubba, Hólmgarði, frá kl. 13-18.
Heiðabúar