Víkurfréttir - 03.04.1986, Qupperneq 15
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 3. apríl 1986 15
Nokkur orð um iðnráðgjöf
Hin síðari ár hafa orðið mikl-
ar breytingar í íslensku þjóðfé-
lagi. Ný taskni hefur rutt sér til
rúms á nánast öllum sviðum og
hið svokallaða „kerfi" hefur
þanist út og orðið töluvert flók-
ið. Þörfin fyrir upplýsingamiðl-
un af ýmsu tagi hefur aukist og
þá sér í lagi hjá litlum og meðal-
stórum fyrirtækjum úti á lands-
byggðinni.
Stjórnendur lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja eru að hluta til
í framleiðslustörfum eða þjón-
ustustörfum fyrirtækja og skýr-
ir það að hluta til þörfina fyrir
upplýsingamiðlun, enda er hún
í dag sá þáttur iðnráðgjafar
sem er hvað brýnastur.
HVERJIR VEITA
IÐNRÁÐGJÖF?
Félagasamtök iðnaðar-
manna og iðnfyrirtækja bjóða
aðildarfélögum sfnum upp á
iðnráðgjöf, en þar fyrir utan
starfrækja félög þessi útgáfu-
starfsemi af ýmsu tagi og vinna
að hagsmunamálum iðngreina
og iðnfyrirtækja í landinu.
Félög þessi eru Félag ísl. iðn-
rekenda og Landssamband
iðnaðarmanna. Opinberar
stofnanir, þ.e. Útflutningsmið-
stöð iðnaðarins, Rannsóknar-
stofnun byggingaiðnaðarins
og Iðntæknistofnun íslands
bjóða fyrirtækjum almennt sem
einstaklingum uppáfjölbreytta
ráðgjöf og hefur ITÍ þar algera
sérstöðu hvað varðar tækniað-
stöðu og mannafla. Ýmsar ráð-
gjafastofur eru starfræktar á
höfuðborgarsvæðinu en þjón-
usta þeirra einskorðast í reynd
við hið opinbera eða fjársterk
fyrirtæki. f lok ársins 1981 voru
afgreidd lög um iðnráðgjöf í
landshlutum og í kjölfar þess-
ara laga var veitt heimild af fjár-
lögum fyrir ráðningu iðnráð-
gjafa, einn í hvern landshluta.
Ráðningaraðilar voru sam-
tök sveitarfélaga og hafa þau
frá upphafi borið helming
kostnaðar af iðnráðgjöfinni á
móti ríkinu. Víða um land hafa
verið stofnuð svokölluð „iðn-
þróunarfélög" og í dag starfa
tveir iðnráðgjafar á vegum
þeirra, þ.e. Iðnþróunarfélag
Austurlands og Iðnþróubarfé-
lag Suðurnesja.
ÞÖRFIN FYRIR
IÐNRÁÐGJAFA
[LANDSHLUTUM
Þegar litiðertil hlutverks iðn-
ráðgjafa samkvæmt lögum um
iðnráðgjafa og þeirra verkefna
sem þeir hafa fengist við, er
Ijóst, að þörfin er til staðar.
Aðstoð iðnráðgjafa einskorð-
ast ekki við aðila í iðnaði í
þröngum skilningi orðsins,
heldur ræður atvinnulífiö í
hverjum landshluta og þörfin
Mjög mikil
ölvun um
hátíðarnar
Mjög mikil ölvun var að-
faranótt sl. laugardags og
páskadags í umdæmum
lögreglunnar í Keflavík og
Grindavík. Þurfti lögreglan
að hafa mikil afskipti af
ölvuðu fólki þessar nætur
og fengu margir að gista
fangageymslurnar af þess-
um sökum.
Að sögn viðkomandi
varðstjóra er langt siðan
eins slæmt ástand hefur
verið i þessum málum hér
um slóðir. - epj.
fyrir þjónustu ráðgjafa þeim
viðfangsefnum sem iðnráð-
gjafar fást við hverju sinni.
Lang flest fyrirtæki eru lítil og
vanmáttug fjárhagslega og
þess vegna er það þeim mikil-
vægt að geta haft aðgang að
þjónustu iðnráðgjafa sem er
ókeypis.
Oft hefur þjónusta iðnráð-
gjafa verið fólgin í viðræðum
við stjórnendur og persónu-
legri kynningu og í gegnum
þessi kynni spannast umræður
um fyrirtækið og vandamál
þess. Stjórnendur fyrirtækja
finna yfirleitt þegar eitthvað er
að þó þeir viti ekki alltaf ná-
kvæmlega hvar vandinn er
staðsettur. í gegnum viðtal við
iðnráðgjafa sér stjórnandinn
oft fyrirtækið í nýju Ijósi og
getur það reynst árangursríkt.
Eðli málsins samkvæmt hugsa
fyrirtækin mikið um fjármögn-
un og útvegun fjármagns og
hafa iðnráðgjafar mikið komið
þar við sögu. Sjóðakerfið í
landinu er mörgum torskilið og
útfylling umsókna þarf að vera
með þeim hætti að allar mikil-
vægar upplýsingar komi fram.
Þetta flýtir fyrir afgreiðslu
þeirra.
Iðnráðgjafar gjörþekkja þá
tækniþjónustu og þá ráðgjafa-
þjónustu sem boðið er upp á á
höfuðborgarsvæðinu og í viss-
um skilningi er iðnráðgjafinn
hinn útlengdi armur kerfisins
og stofnana og félagasamtaka
iðnaðarins og skýrir það mikil-
vægi og þörfina fyrir iðnráð-
gjafa í landshlutum, ef minnka
á mismun og aðstöðumun
fyrirtækja annars vegar á höf-
uðborgarsvæðinu og hins
vegar úti í landshlutunum.
VERKEFNI OG SÉRSTÆÐNI
IÐNRÁÐGJAFA
[LANDSHLUTUM
Verkefni iðnráðgjafa eru
mjög almenns eðlis. Iðnráð-
gjafinn hefur hæfilegt vit á
mörgum sviðum og er góður
heim að sækja. Helstu verkefni
eru fjármagnsútvegun, útfyll-
ing umsókna og meðfylgjandi
greinargerðir. Skipulagning
minni verkefna og þá sérstak-
lega aðferðafræðin, upplýs-
ingasöfnun ýmis konar og þá
sérstaklega leit að nýjum fram-
leiðslu- og iðnaðartækifærum.
Áherslur og áhugasvið iðnráð-
gjafanna ásamt mismunandi
þörfum hinna ýmsu landshluta
hafa gert mismun áverkefnum
iðnráðgjafa innbyrðis en I
stórum dráttum eru störf þeirra
svipuð.
Sérstæðni iðnráðgjafarfelstí
því að iðnráðgjafinn tengist
fyrirtækjum á sínu starfssvæði
og heimsækir þau með skipu-
lögðum hætti. Tengsl myndast
og í gegnum þau opnast sam-
skiptaleiðir sem gefur iðnráð-
gjafanum upplýsingar sem
getur leitt til þess að falin
vandamál líta dagsins Ijós.
Þessi tengsl hafa einnig virkað
á þann veg, að stjórnendur
hugsa meira um skipulagn-
ingu, markaðsmál, hagræð-
ingu o.s.frv. og orðið fróðari
um ýmsar lausnir við algeng-
um rekstrartæknilegum vanda-
málum.
Mjög margir einstaklingar
leita að nýjum arðbærum fram-
leiðslutækifærum og má segja
að þjónusta iðnráðgjafa við
þessa aðila sé nokkuð sérstæð,
þar sem félagasamtök eða
stofnanir á höfuðborgarsvæð-
inu fást ekki við þess háttar
nema i litlum mæli.
IÐNRÁÐGJAFASTOFUR
FRAMTlÐARINNAR
f heimi sívaxandi samkeppni
og i heimi, þar sem magn rit-
aðra upplýsínga af ýmsu tagi
fer vaxandi, mun notkun upp-
lýsingabanka fara vaxandl.
Þörf fyrirtækja fyrir upplýsing-
um um t.d. nýja tækni, nýja
markaði o.s.frv., er staðreynd,
en miðað við allt það magn
upplýsinga sem gefið er út er
ógerningur fyrir fyrirtæki að
fylgjast með öllu þó ekki væri
öðru en sérsviði viðkomandi
fyrirtækis. Lang flest fyrirtæki á
fslandi eru lítil með starfs-
mannafjölda undir tíu manns
og hafa ekki yfir að ráða sér-
fræðimenntuðum mönnum.
Þau þurfa því mikla almenna
ráðgjöf og upplýsingar eins
skjótt og mögulegt er.
Reynslan sýnir það að það
gengur ekki að planta einum
iðnráðgjafa í hvern landsfjórð-
ung einan síns liðs. Iðnráðgjaf-
arnir þurfa að starfa í faglegu
umhverfi og hafa samskipti við
aðra ráðgjafa. Þetta gerist best
með því að hafaminnsttvo ráð-
gjafa á hverri iðnráðgjafastofu.
Það skapar einnig meira öryggi
því reynslan sýnir að þar sem
iðnráðgjafi er einn að störfum
hverfur sú þekking sem hefur
aflast við brottför iðnráðgjaf-
ans. í dag er einungis einn iðn-
ráðgjafi starfandi af þeim fimm
sem starfað hafa síðastliðin tvö
til þrjú ár.
Iðnráðgjafastofur framtíðar-
innar þurfa því að hafa í þjón-
ustu sinni sérfræðinga á mis-
munandi sviðum, t.d. verkfræð-
ing og viðskiptafræðing eða
hagfræðing með reynslu úr
atvinnulífinu. Iðnráðgjafastof-
urnar þurfa einnig að geta út-
vegað upplýsingar með eins
skjótum hætti og tæknin leyfir.
Tækniupplýsingaþjónustan í
Danmörku DTO býður fyrir-
tækjum þar í landi og víðar upp
á svokallaða ,,ON-Line‘‘-þjón-
ustu, sem felur í sér að DTO
framkvæmir leit í gagnabönk-
um hvar íheimi sem slíkirbank-
ar fyrirfinnast og sendir upp-
lýsingarnar inn á tölvuskjá við-
komandi fyrirtækis með að-
stoð símalínu og modems. Það
líða því vart par tímar frá því
viðskiptavinurinn greinir frá
þörf sinni þar til hann hefur
fengið úrlausn sinna mála.
Framh. i næsta blaði
Árgangur ’52:
20 ára makalaust
fermingarafmæli
verður haldið 19. apríl á Glóðinni (fæðing-
arár 1952). Vinsamlega hringið sem fyrst
og tilkynnið þátttöku í síma 3388, Ragga,
3135, Veiga, 3639, Maggi og 3353, Stebbi.
Pottréttur á miðnætti. - Verð kr. 1.000.
Undirbúningsnefndin
Keflavík - Atvinna
Óskum eftir að ráða afgreiðslufólk í vara-
hlutaverslun og leikfangadeild.
STAPAFELL HF - Keflavík
Leiklistarnámskeið
6 vikna námskeið í leikrænni tjáningu fyrir
börn á grunnskólaaldri verður haldið í
Keflavík í byrjun apríl Innritun og nánari
uppl. hjá Huldu Ólafsdóttur í síma 1369
strax í dag eða fyrir mánudag 7. apríl.
Trésmiðir - Atvinna
Óskum eftir trésmiðum i verkstæðisvinnu.
TRÉSMIÐJA ELLA JÓNS
Sími 3545 og 1438
ÚTGERÐARMENN!
Dráttarbraut Keflavíkur tekur að sér alla alhliða
þjónustu við breytingar og nýsmíði fiskiskipaflot-
ans. - Góð inni- og útiaðstaða.
Upplýsingar í símum 1335 og 2054.
Dráttarbraut Keflavíkur hf.
Viltu
hætta?
5 daga áform til að hætta að reykja verður haldið dagana 6.-10.
apríl í Safnaðarheimili Aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Inn-
ritun í síma 4222 og 1066.
íslenska bindindisfélagið
Krabbameinsfélag Suðumesja