Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. maí 1986 9 ar mæður, sem aflögufærar eru, um að gefa Stefáni litla aukasopann sinn. Þó okkur sjálfum finnist þetta óttar- lega lítið sem við erum að láta hann fá, þá safnast þegar saman kemur. Jafnvel 30 ml. á dag verða 200 ml. á einni viku og fjórir slíkir skammt- ar duga Stefáni yfir daginn. Mjólkina er hægt að frysta strax í ísmolapokum. Hún er sótt á fæðingardeildina einu sinni í viku, á föstudögum. Ljósmæðurnar þar hafa tek- ið að sér að veita henni við- töku. Með kveðju og von um að mylkar mæður bregðist skjótt við. Stjórn Áhugafélags um brjóstagjöf á Suðurnesjum. VÍKUR-fréttir vikulega Neyðarkall! HAFNARGÖTU 90 - SÍMI 2652 og 2690 Áhugafélag um brjósta- gjöf á Suðumesjum hefur verið beðið um að útvega brjóstamjólk handa litlum dreng á Selfossi. Drengurinn heitir Stefán Haukur Guð- jónsson og var ættleiddur frá Sri Lanka í janúar sl. For- eldrar hans eru Ingibjörg Stefánsdóttir og Guðjón Stefánsson. Stefán litli var veikur þeg- ar hann kom til landsins og þann 20. janúar var hann lagður inn á Landsspítalann vegna þess. Hann þjáðist bæði af niðurgangi og upp- köstum og í ljós kom að hann hafði ofnæmi fyrir öllum teg- undum þurrmjólkur sem reynt var að gefa honum. Læknamir gripu þá til þess ráðs að láta hann fasta í 10 daga til þess að hreinsa meltingarfærin. Þann tíma fékk Stefán næringu í æð og braggaðist nokkuð. Eftir 10 daga var aftur reynt að gefa honum þurrmjólk, en þá byijaði sama sagan, hann hélt engu niðri. Það var ekki fyrr en tókst að útvega Stefáni brjósta- mjólk að allt fór að snúast til betri vegar. Nú dafnar Stefán Haukur vel, það virðist ekki skipta máli að brjóstamjólk- in hans kemur úr mörgum konum. Hann þyngist vel og hefur náð næstum eðlilegri þyngd miðað við aldur. Stef- án nærist eingöngu á brjósta- mjólk og á að gera það til júníloka. Það em konur úr Ahuga- félagi um brjóstagjöf í Kópa- vogi svo og konur á Selfossi, Flúðum og Mosfellssveit sem hafa séð Stefáni fyrir mjólk- inni. Nú er eitthvað minna sem berst og því var leitað til okkar. Félagið vill því biðja mylk- a þakið Marjita ára reynsla sannar gæði þakmálnim>unar fra Málningu hf. ÞOL er sérframleidd alkýðmálning. sem innlend reynsla hefur skipað í sérflokk vegna endingar og nýtni. dfopinn ÞAKMÁLNING SEM ENDIST KEFLVIKINGAR Kjósum ábyrgð, þekkingu, reynslu. Magnús Haraldsson Þorsteinn Árnason skrifstofustjóri skipstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.