Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 13
Vitnað er í orð sem höfð voru eftir Steingrími J. Sigfús- syni, þá efnahags- og við- skiptaráðherra, í Frétta- blaðinu 7. maí 2012 í stefnum smálánafyrirtækjanna. Þar sagði hann: „Ég held að það sé vænlegast að taka á þessu þannig að fella þetta undir lög um neytendalán. Svo getur mað- ur velt því fyrir sér hversu ábatasamt það verður þá.“ Í stefnum fyrirtækjanna er ýjað að því að þessi orð bendi til þess að löggjöfin sé ekki almenn heldur beint gegn fyrirtækjunum og sett í þeim tilgangi að koma þeim fyrir kattarnef. Telja stefn- endur að þetta stangist á við atvinnufrelsisákvæði stjórn- arskrár. Í samtali seg- ist Steingrímur hafa vonað að þau úrræði sem Neytenda- stofa hefur dygðu til að koma böndum á starfsemina. „Það er til skammar hvað hefur gengið hægt að taka á þessari starf- semi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon sem er á fjöllum við veiðar þegar blaðamaður nær tali af honum. „Þeir hafa beitt endalausum klækjabrögðum til að komast upp með að fara ekki að lög- um og halda áfram að okra. Það er í einu orði sagt hneykslanlegt,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon SMÁLÁNAFYRIRTÆKI HALDA ÁFRAM AÐ OKRA Steingrímur J. Sigfússon Í stefnum Kredia og Smálána er vís- að í orð Árna Páls Árnasonar, for- manns Samfylking- arinnar, frá því í fréttum Rík- isútvarpsins hinn 8. febrúar 2010 þar sem hann sagði: „Þetta er starfsemi sem á ekki að líðast, hefur ekkert samfélagslegt gildi og ég held að það skipti okk- ur miklu máli að finna leiðir til að stöðva þennan ófögnuð eins fljótt og við getum.“ Í stefnunum eru þessi orð reyndar höfð eftir „þáverandi efna- hags- og viðskiptaráðherra“ en hið rétta er að Árni Páll var á þessum tíma félagsmálaráðherra. Stefnendur telja að ákvæði stjórnarskrár um jafnræði, atvinnu- frelsi og friðhelgi einkaréttar hafi verið brotin með setningu laga um neytendalán og vísar í orð Árna Páls um smálánastarfsemi, að þ́ví er virðist því til stuðnings. Telur stefnandi orð hans benda til þess að lögunum hafi sérstaklega verið beint gegn smálánafyrirtækjum en séu ekki almenn. Ekki hefðbundin fjármálastarfsemi Í samtali við blaðamann segist Árni Páll þvert á móti telja ákveðin tregða hafi ríkt um það að taka sérstaklega á smálánafyrirtækjum og þeirra starfsemi. „Kerfið hefur verið tregt við að taka sérstaklega á þessum fyr- irtækjum einmitt vegna þess að menn hafa horft til atvinnufrels- isákvæða stjórnarskrár. Ég held hins vegar að það hafi alla tíð ver- ið sterk rök fyrir því að setja sér- stakar reglur um þessa starfsemi því þetta er ekki hefðbundin fjár- málastarfsemi. Bæði okurlánaeðli hennar og það með hvaða hætti hún beinist sérstaklega að þeim sem eru veikir fyrir. Grundvallarhugmyndin um að þetta stangist á við atvinnufrelsi með einhverjum hætti felur það þá í sér að þetta sé almenn atvinnu- starfsemi sem hafi samfélagsleg verðmæti í för með sér. En alveg eins og við setjum sér- stakar reglur um verslun með tób- ak, áfengi og aðrar vörur sem hafa hættulega eiginleika þá er ekkert óeðlilegt við það að samfélagið setji sérstakar reglur um sölu á okurlánum. Þessi tafarlausa hraðafhending á okurlánum án bakgrunnsúttektar á skuldurum sem smálánafyrirtækin stunda er bara sala á vöru sem er hættuleg í eðli sínu. Mér finnst full ástæða til þess að halda áfram að finna leiðir til að takmarka slíka hættulega starfsemi, rétt eins og aðra hættulega starf- semi í atvinnurekstri,“ segir Árni Páll Árnason. STERK RÖK FYRIR SÉRSTÖKUM REGLUM Hraðafhending okurlána hættuleg í eðli sínu Árni Páll Árnason Hættu að rukka flýtigjald og rukka nú fyrir rafbækur Í kjölfar athugasemda Neytendastofu og úr- skurðar áfrýjunarnefndar hefur sú breyting verið gerð hjá hinum, þ.e. Smálánum og Kredia, að ekkert er lengur til sem heitir flýtiafgreiðsla lána. Þess í stað er komin raf- bókasala sem miðað við upplýsingar á vefsíð- um Kredia og Smálána virðist vera forsenda lántöku. Lántaki þarf fyrst að kaupa rafbók áður en hann getur tekið lán. Þegar blaða- maður kannaði málið í júní fyrr á þessu ári vildi svo til að upphæð tveggja rafbóka, sem voru forsenda lántöku á þeim tíma, var ein- mitt nákvæmlega sú sama og upphæð flýti- gjaldsins hafði verið áður. Flýtiafgreiðsla hafi ekki verið vegna lánshæfismats Eitt af því sem deilt verður um fyrir dómi er hvort gjaldið sem Smálán og Kredia inn- heimtu fyrir flýtiafgreiðslu hafi tengst láns- hæfismati. Í stefnum Kredia og Smálána er fullyrt að flýtigjaldið hafi ekkert með lánshæfismat að gera. Stefnandi hafi „aldrei tekið gjald í neinu formi fyrir framkvæmd lánshæfismats“. Flýti- afgreiðslugjald hafi verið valkvæð þjónusta um að flýta afgreiðslu láns. Þetta rímar þó ekki við það sem kom fram í skilmálum Kredia sem sjá mátti á vef fyr- irtækisins um það leyti sem Neytendastofa hóf athugun á málinu. Í skilmálum sem birtir voru á vef Kredia í október 2013 kom þetta fram: „Með því að velja flýtiþjónustu lánveit- anda óskar viðskiptavinur eftir forgangs- afgreiðslu við mat á lánshæfi og afgreiðslu lánsins að öðru leyti.“ Þessum skilmálum var í kjölfarið breytt á árinu 2014 og klausan var umorðuð: „Með því að velja flýtiþjónustu lánveitanda óskar við- skiptavinur eftir forgangsafgreiðslu við af- hendingu lánsins.“ Og síðan var þeim breytt að nýju fyrr á þessu ári þegar rafbókasala var tengd við lánaafgreiðslu hjá Kredia og Smálánum. En sú breyting er til sérstakrar skoðunar hjá Neytendastofu. En svo vikið sé að nýju að einu dómsmál- unum, enn sem komið er, sem snúa að starf- semi smálánafyrirtækja þá vekur athygli að í stefnunum er vitnað í orð tveggja fyrrverandi ráðherra. Vísað er í orð Árna Páls Árnasonar sem hann lét falla meðan hann var félags- málaráðherra og Steingríms J. Sigfússonar þegar hann var efnahags- og viðskiptaráð- herra. Í báðum tilvikum gagnrýna þeir starf- semi smálánafyrirtækja. Í stefnum Smálána og Kredia er leitt að því líkum að ummæli ráðherranna bendi til þess að 26. grein laga um neytendalán hafi ekki stjórnskipulegt gildi þar sem ákvæðið gangi „mun lengra en nauðsynlegt er auk þess sem tilgangurinn virðist vera sá að koma smálána- fyrirtækjum, einum lánafyrirtækja, fyrir katt- arnef.“ Telja stefnendur að með lagasetningunni sé brotið gegn réttindum Kredia og Smálána samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar „um jafnræði, atvinnufrelsi og friðhelgi eign- arréttar,“ eins og það er orðað í stefnum fyr- irtækjanna. Markmið laganna hafi leynt og ljóst verið að rekstur smálánafyrirtækja hætti að standa undir sér. Þar með gætti löggjafinn ekki að því að lögin væru nægilega almenn. Engar dagsektir ennþá Í framhaldi af þeim úrskurði áfrýjunarnefnd- ar sem stefnurnar snúast um ákvað Neyt- endastofa að leggja dagsektir á Kredia og Smálán vegna þeirrar yfirlýsingar þeirra að ekki stæði til að fara að úrskurðinum og breyta háttum sínum. Engar dagsektir voru lagðar á fyrirtæki Neytendalána. Smálán og Kredia hafa þó ekki þurft að greiða neinar dagsektir enn, enda nýttu fyr- irtækin sér kæruleið að nýju og skutu dag- sektamálinu til áfrýjunarnefndar neytenda- mála. Ef ákvörðun Neytendastofu um dagsektir er skotið til áfrýjunarnefndar neyt- endamála falla dagsektir ekki á fyrr en nið- urstaða hennar liggur fyrir – og hún liggur ekki fyrir enn. Í 85% tilvika sætta aðilar sig við ákvarðanir Neytendastofu Eftirlit með því að farið sé eftir lögum um neytendalán er hjá Neytendastofu en að öðru leyti er ekki sérstakt eftirlit með starfsemi smálánafyrirtækja. Þau teljast ekki vera fjár- málafyrirtæki þannig að þau falla ekki undir Fjármálaeftirlitið. Með lögum nr. 33/2013 um neytendalán var tilskipun Evrópusambandsins 2008/48/EB innleidd. Neytendastofa hefur eft- irlit með því að lögunum sé framfylgt. „Almennt séð tel ég að þetta kerfi sé mjög skilvirkt sem við höfum í eftirliti með við- skiptaháttum með þeim úrræðum sem Neyt- endastofa hefur til að skera úr ágreiningi,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytenda- stofu. Hann segist ekki geta tjáð sig sérstaklega um einstök mál sem séu til meðferðar hjá stofnuninni eða fyrir dómstólum, eins og er í þessu tilviki, en segir það sjaldgæft að aðilar uni ekki við niðurstöðu Neytendastofu eða úr- skurði áfrýjunarnefndar neytendamála. Hann bendir þó á að það sé stjórnarskrárvarinn réttur allra að leita réttar síns fyrir dóm- stólum. „Í 85% tilvika sætta aðilar sig við ákvarð- anir Neytendastofu án þess að þeim sé áfrýj- að til áfrýjunarnefndar. Í þeim tilvikum þar sem áfrýjað er er langalgengast að niður- stöður Neytendastofu séu staðfestar. Mjög sjaldgæft er að málum sé vísað aftur til Neyt- endastofu frá áfrýjunarnefnd vegna form- galla,“ segir Tryggi. Í máli Kredia og Smálána sem nú er fyrir dómstólum var í raun búið að staðfesta á tveimur stjórnsýslustigum að þau teljist hafa brotið lög um neytendalán. Það kemur fram í áliti Neytendastofu og er staðfest með úr- skurði áfrýjunarnefndar neytendamála. Á þessum tveimur stjórnsýslustigum var talið að sá háttur að sleppa flýtigjaldi úr út- reikningi árlegrar hlutfallstölu kostnaðar bryti gegn lögum um neytendalán. Með því að nýta rétt sinn til að senda málið til dóm- stóla verður þó enn bið á því að lántakendur sem hafa greitt flýtigjald hjá þessum fyrir- tækjum fái endanlega úr því skorið hvort kostnaður við lántökur þeirra teljist hafa ver- ið 50% árlegrar hlutfallstölu kostnaðar eða 3.214%. Líklega gæti einhver haldið því fram að það muni um minna. Úr stefnum Kredia og Smálána ...Stefnandi byggir á því að ákvæði 26.gr. laga um neytendalán hafi ekki stjórnskipulegt gildi. Bæði geng- ur ákvæðið mun legnra en nauðsynlegt er auk þess sem tilgangurinn virðist vera sá að koma smálánafyr- irtækjum, einum lánafyrirtækja, fyrir kattarnef. ...Telur stefnandi að með lagasetningunni sé brotið gegn réttindum félagsins samkvæmt 1.mgr. 65.gr., 1.mgr. 72.gr., og 1.mgr. 75.gr stjónarskrárinnar um jafnræði, atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttar. 8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Fyrirtækið DCG ehf., sem er í eigu Leifs Alexanders Haraldssonar, er skráður eigandi að öllu hlutafé Smálána ehf. samkvæmt upplýsingum úr hlutafélaga- skrá þar sem vísað er í síðasta útgefna ársreikning Smálána ehf. sem er fyrir rekstrarárið 2013. Í stjórn DCG ehf. sitja Leifur og Haraldur Leifsson. Kredia er nú skráð að fullu í eigu Mario Megela samkvæmt hlutafélaga- skrá. Í fjölmiðlum hefur komið fram að Megela eigi bæði fyrirtæki en sam- kvæmt hlutafélagaskrá eru Smálán enn í eigu DCG ehf. Megela er þó skráður framkvæmdastjóri og prókúruhafi bæði Kredia og Smálána. Eignarhald Kredia og Smálána Til skammar hversu hægt gengur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.