Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 26
R ósa ákvað að tími væri kominn á súpubók en sjálf eldar hún oft súpur við mikla ánægju heimilisfólksins. „Þetta er þægileg matargerð og í flestum tilfellum fjótleg og auðvelt að búa til hollan og næringarríkan mat með því að setja saman hollt hráefni í súpu,“ segir hún. Hún segist hafa tekið eftir hvað súpur séu að verða vinsælar og hefur fólk gjarnan súpur í saumaklúbbum, ferming- arveislum og á öðrum mannamótum. „Ég fann fyrir miklum áhuga á súpum. Þær eru algjörlega í tísku,“ segir hún og hlær. Sjávarréttasúpa alltaf vinsæl Rósa segist ekki geta gert upp á milli súpanna sem hún eldar. „En ef ég er að bjóða góðum gestum finnst mér sjávarréttasúpa einhvern veginn eiga við,“ SÚPUVEISLA Í HAFNARFIRÐI ÚT ER KOMIN NÝ MATREIÐLSUBÓK EFTIR RÓSU GUÐBJARTSDÓTTUR, HOLLAR OG HEILLANDI SÚPUR. RÓSA BAUÐ VINKONUM HEIM KVÖLD EITT Í VIKUNNI OG Á MEÐAN NORÐURLJÓSIN DÖNSUÐU Á NÓVEMBERHIMNI, GÆDDU ÞÆR SÉR Á HEITRI OG LJÚFFENGRI FISKISÚPU. Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Heit súpa á köldu kvöldi Halla Sigurgeirsdóttir, Lára Janusdóttir, Guðrún Þórhalla Helgadóttir, Unnur Lára Bryde, Kristín Thoroddsen, Helga Ingólfsdóttir, Helena Hauksdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Morgunblaðið/Ásdís segir hún en það er einmitt það sem hún býður vin- konum sínum upp á í matarboðinu góða. Þar voru saman komnar nokkrar vinkonur úr Hafnarfirði og voru þær hæstánægðar með matseðilinn. Í forrétt fengu þær kælda avókadósúpu sem Rósa bar fram í litlum glösum með jarðarberjasalsa. Í aðalrétt var svo borin fram dýrindis sjávarrétt- asúpa með kókos og karrí. „Þessi súpa varð til hjá mér fyrir mörgum árum en hún tekur þó sífelldum breytingum í meðförum mínum í eldhúsinu en uppi- staðan kókos, karrí og fiskur er alltaf í aðalhlutverki,“ segir Rósa. Í eftirrétt var hollt hnetusmjörskonfekt sem var himneskt með kaffinu. Óhætt er að segja að gestunum hlýnaði að innan við góðan mat og skemmtilegan fé- lagsskap og héldu þær brosandi út í nóvembernóttina. Matur og drykkir Lime gerir allt betra 24 stundir/Valdís Thor *Þessi litli græni ávöxtur sem vex á trjám víðaí hitabeltislöndum er ljúffengur í alls kynsrétti og drykki. Hann er fullur af C-vítamíniog því tilvalið að kreista smá út í vatnsglasiðeða nota hann til matargerðar. Hann erómissandi í indverskri, kínverskri og mexí-kóskri matargerð, enda vex mest af lime í þessum þremur löndum. Prófið að kreista smá út í súpuna, á fiskinn eða salatið. 1 msk. ólífuolía eða smjör 1 laukur, smátt skorinn 2-3 hvítlauksrif, marin 2-3 cm fersk engiferrót, rifin 2 tsk. karríduft ½ tsk. túrmerik 1 dós kókosmjólk, 400 ml 5 dl fiskisoð 50 g kókosþykkni (má sleppa) salt og grófmalaður pipar 300-400 g sjávarfang, t.d. lax, rækjur eða hörpu- skel Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíu eða smjöri við vægan hita í potti í nokkrar mínútur. Bætið engiferi saman við og karríi og túrmerik og blandið vel. Hellið síðan kók- osmjólkinni út í og hrærið vel saman. Blandið fiskisoðinu út í og látið suðuna rétt aðeins koma upp. Lækkið svo hitann og látið krauma í nokkrar mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Ef þið viljið hafa súpuna enn rjóma- kenndari er gott að bæta kókosþykkni (creamed coconut) saman við hana. Setjið síðan þá sjávarrétti sem þið notið í súpuna og látið hitna í gegn, í tvær til þrjár mínútur. Alltaf að passa að ofelda ekki fiskinn í súpum sem þessum. Berið súpuna fram. Mér finnst nauðsynlegt að strá rist- uðum kókos-flögum eða mjöli yfir hvern disk. Einnig er gott að bera fram með súpunni gríska jógúrt, sýrðan eða þeyttan rjóma, ferskt kóríander og límónubáta. Allt eftir smekk hvers og eins. Sjávarréttasúpa með kókos og karríi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.