Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 29
8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 fimm lista er sítróunumarengskaka. Með svona þykkum marengs,“ segir hann og sýnir mér þykktina með tveimur fingrum. Ég sé kökuna í hillingum. Fer af stað með matarþætti á mbl.is En nú er hann hingað kominn að kenna landanum að elda bragðgóðan og einfaldan kvöldmat. Hann vill líka koma því inn hjá fólki að vera hagsýnt og elda jafnvel meira af sumu því hægt sé að gera gómsæta rétti úr afgöngum. Sunnudagsblaðið mun næstu sunnudaga birta þær uppskriftir sem gerðir eru úr þeim hráefnum sem eru afgangs eftir að sjónvarpsrétturinn hefur verið eldaður. Þættirnir, sem verða tólf talsins, bera nafnið Korter í Kvöldmat og fer fyrsti þáttur í loftið næstkomandi fimmtudag, 12. nóvember. Þættirnar eru fimm mínútna langir og uppskriftir munu fylgja með og er það hugsað svo að fólk geti lesið uppskriftina auðveldlega í síman- um sínum út í búð, komið svo heim og horft á fimm mínútna þátt og verið fært í flestan sjó. „Þetta snýst um að elda af skynsemi og elda hratt og nýta hráefnið. Hugsa aðeins fram í tímann, sjóða kannski tvöfalt af kartöflum eða hrísgrjónum og geyma. Til að búa til góðan mat þarftu að hafa ákveðna yfirvegun og vita hvað þú ert að gera og það er algjör snilld að plana þetta fram í tímann. Við munum í raun elda einn rétt í þáttunum og gefa þér svo 2-3 auka útfærslur sem við fylgjum eftir í Sunnudagsmogganum. Því flest allt hráefni geymist vel í lokuðum ílátum í ísskáp,“ segir Óskar og bætir við að það sé nauð- synlegt að vera búinn að ákveða fyrirfram hvað maður ætlar að kaupa. Matur fyrir alla fjölskylduna Óskar segir að kennslan verði sett fram á einfaldan og þægilegan máta og snúist ekki um grömm eða nákvæmar mælingar. „Við erum ekki að fara að elda Michelin- mat á fimm mínútum. En við erum að sýna hvernig á að nýta hráefnið skynsamlega. Ef þú ert að elda góða sósu, af hverju ger- irðu ekki tvöfalt og geymir skammt? Hún geymist í ísskáp í hálfan mánuð, ekkert mál,“ segir hann. Óskar segir að það verði notað smjör og rjómi í þessum réttum. „Eintómar gulrætur eru ekki góðar. Þetta er með hollu yfirbragði. Mikið grænmeti, en við þurfum að borða. Þetta eru ekki þættir sem megra þig. Þetta er bragðgóð- ur fjölskyldumatur. Það eru allir réttirnir fyrir alla,“ segir hann og bætir við að með þessu móti sparast líka oft tími og pen- ingar. „Þetta á að vera hagkvæmt, skyn- samlegt og snöggt, við erum að reyna að uppfylla þessar þarfir sem allir eru að vandræðast með. Þetta er heimilismatur með bragði,“ segir Óskar. „Svo ætlum við að reyna að nýta það sem er til heima hjá fólki en elda góðan mat. Ég ætla að reyna að kveikja smá ástríðu hjá fólki.“ Óskar og Agnar Sverrisson, yfirkokkur á Texture í London voru að vonum kátir þegar staðurinn fékk Michelin stjörnu. Morgunblaðið/Ásdís * Ég erbarasýrður af mat. Ég spila ekki golf, ég á eng- in hobbý, ég á bara mat- arhobbý. Óskar tók sér frí frá Barcelona til að kenna Íslendingum að elda einfaldan og bragðgóð- an heimilismat. Finnur, yngsti sonur Maríu og Óskars við út- skrift úr skóla. Jólaskeið ERNU 2015 og servíettuhringur ársins Verð 21.500,- Verð 12.500,- Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Í fyrsta sinn frá 1974 er jólaskeiðin skreytt báðum megin. Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði og myndskreytt af Hildi Ingu Björnsdóttur, myndlistarmanni. GULL- OG SILFURSMIÐJA Óskar elskar góða nautasteik og úrvalið er gott í Barcelona. Barclona-markaðurinn er frægur fyrir mikið úrval. Hér má sjá úrvalið af ferskum tómötum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.