Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 30
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir fjöl-skyldumeðferðarfræðingur hef-ur sérhæft sig í geðheilbrigði ungra barna og foreldra þeirra. Hún stendur nú fyrir námskeiði um geð- heilsu ungra barna og er þetta í fyrsta sinn sem námskeiðið er haldið. „Þetta er fyrst og fremst fyrir fólk sem vinn- ur með börnum undir grunnskóla- aldri,“ segir hún en námskeiðið hefst 14. nóvember og er hámarksfjöldi þátt- takenda 14 manns. Rakel rekur jafnframt fyrirtækið Fyrstu árin og er ein af þeim sem standa að fjölskyldumiðstöðinni Lygnu, þar sem námskeiðið fer fram en nánari upplýsingar eru á fyrstuarin.is. „Það er frábært hvað það er búið að vera mikil vitundarvakning um geð- heilsu í samfélaginu. Við erum auðvitað öll með geðheilsu og okkur líður mis- munandi eftir tímabilum og það er margt sem hefur þar áhrif,“ segir Rak- el Rán og bætir við að lítið sé rætt um geðheilsu ungra barna. „Við hugsum meira um geðheilsu í tengslum við full- orðna og eldri börn en þegar kemur að ungum börnum er meira litið á hegðun en líðan. Það er svo mikilvægt að ein- blína ekki á hegðunina og hvernig hægt sé að breyta henni heldur að skoða líka hvaða tilfinningar geti legið á bak við hegðunina.“ Er til mikils að vinna að leggja meiri áherslu á þennan aldurshóp? „Það er mjög mikilvægt að grípa inn í sem allra fyrst ef eitthvað bjátar á til að draga úr líkum á langtímaafleiðingum. Það hefur því miður lengi verið litið svo á að lítið sé hægt að gera fyrir ung börn í vanda en sem betur fer virðist viðhorfið vera að breytast. Þó að börn séu ung og geti ekki tjáð sig eins og fullorðnir er vel hægt að veita þeim og foreldrum þeirra góða fræðslu og stuðning. Auk þess getur snemmtæk íhlutun skipt miklu máli fyrir barnið og fjölskyldu þess og það er líka mun hagstæðara fjárhagslega fyrir sam- félagið. Þegar horft er framhjá vanda fyrstu árin er ólíklegt að vandinn hverfi bara með tímanum. Almennt er það þannig að því fyrr sem gripið er inn í því minni peninga þarf kerfið að leggja út fyrir viðkomandi í heildina,“ segir hún og bendir á Heckman- jöfnuna sem nefnd er eftir James Heckman, nóbelsverðlaunahafa í hag- fræði. Samkvæmt útreikningum hans sparar samfélagið mest á því að veita þjónustuna sem allra fyrst, bæði á meðgöngu og fyrstu árin. Því lengur sem þjónustan er dregin því meira þarf að leggja til svo að hægt sé að ná tilætluðum árangri. Rakel Rán lærði fjölskyldumeðferð hérlendis en er núna að ljúka fram- haldsnámi í geðheilsufræðum ungra barna og foreldra þeirra við Háskólann í Massachusetts í Boston. Hún var ein- mitt á leið utan til að taka við próf- skírteininu þegar Sunnudagsblaðið náði tali af henni. Námið, sem var lotu- nám, hefur staðið undir væntingum og er hún ánægð með að hafa fengið að njóta leiðsagnar margra helstu sér- fræðinga á þessu sviði í náminu. Námskeið hennar „Geðheilsa ungra barna“ er sérstaklega hugsað fyrir starfsfólk í félagsþjónustu, heilbrigðis- þjónustu, dagforeldra og starfsfólk á leikskólum. Það er þó opið öllum þeim sem vilja auka þekkingu sína á geð- heilsu ungra barna. Líðan foreldra hefur áhrif Á námskeiðinu leggur hún áherslu á ýmsa þætti sem geta haft áhrif á mót- un geðheilsunnar og hvernig hægt sé að koma auga á geðheilsuvanda og styðja við börn í áhættuhópi. Þegar komi að vinnu eða stuðningi við ung börn skipti til dæmis líkamstjáning miklu máli. „Börn skynja svo miklu meira en bara orð. Það þarf að passa að það sé samræmi milli orðanna og þess sem líkaminn segir. Því yngri sem börnin eru því meira sjúga þau í sig umhverf- ið. Þau skilja kannski ekki orðin en skynja hvað er í gangi. Ef þau sjá for- eldra eða aðra umönnunaraðila alltaf reiða á svipinn getur það haft neikvæð áhrif á mótun heilans. Þau geta orðið viðkvæmari fyrir alls kyns áreiti því það er alltaf eitthvað í kerfinu þeirra sem segir þeim að það sé hætta á ferð. Það er svo margt í umhverfinu sem hefur áhrif. Líðan foreldra getur haft mikil áhrif á börn. Ef foreldrar eru til dæmis undir miklu álagi og hafa áhyggjur eiga þeir almennt erfiðara með að lesa í svipbrigði og líðan barna sinna og setja sig í spor þeirra, sem getur valdið því að þegar börnin verða eldri geta þau átt erfitt með að skilja eigin tilfinningar og jafnvel annarra.“ Hún segir kapphlaupið í þjóðfélaginu orðið of mikið í leitinni að hinu full- komna lífi. „Börn þurfa ekki endilega stórt herbergi fullt af dóti, þau þurfa fyrst og fremst nærveru foreldra og að foreldrarnir séu ekki að farast úr stressi.“ NÁMSKEIÐ FYRIR FÓLK SEM VINNUR MEÐ BÖRNUM UNDIR GRUNNSKÓLAALDRI Ung börn eru líka með geðheilsu ÞAÐ ER FJÁRHAGSLEGUR OG SAMFÉLAGSLEGUR ÁVINNINGUR FALINN Í ÞVÍ AÐ GRÍPA SEM FYRST INN Í VANDA HJÁ UNGUM BÖRNUM OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA. RAKEL RÁN SIGURBJÖRNS- DÓTTIR FJÖLSKYLDUMEÐFERÐARFRÆÐINGUR STENDUR FYRIR NÁMSKEIÐI UM GEÐHEILSU UNGRA BARNA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir er ein þeirra sem standa að rekstri fjölskyldumiðstöðvarinnar Lygnu við Síðumúla. Morgunblaðið/Eggert 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 Fjölskyldan Jólabasar Sólstafa verður haldinn í Waldorfskólanum Sóltúni 6 laug-ardaginn 7. nóvember milli kl. 13 og 16. Að venju verður til sölu úr- val af fallegum leikföngum og handverki úr náttúrulegum efniviði. Allir eru velkomnir og verða veitingar til sölu á staðnum. Jólabasar Sólstafa „Á fyrstu fimm árunum í lífi barns er grunnur lagð- ur að sýn þess á heiminn. Á þessum tíma lærum við hvernig samskipti virka, hvernig á að takast á við tilfinningar og einfaldar sem erfiðar aðstæður. Við fáum tilfinningu fyrir hversu mikils virði við erum sem manneskjur og hvernig við eigum að koma fram við aðra. Það er þó ekki þannig að við séum ómótanleg eftir að fimm ára aldri hefur verið náð. Það þýðir að grunnmótun heilans er að mestu lokið og það sem við lærum eftir þetta tímabil bætist of- an á grunninn. Við fæðingu er heili barna mjög ómótaður og tala taugalíffræðingar gjarnan um börn sem utanáliggj- andi fóstur fyrstu mánuðina. Stærð heilans er ein- ungis um 25% af endanlegri stærð hans. Við fimm ára aldur er hann um 90% af endanlegri stærð. Ný- burar hafa mikinn fjölda taugafrumna – mun fleiri en fullorðið fólk en munurinn á heila ungbarns og fullorðins einstaklings er sá að mikið net tenginga vantar á milli frumnanna hjá barninu. Heilinn stækkar því ekki vegna þess að taugafrumum fjölg- ar heldur vegna tenginga sem frumurnar mynda sín á milli. Reynsla okkar fyrstu mánuðina og árin hefur mikil áhrif á hvernig frumurnar tengjast. Fyrstu árin hafa börn sérstaklega mikla þörf fyr- ir bæði líkamlegt og tilfinningalegt öryggi. Öryggið sækja þau í helsta/helstu umönnunaraðila sína. Umönnunaraðilarnir, sem eru í flestum tilfellum móðir eða faðir, róa og hugga barnið þegar því líður illa og kenna þar með barninu að heimurinn er öruggur staður og að hægt sé að treysta öðru fólki. Þegar barn býr við öryggi er það líklegra til að þróa með sér innra öryggi og er síður líklegt til að takast á við kvíða og ýmsar geðraskanir, bæði í barnæsku og á fullorðinsárum. Börn sem eiga foreldra sem veita þeim tilfinningalegt öryggi eru ólíklegri til að eiga í samskipta- og nándarerfiðleikum á fullorðins- aldri. Þegar börn hafa upplifað tengslalega, tilfinn- ingalega eða líkamlega ógn þurfa þau aðstoð við að vinna úr reynslu sinni. Mörg börn ná úrvinnslu í samvinnu við foreldra eða aðra aðila í nánasta um- hverfi þeirra. Það er þó ekki algilt og þegar ljóst er að vandinn er stærri en svo að hann sé leystur heimafyrir er mikilvægt að til sé fagfólk sem hafi þekkingu og getu til að aðstoða börnin og fjöl- skyldur þeirra. Því fyrr sem gripið er inn í, því ólík- legra er að vandinn hafi langvarandi afleiðingar í för með sér.“ Af vefnum fyrstuarin.is Reynsla okkar fyrstu mánuðina og árin hefur mikil áhrif á hvernig frumurnar tengjast. Getty Images/iStockphoto Hvers vegna áhersla á fyrstu árin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.