Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 43
„Ég myndi segja að líf mitt sé einn allsherj- arspuni og það þarf oft lítið til að ég fari að hlæja. Við hlæjum ofboðslega mikið saman við fjölskyldan og oft að engu. Það byrjar með ein- hverju litlu atviki eða bara hlut í umhverfinu sem vindur upp á sig og áður en við vitum af liggjum við í hláturskasti,“ segir Sigurveig Káradóttir, matreiðslumaður og eigandi Mat- arkistunnar með meiru. „Það er ekki síst hlegið á ferðalögum og einu sinni hlógum við svo mikið að við urðum að stoppa bílinn til að ná andanum og það nokkrum sinnum í ferðinni. Það var nefnilega orðið nóg að nefna bara eitt orð eða eina línu og við sprungum aftur og urðum þá aftur að stöðva bílinn. Tárin láku og við vorum einfaldlega í óökuhæfu ástandi.“ Sigurveig segir að sonur hennar, Kári, sé sér- staklega fyndinn en hún hefur komið sér upp þeirri hefð að skrá ferðalögin þeirra í dagbók þar sem eru kannski ekki samfelldar sögur heldur teiknaðar myndir og stikkorð til að minna á skemmtileg atvik úr ferðalögunum. Þetta gerir hún frekar en að taka endalaust af myndum. „Ég reyni stundum að vera alvarlega mamm- an og hlæja ekki en það gengur bara rosalega illa enda finnst mér lífið oft vera mjög súrreal- ískt. Við höfum oft lent í því við Kári að vera að ganga saman þar sem allir eru alvarlegir en við getum ekki haldið aftur af okkur. Enda er alveg ástæðulaust að reyna að vera alvarlegur. Ég á hins vegar frekar erfitt með að vera í kringum húmorslaust fólk – samskiptin verða svo stirð. Ég kann enga brandara en aulabrandarar finnst mér alltaf fyndnastir. Og húmor finnst mér það allra mikilvægasta í lífinu, annars verð- ur allt svo alvarlegt og það er nóg af alvarlegum hlutum fyrir í lífinu.“ „Ég reyni stundum að vera alvarlega mamman og hlæja ekki en það gengur bara rosalega illa enda finnst mér lífið oft vera mjög súrrealískt.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Óstöðvandi hlátursköst 8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 „Ég er söguunnandi og skemmti mér best þegar fólk segir skemmtilegar sögur af sjálfu sér. Ég reyni mikið að fá fjölskylduna til að hlæja og best er þegar ég sé að þau vilja ekki hlæja að mér en hlæja samt,“ segir Gunnar Helgason leikari og leikstjóri. „Annars er eitt fyndnasta tímabil ævi minnar þegar ég var að leikstýra stórum söngleik í Rúss- landi, það var kannski ekki alltaf fyndið meðan á því stóð, oft erfitt, en varð þeim mun skondnara eftir á. Eitt það skrýtnasta en hrikalega fyndnasta sem ég lenti í þar var þegar ég var á leiðinni til Moskvu í næturlest. Um morguninn er ég vakinn og inn í svefnklefann kemur kona sem segist vilja bjóða mér morgunmat. Ég rís upp við dogg, fannst frábært að hann væri innifalinn en þá kemur hún með vodkaflöskur og spyr hvora tegundina ég vilji. Á þýsku, ensku og íslensku reyndi ég að segja henni að ég vildi ekki vodka í morgunmat! Hún var alveg miður sín þegar mér loksins tókst að koma henni í skilning um það og fór svakalega sár að ná í te og djús – en einnig svínasnit- sel með frönskum kartöflum! Ég settist hissa að snæðingi en þá opnast dyrnar aftur og inn kem- ur önnur kona með litla tösku. Hún lokar á eftir sér, sest við hliðina á mér og opnar töskuna. Ég, með munninn fullan af svínasnitsel, horfi á hana draga fram barnaföt í plasti og að lokum skil ég að hún vill selja mér rússneskan þjóðbúning á litla barnið mitt sem ég reyndi að segja henni að ég ætti ekki, ætti bara stórt barn. Ég losnaði ekki við hana fyrr en ég keypti draslið. Ef þið eruð tæp á því – ekki fara til Rússlands!“ Rússland fyndnast Morgunblaðið/RAX „Á þýsku, ensku og íslensku reyndi ég að segja henni að ég vildi ekki vodka í morgunmat!“ „Ég hlæ mjög mikið og hátt. Mér finnst það óskaplega gott og hláturinn skiptir mig miklu máli, bæði í dagsdaglegu lífi en einnig sem at- vinnutæki,“ segir séra Sigurvin Lárus Jóns- son í Neskirkju. „Hláturinn er ekki síst nauðsynlegur við erf- iðar aðstæður þar sem fólk kemur saman, kannski í sorg. Að fá fólk til að hlæja á var- færnislegan og virðingarfullan hátt getur losað um hömlur og hjálpað fólki við að takast á við hluti. Ég kem inn í aðstæður fólks á viðkvæm- ustu stundum þess í lífinu, ekki aðeins í jarðar- förum heldur einnig í skírn, sem er gleðileg at- höfn en samt er fólk líka oft full ótta. Það er með nýtt viðkvæmt líf í lúkunum, það brennur á fólki hvort það muni reynast barninu nógu vel. Verður allt í lagi? Þá getur það verið afar losandi að hlæja. Í hjónavígslunni er svo oft ákveðið stress í loftinu; maður veit og skilur að brúðhjónin heyra kannski ekkert af því sem maður er að segja; enda full kirkja að fylgjast með þeim. Ef maður getur gert góðlátlegt grín að brúðhjón- unum og sjálfum sér aðeins þá slaknar á öllu. Í unglingastarfi skiptir hlátur líka miklu máli og að segja sögur af eigin vandræðagangi. Ung- lingar eru svo viðkvæmir fyrir því að maður setji sjálfan sig á háan hest.“ Einar hlægilegustu aðstæður sem Sigurvin hefur lent í voru þegar hann gaf brúðhjón sam- an á Rauðasandi en þangað var flogið á lítilli gamalli rellu. „Það gekk illa að finna lending- arstað en á endanum leist flugstjóranum best á stað sem kom í ljós að var byggakur og bónd- inn var síður en svo ánægður með það. Nema hvað að flugvélin lendir ofan í skurði og við urðum að ná henni upp því brúðhjónin áttu að fljúga í henni til baka. Flugvélin skemmdist ekkert en kollsteyptist þarna ofan í og þessar aðstæður; prestur í fullum skrúða, á lakkskóm að reyna að draga flugvélina upp úr skurði á byggakri með fínt klæddum brúðguma og svaramanni eru eitt það súrrealískasta og fyndnasta sem ég hef lent í.“ Í skurði á Rauðasandi í fullum skrúða „Að fá fólk til að hlæja á varfærnislegan og virðing- arfullan hátt getur losað um hömlur og hjálpað fólki við að takast á við hluti.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Það sem fær mig helst til að hlæja er þegar einhver snill- ingur sér hversdagslega hluti í skemmtilegu ljósi og lýsir því svo á skemmtilegan hátt og oft ýktan,“ segir fjölmiðlakonan Valgerður Matthíasdóttir, betur þekkt sem Vala Matt. „Ég á til dæmis nokkra vini, hóp sem hittist alltaf við og við og þar hlæjum við mikið saman. Þetta eru þau Edda Björgvins, Albert Eiríksson, Bergþór Páls- son, Guðný Laxness, Ragga Gísla og Diddú. Þau eru öll snillingar í því að sjá hvers- dagslega hegðun okkar í svo ótrúlega spaugilegu ljósi. Og þau öll kunna líka, eins og Edda, að taka nokkra leikræna takta samhliða skemmtisög- unum sem veldur því alltaf að við fáum öll hláturskast. Þau eru óteljandi mörg dæm- in þar sem ég hef fengið hlát- ursköst. Ég hef til dæmis nokkrum sinnum tekið sjónvarpsviðtöl við þekkta grínista og grínleikara. Ég lærði mjög ung að leita uppi skemmtilegheit til að hlæja að. Fann fljótt hvað það gerði lífið miklu betra. Í sjónvarpsvinnunni minni í gegnum árin hef ég fengið tækifæri til að taka viðtöl við skemmtilegasta fólk landsins og það hefur oft verið óborganlegt. Svo er mér ógleymanlegt þegar ég tók sjónvarpsviðtal við snillinginn Victor Borge fyrir Stöð 2 og hann sneri svo rosalega út úr öllu sem ég sagði að við hlógum meira og minna í öllu viðtalinu. Viðtalið varð í raun að grínþætti sem hann stjórnaði og fór þannig í útsendinguna.“ Með eftirminnilegri og hlægilegri upplifunum lífs síns segir Vala vera þegar hún var í MH, ung og óörugg með sig og var nærri búin að missa af strætisvagni við skólann. „Ég byrjaði að hlaupa að vagninum og sá útundan mér hvar einn af eldri strákunum sem ég var dálítið skotin í sat inni í bílnum og horfði í áttina til mín. Á hlaupunum á leiðinni fann ég hvernig hællinn á öðrum skónum mínum brotnaði og ég gekk eins og völt vaggandi hæna inn í vagninn á meðan allir horfðu á mig. Ég byrjaði strax að hlæja í hljóði en fann hvernig ég var orðin eldrauð í framan. Ég reyndi að halda andliti í vagninum og það var ekki fyrr en ég var komin heim og fór að leika þetta fyrir mömmu að ég gat virkilega ýkt þetta og leikið fyrir hana skellihlæjandi þannig að við enduðum á því að grenja báðar úr hlátri. Þetta var hversdagslegt á meðan það gerðist en varð rosalega fyndið þegar því var lýst og leikið á ýktan hátt.“ Morgunblaðið/Golli Grín og gleði samofið vinnunni „Ég lærði mjög ung að leita uppi skemmtilegheit til að hlæja að. Fann fljótt hvað það gerði lífið miklu betra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.