Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 51
8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Sigurgeir skar’ann heita ævi- minningar Sigurgeirs Kjart- anssonar skurðlæknis sem Bókaútgáfan Sæmundur á Sel- fossi gefur út. Í bókinni segir Sigurgeir frá uppvexti sínum og þeim framtíðardraum sínum að verða bóndi. Raunin varð önn- ur því hann var hvattur til náms og það leiddi hann í lækn- isfræði og það varð hans ævi- starf. Eftir nám og störf í Bandaríkjunum var Sigurgeir svo ráðinn að Landakotsspítala og starfaði þar í áratugi. Hann segir frá stórstígum framförum í sínu fagi og frá fjöl- skylduhögum sínum, en hann missti konu sína á besta aldri og varð fyrir afdrifaríku slysi þegar leið að starfslokum. Æviminningar Sigurgeirs Landnám og landnámsfólk heitir bók eftir Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing sem fjallar um landnám Íslands, forsendur þess og aðdraganda. Í brennidepli er landnáms- býlið Hólmur í Nesjum sem rannsakað var árin 1997-2011, en þar voru rannsak- aðar minjar um bæ og blót. Sögusviðið nær þó langt út fyrir landsteinana, allt frá Nýfundnalandi í vestri að Bulgar í austri, frá Afríku í suðri að Svalbarða í norðri. Í inngangi að bókinni segir Bjarni að sag- an um Hólm í Nesjum hafi byrjað ein- hvern tíma snemma á landnámsöld, en á bænum var búið fram á tíundu eða elleftu öld. Kumlið á staðnum fannst síðan fyrir tilviljun sumarið 1894 og bærinn end- urfannst á ný rúmri öld síðar, eða sumarið 1996, en staðfesting á þeim fundi fékkst 1997 þegar fyrstu tilraunaholur voru gerðar á meintu bæjarstæði býlisins. Að því sögðu þá komst það ekki end- anlega á hreint að um bæjarstæði væri að ræða fyrr en sumarið 2002 þegar fyrsti skálinn var staðfestur eftir ára- langa leit. „Þegar allt kom til alls voru það augun og tilfinning byggð á innsæi sem endanlega réðu úrslitum um það hvar skálann væri líklega að finna og prufuhola, sem grafin var á þeim stað þar sem augun greindu veggjabrot eða skuggamyndir af veggjum, staðfesti það. Af þessu má ráða að tæknin er ekki alltaf best, hyggjuvit og reynsla dugar stundum vel í þessum fræð- um og mun gera það í nánustu framtíð.“ Rannsóknirnar í Hólmi stóðu yfir í tólf sumur og haust á sextán ára tímabili, sem gerir þær með mestu fornleifarann- sóknum á landinu að því er kemur fram í inngangi Bjarna. Þar segir einnig: „Aðal- leikarinn í þessari bók er landnámsbýlið Hólmur í Nesjum, en fjöldi aukaleikara kemur einnig við sögu, bæði hérlendis og erlendis, fólk af holdi og blóði, fólk sem aldrei var til og fólk sem enginn hefur séð hvorki nú né þá en var samt til í hugum flestra og varðveitt í munnmælum. Sögu- sviðið er fyrst og fremst Laxárdalur í Nesjum og Ísland, en að vissu marki Norðurlönd einnig, og stundum teygir það sig jafnvel alla leið til Asíu í austri, Vín- lands í vestri, Svalbarða í norðri og Afríku í suðri. Þetta er sögusvið norrænna járn- aldarbænda.“ Skrudda gefur bókina út. Í henni birtast á fjórða hundrað ljósmyndir, teikningar, uppdrættir og kort sem tengjast rann- sóknunum. Rannsóknarhópurinn sumarið 2000, frá vinstri Bjarni F. Einarsson, Svala Lárusdóttir, Björn G. Arnarson, Daniel Lindblad og Leif Jonson. Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson LANDNÁMSBÝLIÐ HÓLMUR Í NESJUM Skúli Alexandersson var áhrifa- mikill og áberandi í íslensku þjóðlífi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, aðsóps- mikill alþingismaður Vestlend- inga fyrir hönd Aþýðubanda- lagsins og þátttakandi í opinberri umræðu. Í bókinni Þá hló Skúli rekur Óskar Guðmundsson æviferil Skúla frá fæðingu hans í fá- brotnu samfélagi norður á Ströndum 1926, en þaðan flutti Skúli ungur á Hellissand og varð fljótlega oddviti hrepps- ins. Hann var svo kjörinn á þing fyrir Vesturland 1979 og sat þar með hléum til 1991. Eins rekur Óskar stjórn- málaferil Skúla og atvinnuþátt- töku, segir frá uppvexti og lífs- ævintýrum ýmsum. Skúli og Óskar unnu að bókinni saman þar til Skúli lést í maí sl. Æviferill Skúla Alexand- erssonar Óskar Guðmundsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sagnfræði- bækur og ævi- sögur í úrvali SAGAN Í BÓKUM NÚ ER BROSTIÐ Á MEÐ GÓÐSENTÍÐ ÆVISÖGU- ÁHUGAMANNA OG SAGNFRÆÐIVINA ENDA KEM- UR JAFNAN ÚT FYRIR HVER JÓL GRÚI SJÁLFS- ÆVISAGNA, ÆVISAGNA OG SAGNFRÆÐIRITA FYRIR ALMENNING. OFTAST ERU ÞAÐ KARLAR AÐ SKRIFA UM AÐRA KARLA, NÚ EÐA ÞÁ SJÁLFA SIG, EN LÍKA ER RÝNT Í MERKISTÍMA ÍSLANDSSÖGUNNAR. Í bókinni Yfir farinn veg með Bobby Fischer segir Garðar Sverrisson frá skákmeistaranum Bobby Fischer, allt frá barnæskunni í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Garðar, sem var nánasti vinur Bobbys Fischers síðustu æviár hans, segir frá nánu sambandi Fischers við móður sína og einnig hvernig kaþólsk viðhorf höfðu æ meiri áhrif á líf hans undir það síðasta meðal annars. Saga Bobbys Fischer Friðþór Eydal hefur rannsakað hernáms- árin hér á landi og skrifað bækur upp úr þeim rannsóknum. Í bókinni Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra, sem Bókaútgáfan Hólar gefur út, beinir hann sjónum að Norðurlandi vestra og Ströndum og segir frá umsvifum og dval- arstöðum setuliðsins á stríðsárunum. Friðþór fjallar einnig um reynslu og kynni liðsmanna og heimamanna, her- mennskulíf, loftárásir, mannskæðar slys- farir og vofveiflega atburði. Fjöldi ljós- mynda prýðir bókina, margar áður óbirtar. Hersetan á Strönd- um og Norðurlandi BÓKSALA 28.OKT.-03.NÓV. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 2 DimmaRagnar Jónasson 3 Týnd í paradísMikael Torfason 4 ÚtlaginnJón Gnarr 5 HrellirinnLars Kepler 6 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 7 Lost OceanJohanna Basford 8 HundadagarEinar Már Guðmundsson 9 Þarmar með sjarmaGiulia Enders 10 Íslensk litadýrðElsa Nielsen Íslenskar kiljur 1 HrellirinnLars Kepler 2 Þú ert ætíð í huga mérMary Higgins Clark 3 Inn í myrkriðÁgúst Borgþór Sverrisson 4 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 5 FlugnagildranFredrik Sjöberg 6 HeimskaEiríkur Örn Norðdahl 7 Blaðamaður deyrGuðrún Guðlaugsdóttir 8 Konan í lestinniPaula Hawkins 9 LausninEva Magnúsdóttir 10 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.