Morgunblaðið - 10.11.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Þessi frétt birtist í gær:
Neytendastofa hefur sektað365 miðla um 750 þúsund
króna stjórnvaldssekt fyrir að
hafa ekki breytt
fyrirkomulagi
sínu vegna til-
kynninga til við-
skiptavina um
verðbreytingar í
kjölfar fyrri
niðurstöðu stofnunarinnar um
brot gegn góðum viðskiptahátt-
um.
Þetta kemur fram á vefsíðustofnunarinnar en málið var
rannsakað á grundvelli ábendinga
frá neytendum.
„Stofnunin tók árið 2009
ákvörðun um að 365 miðlar hafi
brotið gegn góðum viðskiptahátt-
um með því að tilkynna við-
skiptavinum sínum ekki með full-
nægjandi hætti um væntanlegar
verðbreytingar og kynna þeim um
leið rétt sinn til að falla frá
áskriftarsamningi, vildu þeir ekki
sætta sig við breyting-arnar.
Með ákvörðun Neytendastofunr. 46/2015 komst stofnunin
að þeirri niðurstöðu að félagið
hafi ekki gert fullnægjandi breyt-
ingar á tilkynningum sínum í kjöl-
far fyrri ákvörðunarinnar.
Því hafi 365 miðlar brotið gegnákvörðun Neytendastofu nr.
31/2009,“ segir ennfremur á vef-
síðu Neytendastofu.“
Staksteinar leggja til að 365miðlar skrifi Neytendastofu
bréf ekki síðar en árið 2021 og
biðji stofnunina vinsamlega um
frest til ársins 2027 til að bera
fram andmæli.
Það er í raun sanngirniskrafa.
Viðskiptaháttar sig
STAKSTEINAR
Samninganefnd
BSRB og samn-
inganefnd rík-
isins undirrituðu
hjá ríkissátta-
semjara síðdegis í
gær nýjan kjara-
samning vegna
félagsmanna í
BSRB sem starfa
hjá heilbrigðis-
stofnunum á
landsbyggðinni og í framhalds-
skólum. Einnig eru í hópnum nokkr-
ir starfsmenn hjá Heilsugæslunni í
Reyjavík.
Arna Jakobína Björnsdóttir, for-
maður samninganefndar BSRB,
sagði að hópurinn sem samið var
fyrir teldi um 500 manns. Þessir
starfsmenn störfuðu áður hjá sveit-
arfélögum en urðu ríkisstarfsmenn
við verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga árið 1990.
„Samningurinn er mjög svipaður
þeim sem SFR gerði við ríkið á dög-
unum,“ sagði Arna Jakobína. Hún
sagði að samningurinn yrði kynntur
á næstu dögum. Atkvæðagreiðslu
um samninginn á að ljúka fyrir 18.
nóvember. gudni@mbl.is
BSRB og
ríkið skrif-
uðu undir
Arna Jakobína
Björnsdóttir
Nær til heilbrigðis-
og framhaldsskólafólks
Norðursigling hlaut silfurverðlaun
World Responsible Tourism Awards
2015 á World Travel Market (WTM)
í London 4. nóvember sl.
Þetta er í fyrsta skipti sem ís-
lenskt ferðaþjónustufyrirtæki er
heiðrað með þessum hætti á WTM,
samkvæmt fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu. WTM er ein stærsta og
mikilvægasta ferðasýning í
heiminum.
„Verðlaunin fékk Norðursigling
fyrir Opal-verkefnið, en Opal er
rafknúið hvalaskoðunarskip hið
fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Seglskipið Opal er tæknivæddasta
skipið sem notað er í hvalaskoðun á
Íslandi en skipið er með nýjan og
sérhannaðan skrúfubúnað sem hleð-
ur rafgeyma skipsins undir seglum.“
Búnaðurinn hefur vakið mikla
athygli erlendis.
Norðursigling fær
verðlaun fyrir Opal
Opal Seglskipið er einnig rafknúið og nýtir skrúfuna til að hlaða geymana.
Veður víða um heim 9.11., kl. 18.00
Reykjavík 2 léttskýjað
Bolungarvík 3 súld
Akureyri -2 heiðskírt
Nuuk -3 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 6 skúrir
Kaupmannahöfn 11 skýjað
Stokkhólmur 8 skýjað
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 13 léttskýjað
Brussel 13 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 11 skúrir
London 15 skýjað
París 15 léttskýjað
Amsterdam 12 skýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 13 skýjað
Vín 16 skýjað
Moskva 2 alskýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 17 heiðskírt
Aþena 16 heiðskírt
Winnipeg 6 léttskýjað
Montreal 10 heiðskírt
New York 12 heiðskírt
Chicago 10 heiðskírt
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:40 16:44
ÍSAFJÖRÐUR 10:01 16:33
SIGLUFJÖRÐUR 9:45 16:15
DJÚPIVOGUR 9:13 16:10