Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 10
Sigurður Líndal Þórisson erfrá Lækjamóti í Húnaþingivestra, þar sem foreldrar hans og systkini búa. Hann er leik- ari að mennt frá London, leikstýrði bæði og kenndi af miklum móð í borginni árum saman en starf- aði síðustu ár hjá risafyrirtæki í ferðabransanum. Hann er nú flutt- ur heim í fá- mennið norður í landi og er al- sæll. Eiginkona Sig- urðar, Greta Clough, er einnig leik- húsmanneskja. „Hún vinnur að- allega við brúðuleikhús í dag,“ segir Sigurður. Þau kynntust í London. Ekki er sérlega vænlegt, segir hann, að starfa við leiklist í lausa- mennsku til lengdar. Tekjur séu ekki stöðugar og stefnan hafi verið sú að annað hvort þeirra fengi sér „alvöru vinnu, eins og það er kall- að“. Sigurður varð á undan að finna nýtt starf og fór þess vegna að vinna hjá Expedia. „Það er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og á mörg vörumerki. Þar sem allt gerist á netinu hjá Ex- pedia er þetta líka eitt stærsta tæknifyrirtæki heims.“ Vildu flytja í Húnaþing Sigurður vann við gæðastjórnun á efni vefsíðu fyrirtækisins. „Meðal annars stýrði ég stóru verkefni þar sem 66 manns í fjórum heimsálfum unnu fyrir mig, töluð voru 15 tungumál og dagarnir voru oft langir; maður þurfti að taka daginn snemma til að tala við fólk í Asíu og vinna fram eftir til að funda með starfsmönnum á vesturströnd Bandaríkjanna.“ Hjónin höfðu velt því fyrir sér í töluverðan tíma að flytja til Íslands. „Mitt plan var að þegar ég hefði sýnt fram á að ég væri þokkalegur starfskraftur gæti ég farið heim og flutt starfið með mér. Mér var gef- ið vilyrði fyrir því en þegar til kom var það ekki hægt lengur.“ Sigurður varð „helvíti fúll“ fyrst í stað. Í júlí í sumar kom hann til Ís- lands í brúðkaup systur sinnar og frétti þá að framkvæmdastjóri Selasetursins væri að hætta. „Ég setti mig því í samband við stjórnarformanninn og það var í raun gengið frá því á meðan ég var í fríi að ég fengi starfið. Þegar ég kom út aftur og sagði upp breyttist tónninn þar, ekkert mál væri að ég gæti haldið starfinu þótt ég væri á Íslandi. Mér voru boðnir gull og grænir skógar og það er ekkert launungarmál að ég tók á mig þó- HÚNAÞING VESTRA Lífsgæðin ekki mæld í peningum SIGURÐUR LÍNDAL ÞÓRISSON ER KOMINN HEIM Í HÚNA- ÞING VESTRA EFTIR TVO ÁRATUGI Í LUNDÚNUM ÞAR SEM HANN STARFAÐI VIÐ LEIKLIST OG FERÐAMÁL. SIGURÐUR ER NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI SELASETURS ÍSLANDS. Úr afmælissýningu Leikfélags Akureyrar á Hamlet 2002. Sigurður Líndal Þórisson (Laertes), Arnbjörg Hlíf Valsdóttir (Ófelía) og Þráinn Karlsson (Pólóníus). Þá voru 85 ár frá stofnun LA og 400 ár síðan Shakespeare skrifaði verkið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigurður Líndal 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND B ALUR U ld Au sendi sv tjórn D gðar á dögunum hvatningu til að æta íþróttaaðstöðu í Búðardal, m.a. að íþróttavöllur verði lagfærður t.d. með því að tartan á hlaupabrautina, keypt verð a komið verði upp betra ge íþróttavellinum og hugað áhorfendur. Einnig er hvat verði íþróttahús og almen sundlaug. Í fundargerð þakkar byggða unglingunum góðar ábendingar og teku r að að bæta aðstöðu til íþrótt SAUÐÁRKRÓKUR Ákveðið hefur verið að auglýsa til leigu fjögur tún á Nöfunum á Sauðárkróki ásamt aðstöðuhúsum, m m hafa áh eð prýðilegur kostur t. Umsóknarfrestur e l 18. nóvember og ber umsækjendum að sækja rum sk iflega og upplýsa hvaða búskap ætlunin er að stunda VESTMANNAEYJ Óvenjuleg messa verður sunnudagskvöld. Í messunni verða flutt lög a sku rokksveitarinnar Pink Floyd,The Dark Side You Were Here og The Wall, sem fyrir lön ar í huga margra t s s KEIÐA- OGS GNÚPVERJAHREPPUR Frestur til að skila inn tillögum að nafni á sveitarfélagið er runninn út og bárust 56 gildar tillögur um átta nöfn. Þau eru þessi: Eystri-byggð, Ey Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Þj Þjórsárbyggð, Þjórsárhreppur Kosið verður á m samþykki Örn verið að hald um kos r tó Greta Clough, eiginkona Sig- urðar, undirbýr nú tvær brúðu- leiksýningar sem verða sýndar margoft í Bretlandi á næsta ári. Greta skrifar leikritin, smíðar brúðurnar og pantar leikhúsin; sér í raun um allt nema að sýna, en breskir leikarar stjórna brúð- unum í þessum sýningum. Önn- ur verður sýnd í Skotlandi en hin víða um England. „Húsnæðiskostnaður í Lond- on er orðinn svo gífurlegur að í staðinn fyrir að æfa þar eru allar líkur á því að leikararnir þrír fljúgi til Íslands og verði í þrjár vikur við æfingar hér í Húna- þingi. Það er ódýrara að kaupa flug fyrir þá þrjá til Íslands og gistingu í þrjár vikur en að leigja æfingahúsnæði í London í sama tíma! Svo finnst fólki auðvitað mikið sport að koma Íslands þannig að allir eru ánægðir.“ Breskir leikarar koma fljúgandi til æfinga *Náttúran er auðlind, ekki síður en fiski-miðin og vatnsorkan. … Mín skoðun er súað náttúran eigi að njóta vafans. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Iceandair Group
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.