Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 12
A ðgerðir á skapabörmum eru vaxandi viðfangsefni lýtalækn- inga. Eftirspurn eftir þessum aðgerðum er fyrst og fremst hjá hópi yngri kvenna 20-45 ára, að því er fram kemur á lytalaeknir.is. Konurnar eiga það sammerkt að innri ska- pabarmar eru stærri og síðari en ytri ska- pabarmar og finnst mörgum konum þetta vera lýti. Ennfremur er vísað til þess að stórir innri skapabarmar geti valdið sær- indum við samfarir og öðrum óþægindum. Ebba Margrét Magnúsdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á kvennadeild LSH hefur farið fyrir vitundarvakningu varðandi skapabarmaaðgerðir síðustu ár en hún hélt fyrst erindi um aðgerðir á kynfærum kvenna á læknadögum árið 2010. Það var í fyrsta sinn sem þetta efni var tekið fyrir á fundi hérlendis. Hún hefur talað gegn þessum aðgerðum í fegrunarskyni síðan, meðal annars á nýliðinni kvennaráðstefnu í Hörpu þar sem brennandi ástríða hennar fyrir málefninu skein í gegn. Þar talaði einnig baráttukonan Nimco Ali sem líkti skapabarmaaðgerðum við umskurð, aðeins væri búið að setja þetta í söluvænni bún- ing. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu bann við umskurði kvenna árið 2013 en WHO skilgreinir umskurð sem aðgerð sem „breytir eða skaðar kynfæri kvenna án læknisfræðilegrar ástæðu“. Skapab- armaaðgerðir í fegrunarskyni falla því undir þessa skilgreiningu, þó Ebba segi mjög langt á milli aðgerðanna hér og þeirra sem framkvæmdar eru á börnum við slæmar aðstæður í Afríku. Þó að það sé sláandi að hægt sé að finna samanburð í þessum efnum má ekki gleyma því að hér fari fullorðnar konur í aðgerð að eigin frumkvæði. Þó er ósvarað af hverju þessar aðgerðir eru gerðar og hvert umfangið sé. Lýtalækningar aðgengi- legar öllum „Fyrir svona tuttugu árum var þetta ekki vandamál. Það sem hefur gerst í dag er að lýtalækningar eru orðnar aðgengilegar öllum. Það er ekki lengur bara fræga og ríka fólkið sem getur keypt sér öðruvísi útlit sama hvort sem við erum að tala um brjóst, fitusog, skapabarmaaðgerðir, bótox eða andlitslyftingu, þetta er í boði fyrir alla,“ segir Ebba og segir klámvæðinguna og tilkomu netsins hafa haft áhrif. „Þú ferð í netið í tölvunni eða símanum og gúgglar hvernig þú eigir að líta út. Ungar stúlkur eru stundum með lélega sjálfsmynd og staðalímyndirnar segja að allir eigi að vera grannir og passa í sömu fötin sem er ekki raunveruleikinn. Við er- um mjög ólík í útliti. Við erum með mis- munandi stór brjóst, mismunandi stór læri og mismunandi stór kynfæri,“ segir Ebba og bendir á að með klámvæðingunni hafi fylgt aukinn rakstur sem afhjúpi svæðið betur. „Konur eru með misstóra innri barma og þeir verða miklu augljósari eftir rakstur og slúta niðurundan ytri börmum. Þá finnst konum, sérstaklega þessum grönnu stúlkum, það ekkert sérstaklega fallegt og jafnvel óþægilegt. Þær halda að sér líði betur ef þær fá þetta lagað með aðgerð. En oft er vandamálið í höfðinu, ekki í kynfærunum. Vissulega eru til kon- ur með misstóra barma og barma sem hafa skaddast í fæðingu eða eru með raunveruleg lýti, sem þarf að laga og við höfum gert þessar aðgerðir hér á kvenna- deildinni. En það sem er að gerast núna árið 2015 og ég hef áhyggjur af og mun halda áfram að berjast gegn, er að fólk misnoti ungar konur sem eru ekki með nógu sterka sjálfsmynd og láti þær borga mikla peninga fyrir,“ segir hún en rann- sóknir Lauru Berman hafa sýnt fram á tengsl lélegrar sjálfsmyndar og skapa- barmaaðgerða. „Mér finnst stjórnsýslan ekki vera að standa sig og eftirlitið alveg að bregðast. Við höfum ekki yfirlit yfir hvort það eru tvær, tuttugu eða tvöhundruð aðgerðir sem er verið að gera á ári á Íslandi. Land- læknir hefur ekki fengið gögn frá lýta- læknum. Við vitum því ekki hvað þetta er stórt vandamál,“ segir Ebba sem hefur fulla trú á því að nýr landlæknir muni koma málunum í betra horf og vinna í því að fá upplýsingar um fjölda þessara að- gerða síðustu ár svo hægt sé að átta sig á því hvort um raunverulegt vandamál sé að ræða. Aðgerðirnar geta haft afleiðingar Lýtalæknar hafa vísað í persónuvernd hvað þetta varðar. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það sé meira persónu- verndarmál að vita hversu margar konur hafa farið í skapabarmaðgerð og brjósta- stækkun eða fóstureyðingu og greinst með klamydíu,“ segir hún og ítrekar mikilvægi skráninga í góðu heilbrigðiskerfi og þær hafi ekki síst gildi til að fylgjast með af- leiðingum aðgerðanna. „Þessar aðgerðir hafa alveg afleiðingar, blæðingar, sýkingar og slíkt.“ Hafa konur þurft að leita á kvennadeild- ina eftir þessar skapabarmaaðgerðir? „Við höfum fengið hingað konur með blæðingar og sýkingar eftir svona aðgerð- ir,“ segir hún en að öllum aðgerðum fylgi áhætta og því sé mikilvægt að gera ekki svona aðgerðir að óþörfu. „Á síðustu árum hafa fagfélög kven- sjúkdóma- og fæðingarlækna verið að taka höndum saman og skapa vinnureglu um þetta. Fólk hefur áhyggjur af því að verið sé að gera of mikið af þessum aðgerðum og því hafa bandarísku og bresku sérfræð- ingafélögin og fleiri tekið höndum saman og reyna að spyrna við þessari þróun.“ Skapabarmaaðgerðir hafa margfaldast að tölu síðustu ár í Bretlandi og nú er búið að setja vinnureglur hvað þær varðar. „Nú ráðleggja Bretarnir stúlkum að fara fyrst í sálfræðiviðtal og hitta tvo kvensjúkdóma- lækna sem meta hvort vandamál sé virki- lega til staðar, að þær séu með barma sem meiða og trufla þær í daglegum at- höfnum. Og ef svo er þá eru aðgerðirnar borgaðar af NHS, breska heilbrigðiskerf- inu.“ Bresku sérfræðisamtökin RCOG hafa ennfremur lagt áherslu á mikilvægi þess Flatar píkur ekki normið SKAPABARMAAÐGERÐIR ERU EKKI NAUÐSYNLEGAR AÐGERÐIR, SEGIR EBBA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR FÆÐINGA- OG KVENSJÚKDÓMALÆKNIR. EKKI ER VITAÐ HVERSU MARGAR KONUR FARA Í SLÍKAR AÐGERÐIR Í FEGRUNARSKYNI HÉRLENDIS EN ÞEIM HEFUR FJÖLGAÐ VERULEGA Í HINUM VESTRÆNA HEIMI UNDANFARIN ÁR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is „Mér finnst stjórn- sýslan ekki vera að standa sig og eftirlitið alveg að bregðast,“ segir Ebba. Það er ákveðin útlits- pressa í samfélaginu, líka hvað varðar kynfæri. „Þú ferð á netið og gúgglar hvernig þú eigir að líta út,“ segir Ebba. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Lýtaaðgerðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.