Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 18
A msterdam er einstaklega falleg borg sem gaman er að heimsækja. Hún er ekki stór en hefur alla kosti stór- borgar. Rúmlega 800.000 manns búa í borginni en 1,6 milljónir þegar nærliggjandi svæði eru talin með. Hún er gömul og þétt- byggð með góðum almenningssamgöngum svo auðvelt er að komast á milli staða. Líka er hægt að notast við uppáhaldsfararmáta inn- fæddra; hjólreiðar, en hjólaleigur eru víða um borgina. U-laga síkin í miðborginni eru einkenn- ismerki borgarinnar og setja mikinn svip á hana. Sömuleiðis gömlu mjóu húsin í miðborg- inni, sem hallast hvert að öðru sér til stuðnings. Óhætt er að mæla með gönguferð í ljósaskipt- unum en Amsterdam er rómantísk borg í eðli sínu. Þrjú söfn og tónleikahöll Mikið er um að vera fyrir ferðamenn í borginni og auðvelt að finna sér eitthvað að gera. Eitt af því sem er sérstaklega gaman að gera í borg- inni er að sækja söfn borgarinnar heim. Þar er einn áfangastaður augljósari en annar en það er svokallað Museumplein eða Safnatorg en við þetta stóra opna svæði standa Rijksmuseum, Stedelijk-safnið og Van Gogh-safnið auk Con- certgebouw, tónleikahúss borgarinnar. Rijksmuseum er risastórt þjóðarsafn sem var opnað á ný eftir tíu ára endurbætur í apríl 2013. Safnkosturinn er heimsfrægur en í 80 galleríum er hægt að skoða 8.000 hluti sem fara yfir 800 ára listasögu Hollands frá miðöldum til Mondrian. Á meðal frægustu verka safnsins eru Næturverðir Rembrandts og Mjólkurstúlka Vermeers. Stedelijk-safnið er nútímalistasafn en safnið á gott úrval verka eftir Malevich og líka Cézanne. Líka má skoða þarna skúlptúra, iðnhönnun, ljósmyndir og innsetningar. Safnið var endur- hannað og nýr vængur opnaður í september 2012. Síðasta safnið í þessari upptalningu er Van Gogh-safnið, sem opnað var í júní 1973. Safn- byggingarnar eru teiknaðar af Gerrit Rietveld og Kisho Kurokawa. Nýr inngangur, glerbygg- ing á milli húsanna tveggja, var síðan opnaður í september síðastliðnum. Þetta nýja svæði auð- veldar safninu að taka á móti vaxandi fjölda gesta. Ekki veitir af en árið 2013 heimsóttu safnið 1,4 milljónir manna og var það þá annað mest sótta safn landsins og númer 35 í röðinni á heimsvísu. Árið 2014 voru gestirnir 1,6 millj- ónir. Vel er hægt að mæla með því að spara sér tíma í röð fyrir utan safnið með því að kaupa miða fyrirfram á netinu. Eins og nafnið gefur til kynna býr safnið yfir mesta fjölda Van Gogh-málverka og -teikninga á einum stað í heiminum. Endurbætur síðustu ára hafa síðan gert safn- atorgið sjálft að skemmtilegum stað til útivistar en þar er kjörið að hvíla hugann og anda að sér frísku lofti áður en næsta safn er heimsótt. Ljósmyndir/Wikipedia Nýja viðbyggingin við Van Gogh-safnið. AMSTERDAM ER GÓÐ HEIM AÐ SÆKJA Skemmtilegt safnatorg AMSTERDAM ER FALLEG BORG SEM BÝR YFIR MIKILLI MENNINGAR- SÖGU OG FJÖLDA SAFNA SEM GAMAN ER AÐ SÆKJA HEIM FYRIR UTAN AÐ VERA EINSTAKLEGA RÓMANTÍSK. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Borgin nýtur sín vel í ljósaskiptunum. Rijksmuseum og safnatorgið í forgrunni. Nútímalistasafnið Stedelijk. Ferðalög og flakk *Ferðamálastofa Finnlands, Thisis-FINLAND, hefur látið búa til lyndis-tákn fyrir þjóðina og segist verafyrsta landið til að gera svo. Fyrstuþrjú lyndistáknin eru sánan (finnsktpar í gufubaði), sá óbrjótanlegi(mynd af Nokia 3310) og flösuþeyt- arinn (rokkari að sveifla makk- anum). Fleiri tákn eru á leiðinni. Finnsk lyndistákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.