Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 21
okkar. Og þeir leikmenn sem voru stjörnur hjá okkur í sumar? Halló! Ég segi ekki meira.“ Annars eru úrslitin aukaatriði í þessu sambandi, Pétur segir þetta fyrst og fremst hafa verið ofboðs- lega gaman og Þorsteinn bætir við að Grótta hefði mun frekar hafa viljað kljást við þessa kappa en jafnaldra sína enda þótt sénsinn hefði þá líklega verið meiri. Þetta er þriðja keppnisferð öld- unganna í Gróttu til Bretlandseyja. Fyrir hálfum öðrum áratug eða svo glímdi liðið fyrst við Celtic (3:3) og síðan Kilmarnock (2:4) í Skotlandi. Tildrög Norwich-ferðarinnar eru þau að einum leikmanna Norwich, Gregg Broughton, var haldin svakaleg steggjarveisla á Íslandi fyrir jólin í fyrra. Þeir Ólafur Garð- arsson, lögfræðingur og leikmaður Gróttu, eru kunningjar og úr varð að veislugestir skoruðu Gróttu á hólm á Seltjarnarnesinu. Eftir þann leik var strax rætt um að end- urtaka leikinn ytra og reyndist það auðsótt. Hafði Ólafur veg og vanda af undirbúningi ferðarinnar. Fagmennskan í fyrirrúmi „Við vorum mjög spenntir að fara utan en það runnu á okkur tvær grímur þegar við vorum búnir að senda leikmannalistann okkar út og fengum listann þeirra til baka. Á honum voru svakaleg nöfn,“ segir Pétur. Þeir segja fagmennskuna í fyr- irrúmi í Norwich, liðsrútan hafi sótt Gróttuliðið á lestarstöðina og allt sem á eftir kom hafi verið til fyrirmyndar. Umgjörðin kringum félagið er frábær og Pétur og Þor- steinn eru sammála um að þeir hafi aldrei stigið inn á jafngott gras og á æfingarvellinum, þar sem leik- urinn fór fram. „Við komum þarna morguninn eftir til að horfa á ung- lingalið Norwich leika gegn Arsen- al. Það var úrhellisrigning en það sá ekki á grasinu,“ segir Þorsteinn. Fyrir leikinn var Gróttumönnum boðin greining á því hversu mikið þeir myndu hlaupa í leiknum. Það var pent afþakkað. Áður en flautað var til leiks heilsuðust allir leik- menn og dómarar, líkt og um úr- valsdeildarleik væri að ræða. Bæði lið fóru út að borða eftir leikinn og þá tókst Gróttu að koma fram ákveðnum hefndum. „Við mættum vopnaðir bæði hákarli og brennivíni og drógum það upp er leið á kvöldið. Norwich-menn smökkuðu allir og hlógu ógurlega á milli þess sem þeir grettu sig,“ segir Pétur. Vertinn á staðnum hafði hvorki húmor fyrir brennivíninu né hákarlinum, kvartaði sárann undan lyktinni og vísaði sparkendum út. Öllum með tölu. „Ég held það liggi samt ennþá einn eða tveir bitar af hákarli á gólfinu hjá honum til minningar um þessa frábæru heim- sókn,“ segir Pétur og hlær. Hittu Gylfa Þór í lestinni Daginn eftir var Gróttumönnum boðið á Carrow Road að sjá leik Norwich City og Swansea City í úrvalsdeildinni. Þessi helgi var raunar valin sérstaklega svo menn gætu barið landa sinn, Gylfa Þór Sigurðsson, augum. Heimamenn unnu sigur, 1:0, og Gylfi hefur oft- ast leikið betur. „Við vorum að vona að Gylfi skoraði en Norwich ynni. Við erum nefnilega allir orðn- ir svolitlir Norwich-menn eftir þetta ævintýri,“ segir Þorsteinn. Eftir leik fóru Gróttumenn beint upp í lest til Lundúna og hver hald- iði að hafi beðið þeirra um borð? Gylfi Þór Sigurðsson. Hann var einnig á leið til Lundúna, þaðan sem hann flaug til liðs við íslenska landsliðið. Einhver kom auga á kappann sem var hinn elskulegasti, spjallaði lengi við hópinn og sat fyrir á myndum með pöbbunum í hópnum. Grótta og Norwich skilja sátt. Að kalla. Einhverjir Norwich-menn stefna skónum hingað til lands vegna REY Cup í júlí næstkomandi og þá verður að sjálfsögðu leikið á ný. „Þá munu þeir senda sinn leik- mannalista fyrst,“ segir Pétur ákveðinn. „Við höfum nefnilega að- gang að nokkrum góðum til við- bótar á Nesinu.“ Hann nefnir engin nöfn. Og Garðar lokar samtalinu, eins og sönnum rokkara sæmir: „Við munum koma fram hefndum!“ Grótta og Norwich City í leikslok ásamt dómendum. Efri röð: Alex Neil, Pét- ur Blöndal, Jimmy Unwin, Daniel Yeadon, Einar Sveinn Þórðarson, Matthew Gill, Matthew Seago, Ólafur Garðarsson, Franz Ploder, Gregg Broughton, Dean Kiely, Nick Fox, Pete Dye, Steinar Kristjánsson, James Lomax, Ingólfur Garðarsson, Þorsteinn Stefánsson og aðstoðardómarar. Neðri röð: Adrian Forbes, Adam Watkinson, Þór Sigurgeirsson, Kristinn Arnarsson, Alan Neil- son, Garðar Guðmundsson, dómari leiksins, Örn Unnarsson, Matthew Wright, Sigurður Sigurðarson, Mark Hallam, Vilhjálmur Alvar Halldórsson og Darren Huckerby. Markvörðurinn Kristinn Arnarsson, kallaður Kiddi blindi, Örn Unnarsson, Franz Ploder, Þorsteinn Stefánsson og Vilhjálmur Alvar Halldórsson eftir leik. Lið Gróttu gerir sig klárt fyrir Evrópuleikinn. Umgjörðin var til fyrirmyndar. 15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.000 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.