Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 31
15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 „Ég reyni að horfa á fólk með hjartanu,“ sagði Ebba Guðný Guðmunds- dóttir í þættinum Eldað með Ebbu sem hefur hafið göngu sína að nýju á fimmtudögum á RÚV. Þættirnir eru matreiðsluþættir sem börn hafa gam- an af að horfa á með foreldrunum því Ebba talar um margt annað en mat. Matreitt fyrir fjölskylduna Það er ekki of snemmt að baka piparkökur þótt enn séu nokkrar vikur í jól. Að skreyta piparkökur er skemmtilegt föndur sem litlir fingur ráða vel við og ekki verra að hægt er að borða afraksturinn. Svo er líka hægt að nota litríkar piparkökur sem skraut. Skreytum hús með piparkökum Börnum á aldrinum fjögurra til átta ára er boðið uppá leiðsögn um sýninguna Skrímslin bjóða heim í dag, laugardaginn 14. nóvember í Menningarhúsinu Gerðubergi. Í tilkynningu kemur fram að foreldrar og fylgisveinar séu velkomnir með, þó í bakgrunni. Leiðsögnin er sérstaklega hugsuð fyrir yngri börn og tekur um það bil 20 mínútur og fer fram klukkan 14 og 14.30. Leiðsögnin er í höndum leikkonunnar Ólaf- ar Sverrisdóttur sem hefur um árabil verið með Sögubílinn Æringjann sem og haldið sögustundir sem Sóla Sögukona. Ólöfu er margt til lista lagt, meðal annars kennir hún leiklist og hefur gefið út barnabækur um Sólu. Sýningin er byggð á skrímslabókunum um stóra skrímslið og litla skrímslið sem svo mörg börn og fjölskyldur þeirra þekkja af góðu. Þess má geta að bókasafnið og kaffihúsið er opið frá 13-16 og er því hægt að gera meira úr heimsókninni. MENNINGARHÚSIÐ GERÐUBERG Ljósmynd/Áslaug Jónsdóttir Leiðsögn um skrímslaheim Nú barnabók eftir Eddu Láru Lúð- vígsdóttur var að koma út hjá Sölku. Bókin heitir Lárus eignast systkini og segir frá Lárusi, sem eins og tit- illinn gefur til kynna, á von á syst- kini. Hann fylgist með meðgöng- unni, sér bumbuna á mömmu sinni stækka og finnur litla barnið sparka inni í maganum á henni. Bókin gefur foreldrum tækifæri til að ræða áskoranirnar sem fylgja því þegar börn eignast systkini og er þetta fyrsta bók höfundar. Myndskreytingar eru í höndum Maríu Kristínar Kristjánsdóttur. „Það hefur verið draumur Eddu Láru að gefa út bók og þetta efni er henni afar hugleikið þar sem hún er móðir tveggja drengja,“ segir í til- kynningu. NÝ BARNABÓK Lárus eign- ast systkini Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Gerðarsafn býður upp á skúlptúr- námskeið undir stjórn Linn Björk- lund myndlistarmanns fyrir 8-12 ára krakka milli 13 og 15 sunnudaginn 15. nóvember. Mannslíkaminn verð- ur mótaður í leir og á námskeiðinu verður litið inn í listaverkageymslur safnsins og faldir fjársjóðir kann- aðir. Mannamyndir Gerðar Helga- dóttur verða skoðaðar og skúlptúrar úr sjálfharðnandi leir unnir út frá höfuð- og brjóstmyndum hennar. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis og fer skráning fram á netfanginu gerdarsafn@kopavogur.is Síðast komust færri að en vildu. GERÐARSAFN Ókeypis skúlptúr- námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.