Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 34
H vað heillar þig við tísku? Félagslegi þáttur tísku er það sem lað- ar mig einna mest að henni. Áhrif samfélagsins á það hvernig við klæðumst og hvernig klæðaburður okkar mótar samfélagið á sama tíma. Föt geta sagt svo mikið um manninn og þann tíma sem hann lifir á. Staður tísku, á milli listar og poppkúltúrs hvers tíma, heillar mig einnig og það hvernig fatnaður kemur upp um okkur í augum ókunnugra, segir litla sögu um það hver við erum eða hver við viljum vera. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Held að stíllinn minn sé frekar klassískur og örlítið „preppy“, að minnsta kosti hvað form og snið varðar. Hugsanlega meira stelpulegur en kvenlegur, en mér finnst þó alltaf þurfa að vera eitthvað sexy við hvert „outfit“, hvort sem það eru litlir hælar við hvítan stuttermabol og gallabuxur eða rauður varalitur við grófa prjóna- peysu og stutt pils. Hefur þinn persónulegi stíll þróast mikið með árunum? Já, hann hefur þróast og mótast. Hef tekið nokkur tilraunaskeið en annars hefur þetta verið frekar bein braut frá því ég byrjaði í Listaháskólanum 2009. Fataskápurinn hef- ur minnkað að vissu leyti síðustu árin og ég reyni að vera dugleg við að grisja úr það sem ekki hefur verið í notkun lengi. Held að það sé tákn um mótaðan stíl þegar það eru fáar flíkur sem liggja ónotaðar inni í skáp. Hvaðan sækir þú innblástur? Fólk í kringum mig, umhverfið, list. Finnst fátt skemmtilegra en að sitja úti á kaffihúsi eða í hverfisgarðinum mínum og horfa á fólk, gæti gert það alla daga, fyrir og eftir hádegi. Veðrið hefur mikil áhrif á mig þegar ég er í Reykjavík, skapið og klæðaburðinn og ég saknaði þess örlítð þegar ég flutti fyrst til Parísar, fannst ég verða svo eintóna allt í einu. Þetta hefur síðan breyst og ég sveiflast núna með árstíðunum fjórum, sem eru ögn mildari en þær tvær á Íslandi. Áttu þér uppáhaldstískuhús/hönnuð? Já, þau eru nokkur. Carven, vegna þess hversu vel þar tekst að blanda saman því stelpulega og sportlega. Christian Dior því kvenleiki og virðing fyrir handbragði og fegurð hefur þar aldrei farið úr tísku. Phoebe Philo, hjá Celiné og Chloé, því enginn veit betur hvernig „the cool girl“ vill og ætti að klæða sig. Valentino, af því bara. Hver hafa verið bestu kaupin þín? Á eftir síma og tölvu ætli það sé ekki svart leðurpils sem ég keypti í París fyrir rúmum 8 árum og síðan hefur sú vika varla liðið að ég noti það ekki. Sniðið er svo einfalt að það er næstum fáránlegt, hnésítt, a-vídd, leðrið rykkt í mittið með teygju. Ein af þessum flíkum sem verða bara betri með árunum og ekki skemmir fyrir að pilsið kostaði tæpar 90 evrur, á genginu fyrir hrun. Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir veturinn? Það eina sem ég er virkilega að leita að í augnablikinu eru góðir leðurhanskar. Asn- aðist til að týna öðrum hanskanum af pari sem ég hélt mikið upp á í vor og hef síðan verið að reyna að finna annað par, að sjálfsögðu í sama stíl. Finnst annars mjög gaman að velta fyrir mér vetrarfylgihlutum, en falleg húfa og trefill geta svo hæglega gjörbreytt einfaldri kápu eða úlpu. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Snið og efni. Ég get verið mjög erfið þegar kemur að því að velja mér föt, vægast sagt. Axlarsaumur á skyrtu þarf til dæmis að vera alveg réttur, mittislínan má ekki vera of há eða lág á pils- um og skringileg vídd í kringum hné á buxum getur farið ótrúlega í taugarnar á mér. Nánast alltaf þegar ég kaupi mér flík þá er ég með ákveðið „look“ í huga, það er að segja hvað ég ætla að para hana við í fataskápnum. Þar af leiðandi er ég stundum í marga mánuði að leita að rétta bláa litnum á galla- buxum, sem passar fullkomlega við ákveðna peysu, og sem eru líka í réttri sídd til að ganga bæði við strigaskó og háa hæla. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég get alltaf dáðst að því sem Diane Krueger leikkona, Giovanna Battaglia stílisti og Franca Sozzani, ritstjóri ítalska Vogue, klæðast. Finnst einna skemmtilegast að fylgjast með því sem ítölsku stílistarnir og kaupendurnir klæðast yfir tískuvikurnar. Þær taka meiri áhættu en þær frönsku en eru samt alltaf fágaðar. Á klassískari nót- unum þá eru Audrey og Katharine Hepburn algjört uppáhald. Hvert er þitt eftirlætis-tískutímabil og hvers vegna? Hörð barátta á milli sjötta og sjöunda áratugarins. Kvenlegu formin, efnin og litirnir og fíngerðu smáatriðin í flíkum sjötta áratugarins hafa alltaf heillað mig. Fylgihlutir þessa tíma voru sömuleiðis yndislegir og ég hef mjög veikan blett fyrir skóm Roger Vivier fyrir Dior frá þessum tíma. Hreinu línur sjöunda áratugarins og poppkúlt- úrinn voru svo í algjöru mótsvari við tísku áranna eftir stríð og það sem heillar mig mest við þann tíma eru áhrif æskunnar og alls þess sem var nýtt og ferskt, hvort svo sem það var í tónlist, myndlist, tísku eða kvikmyndum. GETUR VERIÐ MJÖG „ERFIГ Í FATAVALI Hera telur það vera tákn um mótaðan stíl þegar það eru fáar flíkur sem liggja ónotaðar inni í skáp. Fatnaður segir sögu HERA GUÐMUNDSDÓTTIR FATA- HÖNNUÐUR STARFAR SEM VERK- EFNASTJÓRI HJÁ LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK. HERA ER BÚSETT Í PARÍS OG FINNST FÁTT SKEMMTILEGRA EN AÐ SITJA ÚTI Á KAFFIHÚSI EÐA Í HVERFISGARÐINUM SÍNUM OG HORFA Á FÓLK OG FÖTIN SEM ÞAÐ KLÆÐIST. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Úr vetrar- línu Carven 2015/2016. Hönnun Roger Vivier fyrir Christian Dior. Pheobe Philo, yfir- hönnuður Céline. Hera heldur upp á stíl leikkonunnar Diane Kruger. Ljósmynd/Olivier Rossetti Tíska *Laugardaginn 14. nóvember verður haldinnumfangsmikill fatamarkaður á Loft hosteli,Bankastræti 7, kl. 11. Flott dót, góð stemning, ódýr föt og skórverða meðal annars á boðstólum. Meðal þeirra sem koma að markaðnum ogselja varning eru Berglind Pétursdóttir, Hildur Ragnarsdóttir, Steiney Skúladóttir, Sunna Ben og Áslaug Arna. Risastór fatamarkaður á Loft hosteli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.