Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 38
C harles Krauthammer er einn snjallasti pistlahöfundur sem nú lætur til sín taka. Pistla sína skrifar hann í The Washington Post og þeir birtast jafnframt í 400 öðrum dagblöðum og hefur Telegraph nýlega bæst í þann hóp. Penni sem bítur Krauthammer er handhafi Pulitzer-verðlauna fyrir verk sín og er að auki í hópi skákfréttaritara Banda- ríkjanna. Flesta virka daga vikunnar segir hann álit sitt á helstu viðburðum dagsins á Sjónvarpsstöðinni Fox og einu sinni í viku á PBS (Public Broadcasting Ser- vice). Krauthammer er læknir og sálfræðingur og starf- aði áður við þær greinar. Úrval af pistlum hans „Things That Matter“ kom nýlega út á bók og trón- aði efstur á metsölulista NYT. Elja mannsins og yf- irferð er með nokkrum ólíkindum. En þau verða fyrst undraverð þegar hugsað er til þess að Kraut- hammer lamaðist ungur mjög illa eftir að hafa stungið sér til sunds í of grunna laug. Læknanámi lauk hann liggjandi í sjúkrarúmi sínu þar sem náms- efninu var varpað á loft stofunnar með skugga- myndavélum. Prófessorum læknadeildarinnar þótti svo mikið til staðfestu sjúklingsins koma að þeir komu við á spít- alanum eftir vinnu og fóru yfir einstök efni með lam- aða námsmanninum. Alltaf úr óvæntri átt Stjórnmálalega þróaðist Krauthammer frá því að vera demókrati að miðju bandarískra stjórnmála og er hægt að segja að hann sé nú um flest hægra meg- in við miðjuna. Enginn stjórnmálaflokkur, ein- staklingur eða stefna getur þó gengið að Charles Krauthammer algjörlega vísum, eins og pistlar hans, hárbeittir en hófstilltir, bera með sér. Pistlar á borð við Krauthammers eru sjaldgæfir í fjölmiðlum nútímans, jafnvel á fjölmennum mál- svæðum þar sem úrtakið er stórt. Og lengi mætti leita í fjölmiðlum hér á landi, svo ekki sé minnst á stóryrtu pistlana á netinu, sem fæstir standast lág- markskröfur. Ekki mun hver og einn, sem fylgist með þessum pistlum samsama sig öllu því sem þar er sagt. En röksemdafærslan og óvænt nálgun gríp- ur flesta hugsandi menn. Krauthammer kann fyrir sér á fleiri sviðum en títt er um skríbenta og er fátt óviðkomandi. En hann er um leið gætinn og varfær- inn, en missir þó hvorki snerpu né tök sín á lesand- anum. Íslendingur hjó eftir því þegar hann vitnaði í írska skáldið William Butler Yeats sem hefði sagt frá ís- lenskum bændum sem fundið höfðu höfuðkúpu í kirkjugarði og bauð í grun að hún kynni að vera skáldsins Egils: „Hin mikla beinaþykkt kúpunnar sannfærði þá um að svo hlyti að vera. En til þess að geta verið algjörlega vissir stilltu þeir kúpunni á grjótvegg og lömdu hana hressilega með hamri.“ Þegar hún brotnaði ekki við höggin „voru þeir ekki í minnsta vafa um að hauskúpan væri af skáldinu og að henni bæri að sýna mikla virðingu í öllum efnum.“ Krauthammer segir svo: „Hin ríka mannlega til- hneiging til að kanna gildi hluta með því að sjá hversu vel þeir standist vonda meðhöndlun – hin ósjálfráða athöfn að sparka í hjólbarða á notuðum bíl – er forn mjög, og ef marka má Yeats, stöku sinnum sjarmerandi venja.“ Krauthammer sjálfum hefur eins og ósjálfrátt þótt rétt að setja dálítinn fyrirvara gagnvart hinni ágætu heimild. Í framhaldinu dregur hann ályktanir og þráður slitnar aldrei. Sagan hefur betur Það einkennir mörg skrif Krauthammers að hann telur einsýnt að þótt margur leggi sig fram um að lagfæra söguna öðrum í óhag eða sjálfum sér í hag Morgunblaðið/Eggert Kjánar, kjaftaskar, tröll- karlar eða -kerlingar eiga ekki seinasta orðið Reykjavíkurbréf 13.11.15 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.