Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 39
muni sagan að lokum þefa það sanna uppi. Marg- vísleg „viðtekin sannindi“ verði því að lokum að víkja fyrir niðurstöðu sögunnar. En myllur hennar mala oft hægt, þótt þær kunni að lokum að mala vel, ekki síst ef margir leggjast á móti. Þeir sem afbaka staðreyndir hafa þó ekki endilega augun á „sögunni“ í endanleik sínum. Þeim nægir að afbaka hana kirfilega að lygin verði sannleikur umræðunnar, sem fáir þori að efast um. Þeim dugar að ruglandin standi í fáein ár eða ára- tugi. Sagan, með stórum staf, lítur slíkt skeið eins og hvert annað augnablik. Vefur spunameistaranna ógeðfelldu nær til furðu marga og heldur furðu lengi. Það eru ekki aðeins hinir „nytsömu sakleysingjar“ allra tíma sem festast í honum. Og það gerist í tilvikum þar sem sögufölsunin, byggð á síbilju fullyrðinga, er átakanlega fáránleg. Jafnvel svo að sérstakt átak þarf til að falla fyrir ruglinu. Þekkt framleidd þjóðsaga snýst um Þjóðhags- stofnun. Sú hefur ýmist verið notuð til að sýna fram á hefnigirnisáráttu af áður óþekktri stærð, eða höfð sem helsta efnið í kenningarsteypu um að hefði slík verðbólguspástofa enn verið til, hefði ekkert banka- hrun orðið á Íslandi. Nýjasta dæmið Helsti gleðigjafi þjóðarinnar í áratugi, Ómar Ragn- arsson, var með tvær færslur þessarar gerðar sama daginn nýlega. Nú hefur aldrei verið persónulega illt á milli Ómars og bréfritara, svo þeim síðarnefnda sé kunnugt, nema síður sé. Svo það getur ekki verið skýringin á furðuskrifum af þessu tagi. Skýringin hlýtur að vera sú að hann hafi verið búinn að sjá og heyra vitleysurnar svo víða og svo oft að hann hafi tekið að trúa þeim gagnrýnislaust. Fyrri færsla Ómars hinn 21. október sl. var þessi: „Frægt varð hér um árið þegar að Davíð Oddsson líkaði ekki greiningarspár og starfsemi Þjóðhags- stofnunar og Verðlagseftirlitsins (!) og lagði þessar stofnanir hreinlega niður.“ Og hin færslan með sömu dagsetningu var þessi: „Ekki skorti fögur fyrirheit árið 2002 þegar rík- isbankarnir voru einkavæddir. Davíð Oddsson for- sætisráðherra hét því að einkaeignaraðild yrði dreift í anda Eyjólfs Konráðs Jónssonar og að þannig feng- ist fram betri kostur varðandi svona rekstur.“ Þarna tekst Ómari Ragnarssyni að rugla öllu saman, ár- setningum, tilefnum og efnisatriðum, svo ekki stend- ur steinn yfir steini og gerir bréfritara að ómerkingi í leiðinni. Bætist það þá væntanlega við yfirgengi- lega vanstillingu og hefnigirni fyrra dæmisins. Ómar hefði getað komist hjá því að detta í þennan pytt og endurtaka margtuggin ósannindi annarra. Hann hefur því enga afsökun. Staðreyndir málsins Þetta seinna mál sem Ómar virðist vera að nefna kom upp löngu fyrir einkavæðingu tveggja rík- isbanka, eins og Styrmir Gunnarsson rifjaði upp ný- lega í vandaðrir grein: „Á árinu 1997 voru þrír sjóðir, Fiskveiðasjóður, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður, sameinaðir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., FBA. Á svipuðum tíma voru Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands gerðir að hlutafélögum. Síðan ákvað þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks að selja FBA en í dreifðri eignaraðild. Hinn 8. ágúst 1998, birtist hér í Morgunblaðinu við- tal við þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, og þar sagði: „Davíð sagði, að þó nú sé í tízku að tala um kjöl- festufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti alveg dugað að stærstu eignaraðilarnir, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eign- arhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis. Hann telji hins vegar ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30-40% eignarhlut í bankastofnun … Þó það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn telji hann það koma fylli- lega til álita að tryggja það með lagasetningu að eignarhald í bönkunum, þegar ríkið sleppi af þeim hendinni, verði dreift.“ Þetta var stefnumarkandi samtal við þáverandi for- sætisráðherra og tveimur mánuðum síðar ákvað rík- isstjórnin að selja 49% hlut í FBA. Almenningi yrði boðið að skrá sig fyrir hlutum að hámarki þremur milljónum króna. Hvað gerðist þá? Og þar er komið að kjarnanum í lykilspurningu Sigurðar Nordals til Bjarna Bene- diktssonar um hvað mætti læra af einkavæðingu bankanna fyrir hrun. Bankar og fjármálafyrirtæki hófu svokallaða kennitölusöfnun. Þessir aðilar keyptu hluti í umboði einstaklinga á grundvelli samninga um að viðkom- andi einstaklingar seldu þeim hlutina. Fjórum mánuðum eftir hið stefnumarkandi viðtal við forsætisráðherra landsins hér í Morgunblaðinu var sú stefnumörkun ríkisstjórnar, sem byggðist á lýðræðislegu umboði kjósenda til þingmanna stjórn- arflokkanna brotin á bak aftur með valdi peninga. Hvað gerðist svo? Rétt fyrir jól sama ár (1998) skýrði Morgunblaðið frá því að Viðskiptastofa SPRON hefði fyrir hönd sex sparisjóða og Sparisjóðabankans keypt um 9% hlut í FBA af Búnaðarbanka Íslands. Kaupþing, sem þá var í eigu sparisjóðanna átti fyrir önnur 9% og réð að auki yfir 5% fyrir hönd annarra hluthafa. Sparisjóða- samsteypan hafði á skömmum tíma eignast um fjórð- ungs hlut í FBA, sem ríkisstjórn landsins hafði ákveðið að skyldi verða í dreifðri eignaraðild.“ Því má svo bæta við orð Styrmis, að athygli Fjár- málaeftirlitsins var vakin á þessu máli og eftir langa mæðu komst það að því að ekkert óeðlilegt hefði gerst! Það lofaði ekki góðu um það eftirlit. Enn þá vitlausara Varðandi hitt málið, Þjóðhagsstofnun, þá er það svo „banalt“ að það ætti varla að vera svara vert. Þar virðist Ómar gagnrýnislaust éta upp bábiljur sem haldið hefur verið á lofti af mönnum í sérkenni- legum erindum. Því tæpt er að trúa því að Ómari gangi illt til. Yfirborðsgjálfur tröllríður umræðu, einkum á net- inu og þar missa menn fljótt fótanna. En hver var fjöðrin sem varð að þessum 5.000 hænum? Menn úr ýmsum flokkum höfðu lengi velt því fyrir sér hvort Þjóðhagsstofnun gerði mikið gagn lengur. Hún var barn síns tíma og fjöldi stofnana fékkst nú við verk- efni sem henni voru áður fengin. Efnahagsspár stofnunarinnar höfðu lengi verið hafðar í flimtingum, því þær stóðust ekki vel. Athugasemdir af því tagi hafa sjálfsagt leitt til þess að Tryggvi Felixson og Már Guðmundsson gerðu sérstaka athugun á efnahagsspám Þjóðhags- stofnunar fyrir árin 1974-86 og birtu í langri grein í Fjármálatíðindum. Varla hefur slík athugun verið gerð af tilefnislausu. Hinn 23. júní 1988 fjallar DV um málið og ræðir við menn um niðurstöður þeirra Tryggva og Más um skekkjuna í spám Þjóðhagsstofnunar. Hinn 24. febrúar 1987, fyrir kosningar það ár, er birt heil opna í Þjóðviljanum, þar sem fjallað er um þingsályktunartillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar og nokkurra annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Svavar Gestsson, þá formaður Alþýðubandalags- ins, tekur mjög vel í þær hugmyndir, og segir þær raunar upphaflega komnar frá sér! Hinn 15. júlí birtir dagblaðið Tíminn forsíðufrétt um að Jón Baldvin Hannibalsson (fjármálaráðherra) saki stofnunina um „vísvitandi rangfærslur“. Inni í blaðinu stendur m.a.: „Segir Jón Baldvin að þar séu rangfærslur að yfirlögðu ráði og að ótrúlegt sé að svona texti skuli vera sendur út í nafni Þjóð- hagsstofnunar.“ Og mynd, sem fylgir þessu bréfi, sýnir að í árarað- ir höfðu menn haft miklar efasemdir um tilurð þess- arar stofnunar. Gerð að spunaefni Í vel skipulagðri atlögu hér á landi, sem nú er nokk vitað hverjir kostuðu, var reynt af miklu afli að koma sök af bankafallinu yfir á bankastjóra Seðlabanka Ís- lands og þá ekki síst á þann sem helst hafði um all- langa hríð andæft þeim öflum sem að lokum koll- keyrðu bankana og varað við framgöngu þeirra, eins og glögglega kom fram í Rannsóknarskýrslu Alþing- is. Í áróðursherferðinni var margt tínt til, stórt og smátt. Eitt af því furðulegasta sem kokkað var upp til að sanna ábyrgð viðkomandi á hruninu, var að fyrrverandi forsætisráðherra hefði í ofsakasti beitt sér fyrir að því Þjóðhagsstofnun yrði lögð niður. Og svo var látið eins og menn væru að tala í fullri alvöru þegar fullyrt var að hefði stofnun um spár verðlagsþróunar verið til staðar árið 2008 þá hefði ekki orðið neitt hrun! Nefnd Alþingis um störf Rannsóknarnefndar Al- þingis gerði sig að kjánum um margt. Á meðal þess kjánalegasta var þó það að gera tilraun til þess að láta eina af rugluðustu samsæriskenningunum líta skár út, með því að samþykkja samhljóða að Þjóð- hagsstofnun yrði komið á fót á ný. Fimm ár eru liðin frá þeirri samþykkt. Og enginn hefur hreyft legg eða lið í þessa átt. Hvers vegna í ósköpunum ekki, fyrst að ekki einn einasti þingmað- ur lagðist gegn því? Vilja alþingismenn kannski fá nýtt bankahrun? Snerist ekki hrunið um það hvort Þjóðhagsstofnun hefði verið til eða ekki? Sagan er fyrir alllöngu tekin að elta sögusmett- urnar uppi og sýna þær í sínu rétta ljósi. Þess háttar fyrirbæri þola ekki að kastljós sög- unnar falli á sig. Þær steinrenna við það eins og aðrir tröllkarlar og -kerlingar. * Varðandi hitt málið, Þjóðhags-stofnun, þá er það svo „banalt“að það ætti varla að vera svara vert. Þar virðist Ómar gagnrýnislaust éta upp bábiljur sem haldið hefur verið á lofti af mönnum í sérkenni- legum erindum. 15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.