Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 42
Þ eir fallast í faðma félagarnir sex sem voru í áhöfn frystitogarans Péturs Jónssonar RE-69 fyrir réttum tuttugu árum. Sumir þeirra hafa verið í góðu sam- bandi, aðrir hafa varla sést í allan þennan tíma. Tilefni fundarins er að rifja upp reynslu sem haft hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra allra en Pétur Jónsson var fyrsta skipið sem kom til hafnar á Flateyri eftir að snjóflóðið mannskæða féll aðfaranótt 26. október 1995. Fyrir utan blaðaviðtal sem einn skipverja fór í skömmu eftir flóðið hef- ur ekki verið rætt um aðkomu þeirra að björgunarstarfinu opinberlega og þeirra yf- irleitt ekki getið í heimildum. Fyrir vikið er löngu tímabært að rjúfa þögnina. Sexmenningarnir eru Erlingur Birgir Kjartansson, kallaður Birgir, Friðgeir Bjarkason, Kristján Sigurður Pétursson, Ólafur William Hand, Pétur Blöndal og Ragnar Þór Ólason, betur þekktur sem Raggi Óla. Alls voru tuttugu manns í áhöfn en skipstjóri var útgerðarmaðurinn sjálfur, Pétur Stefánsson. Klukkan 4:07 aðfaranótt 26. október 1995 féll snjóflóð úr Skollahvilft á Flateyri með þeim afleiðingum að mörg hús eyðilögðust og á þriðja tug manna var saknað. Neyð- arkall var sent út til nálægra skipa, meðal annars Péturs Jónssonar RE sem var undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi í vari. Kolvit- laust veður var fyrir vestan og skipverj- arnir segjast aldrei hafa verið eins lengi í vari, líklega fimm eða sex daga. Önnur skip voru ekki á þessum slóðum, einhver inni á Ísafirði en gátu sig hvergi hrært, þar sem fraktskip hafði strandað í innsiglingunni. Einhver skip biðu einnig af sér veðrið inni á Patreksfirði. Keyrði trekk í trekk á ölduna Birgir var staddur í brúnni þegar neyð- arkallið kom. Hann segir veðrið hafa verið snarvitlaust og loftþrýsting mikinn en eigi að síður hafi ekki komið annað til greina en að setja stefnuna strax á Flateyri. Einar Sturluson, fyrsti stýrimaður, var við stýrið en Pétur skipstjóri kom fljótt upp. Þess má geta að tvö skip fengu á sig alvarlegan brotsjó fyrir vestan þennan dag, Margrét EA og Sléttbakur EA, á leið frá Patreks- firði. Áhöfnin var ræst og vissi ekki fyrri til en skipið var komið á svakasiglingu upp í öld- una. Ólafur, sem var nýjasti meðlimurinn um borð, rifjar upp að honum var sagt að vera tilbúinn að fara í flotgalla ef með þyrfti. „Menn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið,“ segir hann. Þá minnir að siglingin hafi tekið á bilinu þrjá til fjóra tíma og eru sammála um að áhöfnin hafi verið í lífshættu á meðan. Slíkur var veðurhamurinn. „Skipið keyrði trekk í trekk á ölduna á leiðinni til Flat- eyrar, þetta var neyðarsigling,“ bætir Ólafur við. Til allrar hamingju var Pétur Jónsson kraftmikið og vel byggt skip og skipstjórn- endur eldri en tvævetur, þannig að siglingin gekk vonum framar. Veðrið var óvenju slæmt fyrir þennan árs- tíma og Raggi Óla rifjar upp að prýðilega hafi viðrað annars staðar á landinu. Skipið komst ekki alla leið til hafnar og sóttu björgunarsveitarmenn áhöfnina á slöngubát og ferjuðu hana síðasta spottann í land, fimmtán manns. Fimm urðu eftir um borð í skipinu. Skipverjar muna ekki ná- kvæmlega klukkan hvað þeir komu í land á Flateyri en telja það hafa verið laust fyrir klukkan níu um morguninn. Heimamenn höfðu þá unnið baki brotnu við björg- unarstörf frá því flóðið féll og skömmu eftir að áhöfnin á Pétri Jónssyni kom til Flat- eyrar kom annað skip með björgunarsveit- armenn frá Ísafirði, það hafði siglt með mennina yfir fjörðinn frá Holti. Ennþá snjóflóðahætta „Menn geta búist við ýmsu á sjó en enginn okkar hafði reynslu eða þekkingu á björg- unarstörfum á landi,“ segir Kristján en áhöfnin var drifin beint inn í björg- unarmiðstöðina í þorpinu sem var til húsa í bakaríinu. Snjóflóðahætta var enn á staðnum og Raggi Óla rifjar upp að þeim hafi verið gert að setja málmbolta inn á sig svo auð- veldara væri að finna þá með málmleit- artækjum græfust þeir í fönn við björg- unarstörfin. Þeim var líka úthlutað þeim snjóflóðaýlum sem til voru á staðnum sem myndi auðvelda leit að þeim ef annað flóð félli. „Ég gat ekki séð að heimamenn væru sjálfir með neinar ýlur, þeir grófu bara og grófu,“ segir Raggi Óla. Þeir eru sammála um að heimamenn á Flateyri hafi unnið þrekvirki við skipulagn- ingu og leitina sjálfa. Nógu erfitt hafi verið fyrir vandalausa að halda einbeitingu og sönsum við þessar skelfilegu aðstæður. Á Flateyri þekktust meira og minna allir og sumir leituðu ættingja sinna og vina. Það var kolsvartamyrkur og kafaldsbylur þegar áhöfnin lagði af stað í átt að húsunum sem orðið höfðu flóðinu að bráð. Þeir skiptu sér niður í fjögurra manna hópa og með hverjum hópi var einn heimamaður. Birgir segir menn ekki hafa séð handa sinna skil. „Við vissum ekki einu sinni hvar fjallið var. Það rann allt saman í myrkrinu og hríðinni,“ segir hann en allt rafmagn hafði farið af þorpinu. Eyðileggingin blasti við Ólafur bætir við að heimamenn hafi leiðbeint þeim, eins og hægt var. „Það var engin leið að átta sig á því hvernig þorpið sneri.“ Þess má geta að Pétur Jónsson RE var Hamfarir 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.