Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 46
við einn í viðbót um þetta,“ segir Colla og lýsir Íslandi og aðdáun sinni á landinu með tilþrifum ítalskra handahreyfinga. Colla býr annars í Sviss og hefur búið lengi því þar fann hann eig- inkonu sína og á með henni tvo drengi. Þaðan ferðast hann svo vítt og breitt um heiminn og myndar. „Ég elska að segja sögur af raunverulegu, venjulegu fólki. Fólk tengist alltaf mínum verkefnum á einn eða annan hátt og ég vil allra helst fá að hoppa inn í líf þess og fylgjast með því við sín dags dag- legu störf. Ég er auðvitað ákaflega hrifinn af fallegu landslagi en ég finn að ef ég er að mynda það og það er engin manneskja inni á því – þá hreinlega vantar eitthvað. Sam- skipti gefa mér svo mikið.“ Stærsta verkefnið með National Geographic Meðal stærri verkefna Colla síðustu árin kallast eitt Blue Zone en það hófst árið 2004 þegar könnuðurinn og rithöfundurinn Dan Buettner hóf samstarf með National Geog- raphic og fremstu fræðimönnum heims en tilgangurinn með því var að finna og rannsaka líf þess mann- fólks sem lifir hvað lengst á jörð- inni og reyna að komast að því hvað þeir hópar eiga sameiginlegt. Hingað til hafa fimm svæði í heim- inum verið merkt sem svokölluð „Blá svæði“ og bókin The Blue Zo- nes eftir Dan Buettner hefur orðið metsölubók um allan heim. Verk- efnin sjálft og leitin að nýjum svæð- um stendur þó enn yfir og Colla fer á næsta ári að mynda á nýjum slóð- um en hinar ofurhraustu og fjör- gömlu manneskjur sem vís- indamenn rannsaka sér Colla um að mynda ásamt fleirum og dvelur lengi á hverjum stað. „Þetta er allt mjög vísindalegt og löng og mikil vinna þótt vitaskuld sé margt af því sem vísindamenn E inhverra hluta vegna hefur gamalt fólk alltaf heillað mig og ég hef lært mjög mikið af því,“ segir ítalski ljósmynd- arinn Gianluca Colla sem vakið hef- ur athygli fyrir ljósmyndir sínar um víða veröld en meginþema mynda hans er fólk. Colla sinnir stórum verkefnum fyrir heimsþekkt tímarit og dagblöð og má þar nefna Nat- ional Geographic, Condé Nast, The Washington Post, New York Times og þá myndar hann fyrir stórfyr- irtæki á borð við Estée Lauder. Fyrir nokkrum vikum var Colla staddur á Íslandi í tengslum við stærstu ljósmyndaráðstefnu sem haldin hefur verið hérlendis en Ljósmyndarafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands stóðu að henni. Colla var þar á veg- um Fuji myndavélaframleiðandans en hann er svokallaður sendiherra ljósmyndarisans. Við það tækifæri hitti blaðamað- ur Colla árla morguns á Kaffivagn- inum en ljósmyndarinn var þá fyrir margt löngu kominn á fætur að mynda Ísland að morgni til en hann hefur áður komið til landsins og segir að af öllum stöðum, sem hann hafi ferðast til, sé Ísland hans draumabúsetustaður. Af hverju? „Ég fæ ekki nóg af þessu veðri! Það að geta klætt mig í nokkur lög af fatnaði, fundið fyrir rigningu, snjó og vindi. Svo er þetta mátuleg stærð af samfélagi og þá gerist allt frekar hratt hérna. Ég elska kalda staði og ekki of mikla skriffinnsku. Biddu fyrir þér hvernig þetta getur til dæmis verið á Ítalíu þar sem hlutirnir gerast þannig að ef þú færð hugmynd að einhverju; þá þarftu fyrst að tala við þennan, sem talar við hinn, sem ræðir hlutina við þann næsta og sá hugsar málið þangað til hann hann segir þér að hann hafi ákveðið að spjalla aðeins hafa komist að eitthvað sem mörg- um finnist að þeir geti sagt sér sjálfir. En þetta er mjög mikils virði fyrir allan heiminn, að geta kannski lært af þessu fólki hvernig hægt er að bæta líf sitt. Því miður óttast ég þó að ég sé að mynda lífs- stíl sem verði ekki til eftir 30 ár. Þessi lífsstíll þeirra er að hverfa.“ Bláu svæðin svokölluðu sem hingað til hafa verið kortlögð eru ítalska eyjan Sardinía, Okinawa í Japan, aðventistasamfélagið í Loma Linda í Kaliforníu, Ikaria á Grikk- landi og Nicoya á Kosta Ríka. „Ég dvaldi hvað lengst á Sardin- íu og lærði þar ótrúlega margt sem ég hef reynt að tileinka mér. Raun- ar tel ég mig hafa lært hvað mest af gömlu fólki um ævina, ekki bara við ljósmyndun heldur starfaði ég líka á elliheimili sem ungur maður á Ítalíu – ég tók það fram yfir það að gegna hefðbundinni herskyldu. Mér þótti alltaf svo ótrúlegt að geta setið á móti manneskju sem gat sagt mér frá bæði fyrri og seinni heimsstyrjöld. Í dag skrifar maður eitthvað vitlaust á Facebook og er hent af vinalista viðkomandi. Á þessum tímum stóð fólk í staðinn á vígvellinum og bjargaði lífi vina sinna.“ Colla fræðir blaðamann um þau níu atriði sem langlífa fólkið í heim- inum á sameiginlegt. „Samkvæmt rannsóknunum spila genin í raun lítið hlutverk, kannski 10%. Það sem er ofan á er auðvitað gott mat- aræði. Þar sem kjöt er til dæmis sjaldan á borðum, mikið grænmeti og ávextir. Þá þarf fólkið að búa við heilnæmt lofslag. Þið Íslendingar hafið það jú þótt hér sé nú samt kaldara en á öllum þessum stöðum. Hreyfing skiptir miklu máli, en ekki keppnisíþróttahreyfing eða ákaft sprikl á líkamsræktarstöð. Hér er átt við dags daglega eðlilega hreyfingu – að vera virkur við dag- legar athafnir og þetta fólk fær sína hreyfingu til dæmis mjög mik- ið úr störfum tengdum búskap; að höggva tré í skóginum, reka féð og mjólka geiturnar. Ég er Ítali, ég vil borða í marga klukkutíma og mikið af pasta og kálfasteik en ég hef engu að síður reynt að bæta mig,“ segir Colla og hlær og segir að Ítalir megi þó eiga það að gefa sér tíma til að borða, séu ekkert að stressa sig þótt máltíðin standi yfir í 2-3 klukkustundir jafnvel, sem sé hollt. „Nú á þetta reyndar ekki við um tengdafjölskyldu mína en Sviss- lendingar almennt eru ekki með fyrirkomulag sem hentar mér. Þeir tímasetja allt – ákveða að borða kvöldmatinn klukkan 18.15 og að svo skuli vaskað upp klukkan 18.45!“ Hann rekur þetta áfram. „Fé- lagsleg samskipti eru þá eitt atriðið til langlífis – að kynnast öðru fólki en einnig að vera í samskiptum úti í hinu daglega lífi en ekki bara inni á elliheimili; að vera kippt út úr samskiptum við alls konar fólk hraðar þróun öldrunar. Svo er það fyrirbæri sem Japanir hafa sérstakt orð yfir; ikigai. Og útleggst: „Ástæða fyrir því að fara á fætur“. Allir þurfa að eiga sitt „ikigai“, hvort sem það er að hugsa um ein- hvern, barn eða dýr eða hvað sem er. Eldra fólkið sem National Geo- graphic hitti hafði allt sitt „ikigai“ og hafði vissum skyldum að gegna, til dæmis við umönnun ungviðisins. Trú er líka þáttur í þessu. Það þarf ekki að vera einhver sérstök trú en allt þetta fólk á það sameig- inlegt að trúa á að það sé eitthvað stærra í þessum heimi en það sjálft og að það hafi ekki sín örlög alfarið á sínu valdi. Það losar um álag og streitu að vita að maður getur ekki stjórnað öllu og því tilgangslaust að vera með í maganum yfir því að bera alla ábyrgðina einn. Stress er auðvitað einn stærsti þátturinn í því að stytta lífið.“ Vítamín-S Eitt það allra mikilvægasta og það sem Colla segist hafa átt hvað auð- veldast með að tileinka sér er að hlæja og brosa. „Ég hitti aldraðan mann í Japan sem ég spurði hverju það sætti að hann væri svo vel út- lítandi, kominn á tíræðisaldur. „Vít- amín-S“ svaraði hann mér. S-ið stendur fyrir „smile“ og ég reyni að brosa sem mest.“ Og Colla hefur þar góða ábendingu til Íslendinga: „Það er kannski svolítið sem ég tók eftir, að þið eruð feimin þegar mað- ur býður góðan daginn og brosir. Lítið í kringum ykkur. Ég er þann- ig gerður að mér finnst afar eðli- legt að heilsa öðrum mannverum sem verða á vegi mínum. Við deil- um jú ekkert svo stórum bletti þá stundina. Gömul kona sem ég hitti þegar hún var 103 ára og er líklega að nálgast 110 ára aldur núna á Kosta Ríka, hún sagði við mig; „Það eru engir ókunnugir í lífinu – bara vinir sem við höfum ekki hitt.“ Ég hef tamið mér þetta.“ Ertu viss um að hún sé lífi? „Já. Ég hef myndað persónuleg tengsl við marga sem ég kemst í kynni við og fólkið í kringum hana væri búið að láta mig vita. Hún býr aðeins utan við lítið þorp, ein í skógi og í fyrsta skipti sem ég hitti hana var hún að höggva sér eldivið og kallaði á mig og vildi endilega gefa mér að borða. Alls staðar þar sem ég kem, hvar sem í heiminum, Gianluca Colla hefur mynd- að um víða veröld en segist allra helst vilja búa á Íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndar elsta fólk í heimi GIANLUCA COLLA MYNDAR LANGLÍFASTA FÓLK HEIMS SEM Á LANGLÍFI SITT EKKI SÍST AÐ ÞAKKA LÉTTU VIÐMÓTI GAGNVART LÍFINU OG SAMSKIPTUM VIÐ FJÖLSKYLDU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ljósmyndun 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.